Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. júní 2025 16:03 Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar fjallað er um niðurstöður PISA 2022 eru neikvæðir þættir gjarna dregnir fram en minna fjallað um jákvæða þætti sem þar má sannarlega einnig finna. Í skýrslunni segir að meirihluti íslenskra 15 ára nemenda upplifi almennt góða líðan í skólanum. Um 80% nemenda telja sig tilheyra skólasamfélaginu og 78% þeirra upplifa að kennarar sýni þeim umhyggju og hafi áhuga á líðan þeirra (MMS, 2023). Þá verður 88% nemenda ekki fyrir einelti og 30% þeirra finna sjaldan eða aldrei fyrir kvíða (Stjórnarráðið, 2023). Þessar niðurstöður bera vott um styrkleika skólakerfisins, en einnig um mikilvægi þess að hlúa þarf áfram að félagslegri og tilfinningalegri velferð nemenda. Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 undirstrikar að menntakerfið eigi að styðja við heildræna velferð nemenda og efla þá til þátttöku í lýðræðissamfélagi, með áherslu á jafnrétti, sjálfbærni og manngildi (Menntastefna til 2030). Þar er skýr krafa um að skólinn rækti félagslegt og lýðræðislegt hlutverk sitt og efli nemendur til að takast á við áskoranir lífsins af virðingu, ábyrgð og samkennd. Í anda Aðalnámskrár grunnskóla (2013) á skólastarf að byggja á velferð nemenda, gagnkvæmu trausti, öryggi og virku samstarfi heimila og skóla. Til þess að ná þessum markmiðum er mikilvægt að grípa til eftirfarandi aðgerða: Stuðla áfram að traustum og virðingarríkum tengslum milli nemenda og kennara. Þar þurfa foreldrar að vera virkir þátttakendur sem og samfélagið allt. Bjóða upp á fjölbreyttar og sveigjanlegar námsleiðir sem taka mið af áhugasviði og hæfni hvers og eins. Hefja verklegt nám fyrr og hafa fjölbreytni og val í öndvegi. Auka vægi skapandi greina og lista til að rækta tjáningu, sjálfsvitund og skapandi og gagnrýna hugsun. Efla þátttöku nemenda í ákvarðanatöku og sjálfsmati til að byggja upp seiglu og trú á eigin getu. Skapa öruggan skólabrag sem einkennist af umhyggju, ábyrgð og samkennd. Styrkja samstarf heimila og skóla með áherslu á velferð barnsins. Tryggja snemmtækan stuðning við tilfinningaleg og félagsleg vandamál. Þegar þessar aðgerðir eru samofnar daglegu skólastarfi verður skólinn ekki aðeins vettvangur náms heldur líka uppeldis og styrkingar, þar sem börn læra að trúa á eigið ágæti og verða að heilsteyptum einstaklingum. Í ljósi þessara stefnuáherslna hvetja fræðimenn og talsmenn barnavelferðar til róttækra aðgerða. Í nýlegri grein Gríms Atlasonar er kallað eftir heildstæðri stefnu þar sem barnæska er ekki mótuð af þörfum markaðar heldur velferð fjölskyldna (Vísir, 2025). Lagt er til að veita fjölskyldum raunverulegan stuðning og tryggja að menntakerfið þróist út frá þroska og lífsgæðum barna fremur en mælanlegum afköstum. Þá benda Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson í grein sinni ,,Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir” í TUM; ,,...að móta þurfi sameiginlega sýn á það hvað farsæld felur í sér og skýra betur hvaða hlutverki ólíkar stofnanir og faghópar gegna í að styðja farsæld nemenda. Það er samfélagslegt ákall og skýr stefna stjórnvalda að horfa skuli til farsældar sem markmiðs menntunar.” Framtíðarsýn íslensks menntakerfis hlýtur að fela í sér samfélag sem hlúir að börnum sem fullgildum þátttakendum. Þar sem vellíðan, virðing og þátttaka eru ekki aukaatriði, heldur kjarni alls skólastarfs. Til þess þarf samhenta stefnumótun, faglegt hugrekki og raunverulega trú á verðmæti barna. Álfhildur er kennari og nemi. Hólmfríður er menntunarfræðingur.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun