Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar 30. júní 2025 11:31 Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun