Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar 28. júní 2025 15:01 Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun