Litla landið sem kennir heiminum – Ísland og þróunarsamvinna í gegnum menntun GRÓ skólanna Verena Karlsdóttir, Hreiðar Þór Valtýsson og Þór Heiðar Ásgeirsson skrifa 27. júní 2025 08:00 Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Þróunarsamvinna Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar umræðan um þróunarsamvinnu fer af stað beinist athyglin oft að stórum tölum – fjárfestingum, mannúðaraðstoð og fjárstyrkjum sem hljóma stórt og kosta mikið. En það sem oft sést ekki er það sem hefur djúpstæðust og varanlegust áhrif: þekking, hæfni, færni og menntun sem byggir upp getu fólks til að breyta eigin samfélögum innan frá. Í þeim efnum hefur Ísland farið sína eigin leið – og hún hefur reynst áhrifarík. Undir merkjum UNESCO rekur Ísland GRÓ, alþjóðlega menntamiðstöð (e. GRÓ centre) sem sameinar fjóra sérhæfða skóla: Jarðhitaskólann, Sjávarútvegsskólann, Landgræðsluskólann og Jafnréttisskólann. Þessir skólar eru ekki hefðbundnir háskólar, heldur þróunarverkefni með mikla sérstöðu; vettvangur þar sem íslensk sérfræðiþekking á sviðum sem við teljum okkur best í er miðlað áfram til leiðtoga framtíðarinnar í þróunarríkjum. GRÓ er ekki vettvangur þar sem fræðin streyma í eina átt, heldur er það staður samræðna, reynslu og virkrar þátttöku. Nálgunin er einstaklingsmiðuð og hefst samráð við heimalönd þátttakenda löngu áður en félagarnir stíga fæti á íslenska grund. Ekki er litið á þá sem taka þátt í námskeiðinu á Íslandi sem nemendur heldur félaga (e. fellows) eða fagfólk sem er yfirleitt vel menntað og reynslumikið fólk og er áherslan að deila reynslu og þekkingu innan hópsins. Markmið, menningarlegar forsendur og væntingar nemenda eru kortlagðar með viðtölum og greiningum. Þannig verður námið persónulegt, hagnýtt, og beintengt raunverulegum áskorunum heima fyrir. Sjávarútvegsskóli GRÓ, sem hóf starfsemi árið 1998 undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations University), er skýrt dæmi um frábæran árangur. Þar nýta sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Fiskistofu, Matís og ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi innsýn sína í sjávarútveg og matvælaöryggi til að efla þátttakendur sem koma víðs vegar að úr heiminum. Þjálfunarnámið er rannsóknarmiðað og spannar sex mánuði, og því lýkur með verkefni sem snýr beint að aðstæðum í heimalandi þátttakenda, til dæmis gæðastjórnun í fiskvinnslu á Zanzibar, stofnmati á nytjategundum á Kúbu, eða ráðgjöf fyrir smábátaútgerð í Gana. Það er freistandi að halda að Ísland – með sínum 400.000 íbúum – geti ekki átt stóran þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, en frá stofnun hefur Sjávarútvegsskóli GRÓ þjálfað meira an 500 sérfræðinga frá um 60 löndum. En einmitt vegna smæðarinnar hefur Ísland þróað vinnulag sem byggir ekki á miklum peningum, heldur nánu sambandi vísindafólks og hagaðila, sveigjanleika og virku jafnræði. Lærdómurinn verður ekki til í fyrirlestrasalnum heldur í samtali, samstarfi og raunverulegum aðstæðum. Sú þekking og reynsla sem verður til í Sjávarútvegsskólanum er einnig flutt út til samstarfslandanna í formi námskeiða og vinnustofa í samstarfi við fyrrum nemendur og samstarfsstofnanir. Leiðbeinendur, sem koma úr helstu samstarfstofnunum og iðnaðinum, eru ekki fulltrúar yfirvalda heldur hvatamenn sem styðja þátttakendur til að finna eigin lausnir. Það er þessi nálgun – valdefling, ekki yfirráð – sem skilar árangri. Þegar þátttakendur snúa aftur heim hafa þeir ekki aðeins bætt við sig fræðilegri kunnáttu, heldur öðlast hagnýt verkfæri til að leiða breytingar: til að efla atvinnulíf, auka verðmæti aflans, auka jafnrétti, styrkja náttúruvernd eða bæta stjórnsýslu. Þannig verður menntun að raunverulegu þróunarverkefni sem hefur áhrif langt út fyrir skólastofuna. Þessi starfsemi krefst þó tíma og fjármögnunar – ekki óhóflegrar, en stöðugrar. Í ljósi góðs árangurs mætti ætla að stuðningur við GRÓ og sambærileg verkefni væri sjálfsagður þáttur í íslenskri þróunarsamvinnu til framtíðar. Í stað þess að líta á menntun sem aukaatriði í forgangsröðun, ætti að viðurkenna hana sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar, og fjárfesta í henni af ábyrgð og framtíðarsýn. Menntun sem þróunarverkefni er hvorki dýrasta né flóknasta leiðin – en hún er líklega áhrifaríkasta leiðin til að breyta samfélögum til lengri tíma. Ísland hefur hér einstakt tækifæri til að nýta sína sérstöðu, ekki með því að gera allt sjálft, heldur með því að styðja aðra til að nýta sína eigin krafta til að nýta náttúrauðlindir sjávar og lands á sjálfbæran hátt og stuðla að jafnrétti. GRÓ-skólarnir sýna að litla landið á Norður-Atlantshafi getur kennt heiminum margt, ef það heldur áfram að trúa á mátt menntunar, samstarfs og virðingar. Og ef íslensk stjórnvöld og samfélag vilja raunverulega leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar framtíðar á heimsvísu, þá er þetta ein besta leiðin: að fjárfesta í menntun sem leið til umbreytinga. Í heimi þar sem við stefnum stöðugt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, er menntun ekki bara einn þáttur í forgangsröðun – hún er grunnurinn sjálfur. GRÓ-skólarnir sýna að með skýra áherslu á samfélagsleg áhrif og einstaklingsbundna valdeflingu getur smá þjóð sem Ísland orðið stór í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og menntun á sviði nýtingu og verndun náttúruauðlinda, og jafnréttis og því er mikilvægt að efla þessa vinnu enn frekar. Verena Karlsdóttir er lektor við Háskólann á Akureyri Hreiðar Þór Valtýsson er dósent við Háskólann á Akureyri, umsjónarmaður fiskveiðistjórnunarlínu Sjávarútvegsskóla GRÓ Þór Heiðar Ásgeirsson er forstöðumaður Sjávarútvegsskóla GRÓ, Hafrannsóknarstofnun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar