Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar 30. júní 2025 11:31 Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi sér nú stað enn ein orustan. Vinstrimenn, trúir sinni hugmyndafræði, vilja ofurskatta á ákveðin fyrirtæki og réttlæta þá með tali um sanngirni og krydda með fullyrðingum um að það sé ofurhagnaður á þessum mikilvægu greinum. Í dag er sjávarútvegurinn undir, það glittir í sömu árásir á ferðaþjónustuna. Of mikil orka fer í að kalla eftir greiningum og excelskjölum Að mínu mati hefur of mikill kraftur stjórnarandstöðunnar farið í að kalla eftir frekari greiningum á áhrif frumvarpsins, meira af excelskjölum og hagfræðikúnstum. Flest hvað þetta varðar er þekkt, það sem meira er um vert; stjórnarmeirihlutanum er algerlega og fullkomlega sama um tölur og greiningar. Fyrir þeim snýst þetta um meinta sanngirni og almenningsálitið. Skattarnir eru enda réttlættir með fullyrðingum að þetta sé á pólitískum forsendum, ekki þjóðhagslegum eða hagfræðilegum. Villandi fullyrðingar um ofurgróða Ein af stóru fullyrðingum þeirra sem vilja ofurskatta á sjávarútveginn er að það sé „ofurgróði“ í íslenskum sjávarútvegi sem skili eigendum þessara fyrirtækja „ótrúlegum hagnaði“. Í fararbroddi þessarar umræðu er forsætisráðherra og ráðherra atvinnuvega. Þessi málflutningur er ekki bara villandi, hann er beinlínis rangur og byggir á vafasömum forsendum sem virðast sniðnar að pólitískum markmiðum, ekki staðreyndum. Sláandi niðurstaða Flateyringurinn og fjármálafræðingurinn Ragnar M. Gunnarsson tók sig til og greindi með einföldum hætti arðsemi atvinnugreina frá árinu 2002 til ársins 2023 og skipti þeim upp eftir því hvort þau hafi tekjur af innlendum eða erlendum viðskiptum. Niðurstaðan er sláandi: Arðsemi af sjávarútvegi og fiskeldi er 9% og 8% af ferðaþjónustu, talsvert lægri en af greinum sem hafa tekjur af innlendum viðskiptum. Minni arðsemi af sjávarútvegi og ferðaþjónustu en þeim sem lifa á innlendum viðskiptum. Arðsemi þeirra fyrirtækja sem lifa að mestu á innlendum viðskiptavinum eru sem sagt 10% til14% á meðan þær greinar sem lifa á útflutningi (tekjur af erlendum viðskiptavinum) eru með hagnað upp á 3% til 9%. Þessu ætlar ríkisstjórn þessa lands að mæta með því að hækka skatt á sjávarútveg og fiskeldi, sem er með 9% arðsemi á þessum tuttugu árum, og ferðaþjónustu sem er með um 8% arðsemi á sama tíma. Atvinnulíf landsbyggðarinnar enn og aftur sett í uppnám Það er kominn tími til að stjórnmálamenn hætti að nota atvinnulíf landsbyggðarinnar, sjávarútveginn og ferðaþjónustuna, sem blóraböggla í pólitískum leikjum og horfist í augu við staðreyndir í stað pólitískra leikja og stundarvinsælda. Stöðugleiki í stað árása Þessar atvinnugreinar, sem eru grunnstoðir efnahagslífsins og skapa þúsundir starfa um allt land, þurfa stöðugleika og sanngjarnar leikreglur, ekki árásir byggðar á pólitískum forsendum, villandi tölum og upphrópunum. Hættið að afvegaleiða! Það er óábyrgt að halda þessum málflutningi áfram. Það þarf ekki meira af gögnum og excelskjölum. Við vitum að sjávarútvegurinn er ekki að skila þeim „ofurgróða“ sem haldið er fram, sérstaklega í samanburði við aðrar greinar. Hættið að afvegaleiða umræðuna og vinnið að raunhæfum lausnum fyrir íslenskt atvinnulíf! Höfundur er bæjarstjóri.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar