Skattgreiðendur látnir borga brúsann Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 10:01 Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Málið varðandi ágreining Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara var leyst af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og þáverandi dómsmálaráðherra, á faglegan og vandaðan hátt síðasta haust með tilliti til tveggja lögfræðiálita. Helgi fór um sama leyti í veikindaleyfi en sneri síðan aftur til starfa 20. desember. Fékk hann af því tilefni þau skilaboð frá Sigríði að honum yrðu hvorki falin verkefni né hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Guðrún sat þá í starfsstjórn og daginn eftir tók ný ríkisstjórn formlega við völdum. Hvað hefði verið sagt hefði Guðrún tekið einhverjar stórar ákvarðanir í málinu rétt fyrir jólin sitjandi í starfsstjórn rétt áður en ný ríkisstjórn tók við völdum þegar ljóst varð að ríkissaksóknari ætlaði ekki að virða úrskurð dómsmálaráðherra í málinu þegar á reyndi? Fyrir það fyrsta var vitanlega ekkert svigrúm til þess sem fyrr segir. Í annan stað hefði hún þá án efa verið gagnrýnd fyrir það að láta málið ekki bíða nýs ráðherra. Bæði vegna tímaskortsins og vegna þess að hún sæti í starfsstjórn. Þess utan hefði Guðrún aldrei farið þá leið sem eftirmaður hennar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fór. Hvernig Þorbjörg kaus að afgreiða málið felur auðvitað í sér algera uppgjöf gagnvart því. Guðrún var gagnrýnd fyrir að taka sex vikur í að afgreiða málið síðasta haust sem að mestu fóru í að bíða eftir áðurnefndum lögfræðiálitum. Þorbjörg lýsti því yfir um jólin eftir að hún tók við embætti dómsmálaráðherra að leysa þyrfti málið „fyrr en seinna.“ Fyrst þyrfti hún að skoða það. Hún tók sex mánuði í það. Lausnin fólst síðan í því að bjóða Helga Magnúsi embætti vararíkislögreglustjóra sem hann afþakkaði. Þá var lausn hennar að setja hann strax á eftirlaun sem annars hefði ekki orðið raunin fyrr en eftir níu ár. Var Þorbjörg að bíða eftir lögfræðiálitum allan þennan tíma? Nei, svo var ekki. Tók svona langan tíma að setja sig inn í málið? Varla. Haft var eftir henni um jólin að sú staða sem komin væri upp hjá embætti ríkissaksóknara væri bagaleg. „Samfélagslegu hagsmunirnir, almannahagsmunirnir í þessu máli eru auðvitað að ákæruvaldið í landinu sé starfshæft,“ sagði hún enn fremur í samtali við Vísi. Brýnt væri með öðrum orðum að leysa málið. Það tók engu að síður sex mánuði fyrir hana að komast að niðurstöðu sem hún reyndi síðan að fría sig ábyrgð á með því að reyna að koma henni á forvera sinn. Við skulum ekki gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorbjörg kýs að leysa mál með þeim hætti að embættismaður taki pokann sinn á kostnað skattgreiðenda. Stutt er síðan hún beitti sömu aðferð til þess að losna við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Honum var sem kunnugt er tilkynnt af henni á dögunum að embætti hans yrði auglýst næsta haust og honum boðið í staðinn embætti lögreglustjórans á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það sem hann hafnaði. Niðurstaðan varð sú að Úlfar verður á fullum launum hjá skattgreiðendum í ár án vinnuframlags. Mögulega vill Þorbjörg einnig kenna Guðrúnu einhvern veginn um það? Hvað embætti ríkissaksóknara annars varðar erum við síðan ekki farin að ræða það hvort Þorbjörg hafi mögulega verið vanhæf til þess að fjalla um málið í ljósi þess að um var að ræða fyrrverandi yfirmenn hennar. Hitt er svo annað mál hvort yfirmenn ríkisstofnana eigi að geta neitað að fela undirmönnum sínum verkefni og lokað á tölvuaðgang þeirra þó þeir hafi fullan rétt til áframhaldandi starfa. Fengið því síðan framgengt fyrir milligöngu ráðherra að þeir hætti störfum af þeim sökum og skattgreiðendur látnir borga brúsann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar