Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar 27. júní 2025 22:30 „Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta eru ekki ósanngjarnar kröfur. Þetta eru hóflegar, réttlátar og eðlilegar væntingar.“ Venjulegir íbúar borgarinnar hafa því miður setið á hakanum, ekki síst ungt fólk sem er að koma sér af stað í lífinu. Kröfur þeirra sem hafa valið Reykjavík sem sitt heimili eru hvorki miklar né ósanngjarnar. Þetta eru einfaldar og eðlilegar væntingar til borgarinnar. Væntingar sem stjórnkerfið á að mæta. Við erum að tala um grunnþættina. ·Þjónustu sem á að vera sjálfsögð. ·Um litlu málin sem skipta samt sköpum. Það þarf einfaldlega að svara í símann þegar fólk hringir. Þetta er ekki flókið. Við viljum faglega unnin skipulagsmál og ábyrga meðferð skattfjár. Það á ekki að sóa peningum í gæluverkefni eða vitleysu sem endar á auknum álögum á borgarbúa. En það er einmitt það sem við sjáum í dag: hærri bílastæðagjöld, sorpgjöld, fasteignaskattar og stöðugt fleiri nýjar álögur sem borgin finnur upp. Nú er nóg komið Það þarf skynsemi í rekstur borgarinnar og það strax í næstu kosningum. Borgin verður að vera rekin af ábyrgð, þar sem fjármunum borgarbúa er varið skynsamlega og ráðstöfun þeirra er gagnsæ og traust. Að reka borg á faglegan og ábyrgan hátt er ekki flókið. Reykjavík er ein af smærri höfuðborgum álfunnar. Það sem skiptir mestu máli er að setja íbúana í forgrunn, fara vel með fjármuni þeirra, vinna fyrir þá og standa við gefin loforð. Kosningarnar fara fram 16. maí næstkomandi Miðflokkurinn náði ekki kjöri í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þá fór Framsókn með stórsigur og fékk sitt tækifæri. Það tækifæri var ekki nýtt eins og íbúar borgarinnar áttu rétt á. Nú er tími til kominn að breyta um stefnu og breyta um fólk. Tími á raunverulegar breytingar, með íbúana í forgrunni! Við viljum sjá: ·Að grunnþjónusta verði sett í forgang, þjónusta sem virkar. ·Að skattpeningar verði nýttir með ábyrgð, ekki í óskiljanlegar framkvæmdir og gæluverkefni. ·Að borgarbúar geti treyst því að rödd þeirra skipti máli, og að þeir fái svör. Ef ekkert breytist, heldur borgin áfram að sökkva enn dýpra í skuldafenið og íbúarnir borga brúsann með síhækkandi álögum. Og af því er einfaldlega nóg komið. Margir hafa spurt á síðustu vikum hvort Miðflokkurinn ætli að bjóða fram til borgarstjórnarkosninga. Svarið er einfalt: Já – við ætlum okkur það Miðflokkurinn hefur sýnt að hann skiptir máli, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Við byggjum á einföldum, raunhæfum og skýrum gildum. Innan Miðflokksins starfar reynslumikið og öflugt fólk sem hefur unnið ötullega að uppbyggingu flokksins og Miðflokkurinn hefur vaxið hratt á undanförnum misserum. Við erum tilbúin að stíga inn í borgarmálin og inn í sveitarstjórnir um land allt. Við hlökkum til að hefja kosningabaráttuna, hitta íbúana, eiga raunveruleg samtöl, vinna af heilindum, og fyrst og fremst, hlusta. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar