80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar 1. júlí 2025 14:32 Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni. Lægri tala fiskeldismanna sjálfra þýðir að á hverju ári rennur 307 sinnum meira klóak frá sjókvíum Arctic Fish en þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn. Athugið að þetta er mun lægri tala en mat norsku Umhverfisstofnunarinnar, en við skulum gera sjókvíeldismönnunum það til geðs að nota þeirra eigin tölu. Hún er alveg nógu skelfileg. Á móti þessari gríðarlegu mengun fyrir neðan yfirborðið og sjónmengunina ofan þess, af flothringjum, fóðurrörum og prömmum, fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu. Eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Og ekki er það huggulegur kokteill: fiskaskítur, fóðurleifar, feikilegt magn af örplasti, lyf og skordýraeitur sem notað er gegn laxalúsinni, og eitraðir þungmálmar úr ásætuvörnunum sem netapokarnir eru húðaðir með til að koma í veg fyrir að nokkuð lifandi geti fest sig á þau. Voru þessi níu störf sem Þingeyringar höfðu en eru nú að hverfa úr þorpinu dýru verði keypt gæti einhver sagt. Hreinsað á landi, óhreinsað í sjó Fyrir nokkrum dögum birtist frétt í norskum fjölmiðli um að sveitarfélagið Bergen þarf, til að uppfylla norsk lög um meðferð skólps, að byggja sérstaka hreinsistöð fyrir 5.400 íbúa úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Áætlaður kostnaður er að andvirði 12,5 milljarðar íslenskra króna. Í fréttinni er bent á að á sama tíma fær sjókvíaeldisfyrirtækið Lerøy að losa tíu sinnum meira klóak frá sinni starfsemi óhreinsað beint í sama fjörð og Bergen stendur við. Velta Lerøy var í fyrra rúmlega 370 milljarðar umreiknað í íslenskar krónur. Þeirri spurningu er varpað fram í norsku fréttinni hvort þetta geti talist eðlilegt. Er það sama ábending og við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ítrekað um árabil í umsögnum okkar til ýmissa íslenskra stofnana og Alþingis. Í fyrra losuðu sjókvíeldisfyrirtækin sem samsvarar klóakrennsli frá um 420.000 manns óhreinsað í íslenska firði, sé miðað við tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en tvöfalt meira ef miðað er við tölur norsku Umhverfisstofnunarinnar. Dýru verði keypt Hvernig getur þetta staðist? Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð. Ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir. Fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun