„Jákvæð viðbrögð“ um veiðigjaldið? Heimir Örn Árnason skrifar 21. júní 2025 12:00 Þann 18. júní hélt Eydís Ásbjörnsdóttur, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, því fram á Alþingi að stjórnarliðar hefðu fengið „jákvæð viðbrögð“ sveitarstjórnarfólks um land allt við tvöföldun veiðigjalda og hvatti stjórnarandstöðuna til að „tala við sitt fólk“. Við – kjörnir fulltrúar í stærstu sjávarútvegssveitarfélögum kjördæmisins hennar – erum einmitt „fólkið“ sem þingmaðurinn á að hafa talað við. Umsagnir okkar og kollega um þetta sama frumvarp segjast hins vegar annað: Hvað sögðu sveitarfélögin í raun? Sveitarfélag Tilvitnun úr umsögn Akureyrarbær Hækkunin „grefur undan fjárfestingu og stöðugleika í atvinnulífi bæjarins.“ Norðurþing Varar við verulegri tekjuáhættu og „óþolandi misræmi“ þar sem stærstur hluti hækkunarinnar lendir á kjördæminu. Langanesbyggð Bendir á að gjöldin „geta grafið undan byggðafestu“ þar sem sjávarútvegur standi undir grunni sveitarfélagsins. Vopnafjarðarhreppur Telur frumvarpið setja „hagsmuni samfélagsins í uppnám“ með skertum fjárfestingartækifærum og færri störfum. Fjarðabyggð Bæjarráð „mótmælir harðlega“ að hækkunin bitni einkum „á landsbyggðinni“. Vestmannaeyjabær „Óásættanlegt að leggja fram tvöföldun veiðigjalda án mats á áhrifum á sveitarfélög; getur orðið gífurlegt högg.“ Vesturbyggð Varar við að gjaldið verði „of íþyngjandi fyrir smærri útgerðir“ og krefst skýrra svara um hvernig innheimtan nýtist byggðunum. Ísafjarðarbær Hækkunin sé „bein ógn við byggðafestu“ á Vestfjörðum. Bolungarvíkurkaupstaður Hefur „áhyggjur af aukinni gjaldtöku og mögulegri samþjöppun“ sem leiði til fækkunar starfa og minni samfélagsþátttöku. Snæfellsbær Telur gjaldið „kæfa nýsköpun og áform um fjölgun starfa.“ Suðurnesjabær Varar við „skaðlegum áhrifum á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki.“ Akraneskaupstaður Kallar eftir áhrifamati; „Óvissa skapar fyrirtækjum erfiðleika… stöðugleiki í starfsumhverfi sjávarútvegs skiptir verulega miklu máli.“ Dalvíkurbyggð Segir með ólíkindum að hækkunin sé talin áhrifalítil; vísar til þess að sjávarútvegur standi undir 34% launa í sveitarfélaginu. Grindavíkurbær Minnir á náttúruhamfarir og varar við að hækkunin bæti 400m.kr. á útgerðir sem þegar glími við fordæmalausar áskoranir. Þetta minnir lítið á „jákvæð“ viðbrögð – nema orðið hafi skipt um merkingu. Hún hafði þetta rétt… árið 2018 Þann 2. nóvember 2018, sem formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, undirritaði Eydís bókun sem taldi 10 % aukaálag á uppsjávarútgerðir „ósanngjarnan landsbyggðarskatt“ sem gengi beint á sveitarfélög með öflugan sjávarútveg. Sömu rök heyrist nú – en nú kallar hún viðbrögðin „jákvæð“. Allt einn misskilningur Að lýsa ofangreindum umsögnum sem „jákvæðum viðbrögðum“ eru einfaldlega alger öfugmæli. Sami þingmaður hefur líka lýst ánægju með breytingar á strandveiðikerfinu sem færa kvóta frá Norðaustur‑ til Norðvesturkjördæmis. Allt grefur þetta undan núverandi kerfi sem skapar atvinnu og verðmæti í kjördæminu og sjávarútvegi um allt land. Kerfi sem skapar byggðafestu og veitir heilsársstörf. Ég hvet Alþingi til að hlusta á málefnalegar athugasemdir sveitarfélaganna áður en lokaniðurstaða er fest á blað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, formaður bæjarráðs á Akureyri og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegsfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Heimir Örn Árnason Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 18. júní hélt Eydís Ásbjörnsdóttur, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, því fram á Alþingi að stjórnarliðar hefðu fengið „jákvæð viðbrögð“ sveitarstjórnarfólks um land allt við tvöföldun veiðigjalda og hvatti stjórnarandstöðuna til að „tala við sitt fólk“. Við – kjörnir fulltrúar í stærstu sjávarútvegssveitarfélögum kjördæmisins hennar – erum einmitt „fólkið“ sem þingmaðurinn á að hafa talað við. Umsagnir okkar og kollega um þetta sama frumvarp segjast hins vegar annað: Hvað sögðu sveitarfélögin í raun? Sveitarfélag Tilvitnun úr umsögn Akureyrarbær Hækkunin „grefur undan fjárfestingu og stöðugleika í atvinnulífi bæjarins.“ Norðurþing Varar við verulegri tekjuáhættu og „óþolandi misræmi“ þar sem stærstur hluti hækkunarinnar lendir á kjördæminu. Langanesbyggð Bendir á að gjöldin „geta grafið undan byggðafestu“ þar sem sjávarútvegur standi undir grunni sveitarfélagsins. Vopnafjarðarhreppur Telur frumvarpið setja „hagsmuni samfélagsins í uppnám“ með skertum fjárfestingartækifærum og færri störfum. Fjarðabyggð Bæjarráð „mótmælir harðlega“ að hækkunin bitni einkum „á landsbyggðinni“. Vestmannaeyjabær „Óásættanlegt að leggja fram tvöföldun veiðigjalda án mats á áhrifum á sveitarfélög; getur orðið gífurlegt högg.“ Vesturbyggð Varar við að gjaldið verði „of íþyngjandi fyrir smærri útgerðir“ og krefst skýrra svara um hvernig innheimtan nýtist byggðunum. Ísafjarðarbær Hækkunin sé „bein ógn við byggðafestu“ á Vestfjörðum. Bolungarvíkurkaupstaður Hefur „áhyggjur af aukinni gjaldtöku og mögulegri samþjöppun“ sem leiði til fækkunar starfa og minni samfélagsþátttöku. Snæfellsbær Telur gjaldið „kæfa nýsköpun og áform um fjölgun starfa.“ Suðurnesjabær Varar við „skaðlegum áhrifum á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki.“ Akraneskaupstaður Kallar eftir áhrifamati; „Óvissa skapar fyrirtækjum erfiðleika… stöðugleiki í starfsumhverfi sjávarútvegs skiptir verulega miklu máli.“ Dalvíkurbyggð Segir með ólíkindum að hækkunin sé talin áhrifalítil; vísar til þess að sjávarútvegur standi undir 34% launa í sveitarfélaginu. Grindavíkurbær Minnir á náttúruhamfarir og varar við að hækkunin bæti 400m.kr. á útgerðir sem þegar glími við fordæmalausar áskoranir. Þetta minnir lítið á „jákvæð“ viðbrögð – nema orðið hafi skipt um merkingu. Hún hafði þetta rétt… árið 2018 Þann 2. nóvember 2018, sem formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, undirritaði Eydís bókun sem taldi 10 % aukaálag á uppsjávarútgerðir „ósanngjarnan landsbyggðarskatt“ sem gengi beint á sveitarfélög með öflugan sjávarútveg. Sömu rök heyrist nú – en nú kallar hún viðbrögðin „jákvæð“. Allt einn misskilningur Að lýsa ofangreindum umsögnum sem „jákvæðum viðbrögðum“ eru einfaldlega alger öfugmæli. Sami þingmaður hefur líka lýst ánægju með breytingar á strandveiðikerfinu sem færa kvóta frá Norðaustur‑ til Norðvesturkjördæmis. Allt grefur þetta undan núverandi kerfi sem skapar atvinnu og verðmæti í kjördæminu og sjávarútvegi um allt land. Kerfi sem skapar byggðafestu og veitir heilsársstörf. Ég hvet Alþingi til að hlusta á málefnalegar athugasemdir sveitarfélaganna áður en lokaniðurstaða er fest á blað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, formaður bæjarráðs á Akureyri og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegsfélaga.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun