„Drifkraftur að óöryggi og óvissu“ Hjálmtýr Heiðdal skrifar 24. júní 2025 11:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali um árás Ísraels á Íran á Rás 2. 20. júní. sl. „að Íran er helsti drifkrafturinn að óöryggi og óvissu á svæðinu“. Það er sannleikur í þessum orðum hennar – en ekki sá sem hún ætlar okkur að meðtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru ekki Norðurlöndin eða Evrópa sem Íran ógnar og gerir óörugg og óviss, líkt og ÞGK sagði í viðtali á visir.is 22. 6. sl. – heldur eru það fyrst og fremst Ísrael og Bandaríkin sem telja Íran vera ógn við sig og sín áform. Glæpur Írans er ekki möguleg framleiðsla kjarnorkuvopna. Það er andstaða Írana við glæpaverk Ísraels og stuðningur þeirra við Palestínumenn. Þess vegna er ráðist gegn landinu. Yfirvarpið er auðvitað eins og þegar ráðist var á Írak; Saddam var einnig sakaður um framleiðslu gereyðingavopna. Þá var útvarpað þeirri lygi að Írak ógnaði heimsbyggðinni. Saddam studdi einnig Palestínumenn og ógnaði þar með Ísrael – og fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Saddam kúgaði Íraka en hann átti engin gereyðingavopn. Klerkastjórnin í Íran brýtur gegn mannréttindum Írana en stjórnin ógnar ekki heimsbyggðinni. Stjórn Írans ógnar öryggi Ísraels og stefnu Bandaríkjanna. Í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í mars sl. sagði Tulsi Gabbard yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar „að Íran sé ekki að smíða kjarnorkuvopn og að æðsti leiðtoginn Khamenei hafi ekki heimilað kjarnorkuvopnaáætlunina sem hann stöðvaði árið 2003“. Að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er úranið sem Íranir hafa auðgað ekki nothæft til kjarnorkuvopnaframleiðslu og það tæki marga mánuði að undirbúa og smíða kjarnorkuvopn ef Íranir ætluðu að gera það. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, segir að engar vísbendingar séu til þess að Íran sé að smíða kjarnorkusprengju. Bandaríkin bera ábyrgð Til þess að málið sé skoðað í samhengi verður að minnast þess að það var Trump sem sagði Bandaríkin frá þeim samningi sem þau ásamt Bretlandi, Rússlandi, Kína, Þýskalandi og Frakklandi gerðu við Íran árið 2015 um þróun kjarnorkuiðnaðar landsins. Og til þess að skilja hver þáttur og ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessi máli öllu er rétt að minna að kjarnorkuþróun Íran hófst á tímum Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara með fulltingi Bandaríkjanna. Enda var keisarinn bandamaður BNA og kúgaði þjóð sína grimmt eftir að Bandaríkin og Bretland komu honum til valda þegar CIA og MI6 steyptu lýðræðislega kjörinni stjórnMohammad Mosaddegh árið 1953. Uppeldisstöð andspyrnunnar ÞKG sagði ennfremur: „Við skulum hafa það í huga að þótt að samkvæmt alþjóðalögum eru þessar árásir Ísraels [á Íran] ólögmætar, það var ekkert sem gaf til kynna að Íran væri að ráðast á Ísrael“ Þetta er rétt hjá Þorgerði - Íran hefur aldrei ráðist á Ísrael. Íran hefur eingöngu svarað ólöglegum árásum Ísraels. Og ÞKG kemur sjálf með skýringu hvers vegna Íran ógnar Ísrael: „Þeir hafa verið ákveðin uppeldisstöð bæði fyrir Hamas og Hezbollah og Húta í Jemen ...“ Hverskonar hreyfingar eru það sem Íran styður? Það eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgangi og árásum Ísraels. Þær ógna öryggi Ísraels, landsins sem hefur ítrekað ráðist gegn nágrannalöndum sínum og rænt landi og drepið fólk. Hezbollah hreyfingin var stofnuð eftir innrás Ísraels í Líbanon 1982. Þá drap Ísraelsher tugþúsundir Líbana og ollu gífurlegu eignatjóni. Hamas var stofnað 1987 eftir fjörtíu ára kúgun síonistastjórna Ísraels gegn Palestínumönnum. Hútar eru andspyrnuhreyfing í Yemen sem hefur stutt Palestínumenn með aðgerðum sínum gegn skipaflutningum sem gagnast Ísrael – og ógnar því Ísrael. Það ber allt að sama brunni, hreyfingar sem Íran styður eru andstöðuhreyfingar gegn Ísrael og ógnin sem Þorgerður Katrín segir Íran vera við heimsbyggðina er ógnin gegn Ísrael – árásaraðilanum. Trump ræddi árangur sprengjuárásanna á Íran við blaðamenn um borð í flugvél forsetaembættisins Air Force One þ. 22. 6. og sagði: „við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael.“ Það þarf ekki frekar vitnanna við, ógnin er gegn Ísrael – ógnvaldi svæðisins. Stjórnvöld Bandaríkjanna, sem fyrirskipuðu árásir bandarískra sprengjuflugvéla á kjarnorkuver í Íran, hafa ekki neina áætlun um hvað gerist næst í Íran, frekar en þeir höfðu í Afganistan, Írak, Líbýu eða Sýrlandi eftir árásir á þau lönd. Eina markmiðið er að verja Ísrael, útvörð heimsvaldastefnu BNA. Biden fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði 1986 og endurtók nýlega: „ef Ísrael væri ekki til þá þyrftum við að búa það til.“ Þjóðarmorðið heldur áfram Þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínumönnum heldur áfram með stuðningi Vesturveldanna. Árásin á Íran, byggð á lygum, er liður í því að skapa Ísrael sterkari stöðu til að ganga æ harðar fram og á endanum að yfirtaka alla Palestínu eftir dráp á hundruðum þúsunda frumbyggja landsins. Það er óþolandi að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands segi óöryggi Ísraels og Bandaríkjanna vera okkar óöryggi. Með málflutningi sínum gengur hún erinda ríkjanna sem bera ábyrgð á óvissuni og óörygginu auk þjóðarmorðsins í Mið-Austurlöndum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali um árás Ísraels á Íran á Rás 2. 20. júní. sl. „að Íran er helsti drifkrafturinn að óöryggi og óvissu á svæðinu“. Það er sannleikur í þessum orðum hennar – en ekki sá sem hún ætlar okkur að meðtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru ekki Norðurlöndin eða Evrópa sem Íran ógnar og gerir óörugg og óviss, líkt og ÞGK sagði í viðtali á visir.is 22. 6. sl. – heldur eru það fyrst og fremst Ísrael og Bandaríkin sem telja Íran vera ógn við sig og sín áform. Glæpur Írans er ekki möguleg framleiðsla kjarnorkuvopna. Það er andstaða Írana við glæpaverk Ísraels og stuðningur þeirra við Palestínumenn. Þess vegna er ráðist gegn landinu. Yfirvarpið er auðvitað eins og þegar ráðist var á Írak; Saddam var einnig sakaður um framleiðslu gereyðingavopna. Þá var útvarpað þeirri lygi að Írak ógnaði heimsbyggðinni. Saddam studdi einnig Palestínumenn og ógnaði þar með Ísrael – og fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Saddam kúgaði Íraka en hann átti engin gereyðingavopn. Klerkastjórnin í Íran brýtur gegn mannréttindum Írana en stjórnin ógnar ekki heimsbyggðinni. Stjórn Írans ógnar öryggi Ísraels og stefnu Bandaríkjanna. Í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í mars sl. sagði Tulsi Gabbard yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar „að Íran sé ekki að smíða kjarnorkuvopn og að æðsti leiðtoginn Khamenei hafi ekki heimilað kjarnorkuvopnaáætlunina sem hann stöðvaði árið 2003“. Að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er úranið sem Íranir hafa auðgað ekki nothæft til kjarnorkuvopnaframleiðslu og það tæki marga mánuði að undirbúa og smíða kjarnorkuvopn ef Íranir ætluðu að gera það. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, segir að engar vísbendingar séu til þess að Íran sé að smíða kjarnorkusprengju. Bandaríkin bera ábyrgð Til þess að málið sé skoðað í samhengi verður að minnast þess að það var Trump sem sagði Bandaríkin frá þeim samningi sem þau ásamt Bretlandi, Rússlandi, Kína, Þýskalandi og Frakklandi gerðu við Íran árið 2015 um þróun kjarnorkuiðnaðar landsins. Og til þess að skilja hver þáttur og ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessi máli öllu er rétt að minna að kjarnorkuþróun Íran hófst á tímum Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara með fulltingi Bandaríkjanna. Enda var keisarinn bandamaður BNA og kúgaði þjóð sína grimmt eftir að Bandaríkin og Bretland komu honum til valda þegar CIA og MI6 steyptu lýðræðislega kjörinni stjórnMohammad Mosaddegh árið 1953. Uppeldisstöð andspyrnunnar ÞKG sagði ennfremur: „Við skulum hafa það í huga að þótt að samkvæmt alþjóðalögum eru þessar árásir Ísraels [á Íran] ólögmætar, það var ekkert sem gaf til kynna að Íran væri að ráðast á Ísrael“ Þetta er rétt hjá Þorgerði - Íran hefur aldrei ráðist á Ísrael. Íran hefur eingöngu svarað ólöglegum árásum Ísraels. Og ÞKG kemur sjálf með skýringu hvers vegna Íran ógnar Ísrael: „Þeir hafa verið ákveðin uppeldisstöð bæði fyrir Hamas og Hezbollah og Húta í Jemen ...“ Hverskonar hreyfingar eru það sem Íran styður? Það eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgangi og árásum Ísraels. Þær ógna öryggi Ísraels, landsins sem hefur ítrekað ráðist gegn nágrannalöndum sínum og rænt landi og drepið fólk. Hezbollah hreyfingin var stofnuð eftir innrás Ísraels í Líbanon 1982. Þá drap Ísraelsher tugþúsundir Líbana og ollu gífurlegu eignatjóni. Hamas var stofnað 1987 eftir fjörtíu ára kúgun síonistastjórna Ísraels gegn Palestínumönnum. Hútar eru andspyrnuhreyfing í Yemen sem hefur stutt Palestínumenn með aðgerðum sínum gegn skipaflutningum sem gagnast Ísrael – og ógnar því Ísrael. Það ber allt að sama brunni, hreyfingar sem Íran styður eru andstöðuhreyfingar gegn Ísrael og ógnin sem Þorgerður Katrín segir Íran vera við heimsbyggðina er ógnin gegn Ísrael – árásaraðilanum. Trump ræddi árangur sprengjuárásanna á Íran við blaðamenn um borð í flugvél forsetaembættisins Air Force One þ. 22. 6. og sagði: „við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael.“ Það þarf ekki frekar vitnanna við, ógnin er gegn Ísrael – ógnvaldi svæðisins. Stjórnvöld Bandaríkjanna, sem fyrirskipuðu árásir bandarískra sprengjuflugvéla á kjarnorkuver í Íran, hafa ekki neina áætlun um hvað gerist næst í Íran, frekar en þeir höfðu í Afganistan, Írak, Líbýu eða Sýrlandi eftir árásir á þau lönd. Eina markmiðið er að verja Ísrael, útvörð heimsvaldastefnu BNA. Biden fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði 1986 og endurtók nýlega: „ef Ísrael væri ekki til þá þyrftum við að búa það til.“ Þjóðarmorðið heldur áfram Þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínumönnum heldur áfram með stuðningi Vesturveldanna. Árásin á Íran, byggð á lygum, er liður í því að skapa Ísrael sterkari stöðu til að ganga æ harðar fram og á endanum að yfirtaka alla Palestínu eftir dráp á hundruðum þúsunda frumbyggja landsins. Það er óþolandi að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands segi óöryggi Ísraels og Bandaríkjanna vera okkar óöryggi. Með málflutningi sínum gengur hún erinda ríkjanna sem bera ábyrgð á óvissuni og óörygginu auk þjóðarmorðsins í Mið-Austurlöndum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar