Lægri gjöld, fleiri tækifæri Bragi Bjarnason skrifar 27. júní 2025 11:32 Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er lifandi sveitarfélag í alfaraleið. Uppbygging hefur verið veruleg á undanförnum árum og bæði íbúða- og atvinnuuppbygging hefur sett sterkan svip á bæjarbraginn. Ný íbúðahverfi hafa risið hratt og íbúum fjölgað um 53 prósent frá 2016. Samhliða því hafa ný fyrirtæki hafið rekstur, önnur stækkað við sig og nýr miðbær risið á Selfossi. Allt hefur þetta gjörbreytt allri ásýnd bæjarins. Sveitarfélagið Árborg er þekkt sem þjónustusvæði og óumdeilt að Selfoss er þar í lykilhlutverki sem höfuðstaður verslunar og þjónustu. Ég vil þó með pistli þessum benda á ný tækifæri á Selfossi og í sveitarfélaginu fyrir starfsemi fyrirtækja. Nýjar atvinnulóðir á besta stað Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið að því að fjölga atvinnulóðum til úthlutunar og eru hátt í tuttugu atvinnulóðir tilbúnar, eða að verða tilbúnar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð og eru staðsettar við innkomuna á Selfoss (utan ár) við Suðurlandsveg og í Víkurheiði sem liggur meðfram Eyrarbakkavegi. Á myndunum má sjá fjölbreyttar og vel staðsettar lóðir undir atvinnustarfsemi.Aðsend Margir spennandi kostir eru í sveitarfélaginu og nú þegar ný brú yfir Ölfusár er í smíðum skapast enn frekari tækifæri á svæðinu utan ár, næst nýja Suðurlandsveginum. Svæði undir iðnað og aðra atvinnustarfsemi suður af Selfossi og nær Eyrarbakka og Stokkseyri er kjörið fyrir atvinnurekstur sem þarf að vera í grennd við inn- og útflutningshöfn eins og Þorlákshöfn. Framundan er að klára deiliskipulag á nýju atvinnusvæði við Eyrarbakkaveg þar sem í boði verða stærri lóðir undir atvinnustarfsemi sem þarfnast aukins rýmis. Lægri gatnagerðargjöld Fjölbreytt atvinnustarfsemi eykur verðmætasköpun og bætir hag íbúanna. Það er mikilvægt að opinberir aðilar styðji við uppbyggingu atvinnulífs með hóflegri gjaldtöku og nægu lóðaframboði. Bæjaryfirvöld í Árborg vilja með nýsamþykktri atvinnustefnu stuðla að slíkri þróun á svæðinu enda styrkir það samfélagið í heild. Í því ljósi hafa verið gerðar breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir atvinnulóðir. Þar er um að ræða fimmtíu prósent lækkun gjalda sem ég tel að geri Sveitarfélagið Árborg samkeppnishæfara og enn áhugaverðari valkost fyrir nýja atvinnustarfsemi í öflugu og vaxandi þéttbýli rétt utan höfuðborgarsvæðisins þar sem er bæði gott að búa og starfa. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar