Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar 1. júlí 2025 15:00 Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Upptakturinn fyrir mótið hefur verið frábær hjá íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpsseríur, upphitunarþættir, hlaðvörp, bókaútgáfa og stanslausar auglýsingar sem tengjast EM hafa dunið á okkur á veraldarvefnum og víðar. Fyrir þetta vil ég þakka, þessi umfjöllun og athygli er ekki sjálfgefin. Það hefur komið glöggt fram í þáttunum Systraslagur, sem sýndir voru á RÚV, að leið knattspyrnu kvenna á Íslandi verið ströng þó hún sé ekki sérlega löng. Ástæða þess að ég sest við lyklaborðið er að hluta til það að A-landsliðið okkar er enn á ný að stíga á stóra sviðið í úrslitakeppni EM en einnig að það á að þakka þeim sem þakka ber. Allt frá upphafi hef ég fylgst mjög vel með leikjum kvennaboltanum. Ég tel mig þekkja ansi vel söguna sem lýst er í þáttum RÚV um Systraslag. Það er ekki hægt að gera allt og segja frá öllum en einn er sá aðili sem ég tel þó að hafi ekki fengið nægilega athygli og viðurkenningu sem hann á sannarlega skilda. Það er fyrrverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Á þeim árum sem knattspyrnukonur voru að berjast fyrir því að fá stærri sess innan félaganna og KSÍ var Eggert formaður knattspyrnudeildar Vals. Þegar hann tekur síðan við sem formaður KSÍ árið 1989, byrjaði hann á því að taka fjármál sambandsins í gegn og tóku þau stakkaskiptum undir hans stjórn. Smá saman færði hann áherslu og kastljós KSÍ meira og meira í átt að knattspyrnu kvenna. Sagði Eggert gjarnan í ræðu og riti að vaxtarbroddur í íslensku íþróttalífi væri knattspyrna kvenna. Undir hans stjórn komust málefni kvennalandsliðsins loksins í fastar skorður. Hann fékk vissulega mikið og gott aðhald í gegnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK) og á tíðum ansi öfluga gagnrýni á starfshætti innan knattspyrnusambandsins. Slíku tók Eggert jafnan með miklu jafnaðargeði enda taldi hann að deilur og ósætti væri hreyfiafl framfara. „Ef við tökumst ekki á þá hreyfumst við ekki úr stað,“ sagði hann gjarnan. Mig langar því, við upphaf úrslitakeppi EM 2025, að færa Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ kærar þakkir fyrir hans framlag til knattspyrnu kvenna á Íslandi. Það hefur verið vanmetið hingað til og verður sennilega áfram í sögulegu samhengi. Í mínum huga er það hins vegar ómetanlegt. Takk Eggert. Höfundur er fyrrverandi stjórnarkona í KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hafa með íþróttum að úrslitakeppni EM kvenna hefst miðvikudaginn 2. júlí. Ísland leikur fyrsta leikinn í mótinu gegn Finnum og hjá mörgum er spennan orðin ansi mikil. Upptakturinn fyrir mótið hefur verið frábær hjá íslenskum fjölmiðlum, sjónvarpsseríur, upphitunarþættir, hlaðvörp, bókaútgáfa og stanslausar auglýsingar sem tengjast EM hafa dunið á okkur á veraldarvefnum og víðar. Fyrir þetta vil ég þakka, þessi umfjöllun og athygli er ekki sjálfgefin. Það hefur komið glöggt fram í þáttunum Systraslagur, sem sýndir voru á RÚV, að leið knattspyrnu kvenna á Íslandi verið ströng þó hún sé ekki sérlega löng. Ástæða þess að ég sest við lyklaborðið er að hluta til það að A-landsliðið okkar er enn á ný að stíga á stóra sviðið í úrslitakeppni EM en einnig að það á að þakka þeim sem þakka ber. Allt frá upphafi hef ég fylgst mjög vel með leikjum kvennaboltanum. Ég tel mig þekkja ansi vel söguna sem lýst er í þáttum RÚV um Systraslag. Það er ekki hægt að gera allt og segja frá öllum en einn er sá aðili sem ég tel þó að hafi ekki fengið nægilega athygli og viðurkenningu sem hann á sannarlega skilda. Það er fyrrverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon. Á þeim árum sem knattspyrnukonur voru að berjast fyrir því að fá stærri sess innan félaganna og KSÍ var Eggert formaður knattspyrnudeildar Vals. Þegar hann tekur síðan við sem formaður KSÍ árið 1989, byrjaði hann á því að taka fjármál sambandsins í gegn og tóku þau stakkaskiptum undir hans stjórn. Smá saman færði hann áherslu og kastljós KSÍ meira og meira í átt að knattspyrnu kvenna. Sagði Eggert gjarnan í ræðu og riti að vaxtarbroddur í íslensku íþróttalífi væri knattspyrna kvenna. Undir hans stjórn komust málefni kvennalandsliðsins loksins í fastar skorður. Hann fékk vissulega mikið og gott aðhald í gegnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna (HKK) og á tíðum ansi öfluga gagnrýni á starfshætti innan knattspyrnusambandsins. Slíku tók Eggert jafnan með miklu jafnaðargeði enda taldi hann að deilur og ósætti væri hreyfiafl framfara. „Ef við tökumst ekki á þá hreyfumst við ekki úr stað,“ sagði hann gjarnan. Mig langar því, við upphaf úrslitakeppi EM 2025, að færa Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ kærar þakkir fyrir hans framlag til knattspyrnu kvenna á Íslandi. Það hefur verið vanmetið hingað til og verður sennilega áfram í sögulegu samhengi. Í mínum huga er það hins vegar ómetanlegt. Takk Eggert. Höfundur er fyrrverandi stjórnarkona í KSÍ.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun