Nú hefst samræmt próf í stærðfræði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:01 Kaldur sviti, hraður hjartsláttur og þvalir lófar. Einbeitingin það mikil að hún reyndi að yfirtaka stressið. „Nú hefst samræmt próf í stærðfræði.“ Svona er minning mín eftir að hafa upplifað að taka samræmt próf sem nemandi. Ég á systur sem er ári eldri en ég og eigum við nokkrar minningar frá því við tókum samræmd próf árið 1997 og 1998. Ég man meira eftir hennar prófi heldur en mínu, því ég fylgdist vel með henni undirbúa sig og taka prófin því ég átti eftir að ganga í gegnum þetta sama ári seinna. Eftir íslenskuprófið hennar man ég að hún gat stært sig af því að hafa svarað rétt þegar spurt var um hvað orðið kafald þýðir. Við ólumst upp með ömmu okkar sem notaði þetta orð mikið og er þetta annað orð yfir snjókomu. Hún var ánægð með sig því það vissi enginn hvað þetta orð þýddi. Einhverjir giskuðu rétt á þetta orð en flestir svöruðu vitlaust. Hvernig mælir þetta kunnáttu íslenskra barna á stöðu þeirra í íslensku? Ef þú elst upp með ömmu þinni ertu góður, heppinn eða hvað? Mínir jafnaldrar muna einnig eftir stærðfræðiprófinu 1997. Nemendur komu grátandi úr því prófi. Ég fann grein í Morgunblaðinu sem fjallaði um þetta umtalaða próf, þar sem spurt var hver tilgangurinn hefði eiginlega verið með þessu prófi? Átti það ekki að mæla kunnáttu? Systir mín tók þetta próf sem var alltof langt og nemendur sem höfðu góða kunnáttu í stærðfræði voru farnir að brotna niður í prófinu. Kennarinn var sveittur að hlaupa á milli, stappa í nemendur stálinu og undir lokin var hann farinn að hjálpa þeim, því hann gat ekki horft upp á þetta ástand. Ég man að ég var í sjokki eftir þetta. Þetta beið mín næsta ár. Ég var samt alveg frekar raunsæ því ég vissi alveg þarna að prófið sem ég myndi fara í yrði ekki svona erfitt. Það gæti bara ekki verið að svona klúður yrði tvö ár í röð. Það var rétt hjá mér. Prófið sem ég tók var betra. Eftir að hafa lokið þessu prófi lá leið mín í framhaldsskóla. Ég man ekki eftir því að hafa þurft að takast á við svona erfitt próf í framhaldsskóla. Ég var bara fegin að hafa komist inn í skólann sem ég vildi og kláraði hann með sóma. Þó var gerð heiðarleg tilraun til að leggja fyrir samræmd próf í framhaldsskólum en þau voru fljótt lögð niður því þau virkuðu ekki þar. Eftir framhaldsskóla sótti ég síðan um háskólanám og háskólinn var ekki að velja inn nemendur eftir samræmdum prófum úr framhaldsskóla. Það heyrðust heldur ekki gagnrýnisraddir að framhaldskólanemendur stæðu ekki undir einkunnum sínum og að einkunnin 8 úr þessum skóla væri ekki það sama og einkunnin 8 úr hinum skólanum. Er það af því að langflestir umsækjendur komast inn í háskólanám nema í þær greinar þar sem er inntökupróf. Af hverju er svona mikil umræða um samanburð á einkunnagjöf á milli grunnskóla en ekki framhaldsskóla? ,,Ef þú hefðir verið í þessum grunnskóla hefðir þú sko ekki fengið A.“ Þurfa framhaldsskólarnir sem eru vinsælir að fara að taka upp inntökupróf svo grunnskólinn sleppi við sleggjudómana? Ég er ekki hlynnt því og finnst á stjórnendum framhaldsskólanna að þeir eru ekkert að velta því fyrir sér heldur. Þeir treysta grunnskólunum fyrir því faglega starfi sem þeir sinna. Ef ég væri nemandi sem er ekki sterkur í íslensku og stærðfræði en ég er frábær í myndmennt, hverju skila samræmd próf mér öðru en niðurbroti? Er hægt að taka samræmt próf í myndmennt? Ég er nemandi í grunnskóla og ég get ekki valið að sleppa íslensku og stærðfræði. Af hverju eru íslenska og stærðfræði mikilvægustu fögin? Íslenska er grunnur alls náms en þú þarft ekki að vita hvað orðið kafald þýðir til að vera góður í íslensku. Börn sem fara í hópíþróttir er raðað eftir getu í lið A-D eða jafnvel F. Börnin sem eru í lakari liðunum gefast frekar upp heldur en hinir en það er þeirra val að vera í þessu áhugamáli. Ég get alveg skrifað aðra grein um áhrif þessarar getuskiptingar, en þarna hafa börnin val og geta hætt í sinni íþrótt og farið í eitthvað annað áhugamál. Öll börn eru í grunnskóla og þeim er kennt eftir aðalnámskrá grunnskóla. Barn getur ekki hætt í grunnskólanum og farið í annað áhugamál. Þeir sem eru lakir í bóklegu námi, gefast þeir þá upp á skólanum? Má það? Fara þeir þá í skólaforðun? Er ekki okkar að ýta styrkleikum nemenda upp og láta þá blómstra í námi. Ef samræmd próf væru í þeirri mynd sem þau voru ættum við þá að senda alla nemendur í samræmt próf ef við vitum að það er ekki gott fyrir þá? Ég hef einnig upplifað að vera kennari og horft á nemendur mína taka samræmd próf. Þá var búið að breyta nafninu í samræmd könnunarpróf til að milda aðeins höggið en stressið var alveg jafn mikið í nemenda hópnum. Á þessum tíma var búið að færa prófin á rafrænt form yfir á spjaldtölvur sem varð til þess að kerfið þoldi ekki allt álagið og prófin frusu. Mikil geðshræring varð meðal nemenda og margir gátu ekki klárað prófin sín. Ég var að hugga nemendur sem sáu fram á að komast ekki inn í Verzlunarskólann af því að þau náðu ekki að klára prófin vegna tæknilegra örðugleika við framkvæmd prófanna. Erum við að efla seiglu og þrautseigju nemenda með því að láta þau ganga í gegnum þetta? Prófunum var hætt og þá tóku við mörg ár án nokkurra prófa. Árin eru búin að vera of mörg. Mikilvægt er að vera með mælitæki, en ekki á sama formi og samræmdu prófin voru. Ég fagna tilkomu Matsferils og hvernig framkvæmd á þeim prófum á að vera. Það þurfa ekki allir að vera tilbúnir miðvikudaginn 26. mars kl. 9:00 að taka samræmt könnunarpróf í stærðfræði. Prófin eru opin á ákveðnu tímabili og leiða hvern nemanda í gegnum prófið og enginn fer sömu leið í því. Þannig fást niðurstöður fyrir hvert og eitt barn og með því fæst möguleiki á því að mæta þörfum þess. Það er ekki þessi ógnar mikla pressa að þú verður að standa þig því annars kemstu ekki inn í Verzló eða MR. Okkur vantar mælikvarðann sem nú er að koma. Matstæki sem vonandi eflir íslenskt skólastarf. Við þurfum Matsferil fyrir fleiri námsgreinar en íslensku og stærðfræði en þó má hann ekki alfarið stýra kennslunni okkar svo allir nemendur fara ekki inn í sama boxið. Við verðum að bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir alla nemendur, ýta styrkleikum þeirra upp og leyfa þeim að efla nám sitt sem tengist þeirra áhugasviði. Við viljum leggja áherslu á skapandi skólastarf og skapandi skil á verkefnum. Samræmd próf mæla það ekki. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Kaldur sviti, hraður hjartsláttur og þvalir lófar. Einbeitingin það mikil að hún reyndi að yfirtaka stressið. „Nú hefst samræmt próf í stærðfræði.“ Svona er minning mín eftir að hafa upplifað að taka samræmt próf sem nemandi. Ég á systur sem er ári eldri en ég og eigum við nokkrar minningar frá því við tókum samræmd próf árið 1997 og 1998. Ég man meira eftir hennar prófi heldur en mínu, því ég fylgdist vel með henni undirbúa sig og taka prófin því ég átti eftir að ganga í gegnum þetta sama ári seinna. Eftir íslenskuprófið hennar man ég að hún gat stært sig af því að hafa svarað rétt þegar spurt var um hvað orðið kafald þýðir. Við ólumst upp með ömmu okkar sem notaði þetta orð mikið og er þetta annað orð yfir snjókomu. Hún var ánægð með sig því það vissi enginn hvað þetta orð þýddi. Einhverjir giskuðu rétt á þetta orð en flestir svöruðu vitlaust. Hvernig mælir þetta kunnáttu íslenskra barna á stöðu þeirra í íslensku? Ef þú elst upp með ömmu þinni ertu góður, heppinn eða hvað? Mínir jafnaldrar muna einnig eftir stærðfræðiprófinu 1997. Nemendur komu grátandi úr því prófi. Ég fann grein í Morgunblaðinu sem fjallaði um þetta umtalaða próf, þar sem spurt var hver tilgangurinn hefði eiginlega verið með þessu prófi? Átti það ekki að mæla kunnáttu? Systir mín tók þetta próf sem var alltof langt og nemendur sem höfðu góða kunnáttu í stærðfræði voru farnir að brotna niður í prófinu. Kennarinn var sveittur að hlaupa á milli, stappa í nemendur stálinu og undir lokin var hann farinn að hjálpa þeim, því hann gat ekki horft upp á þetta ástand. Ég man að ég var í sjokki eftir þetta. Þetta beið mín næsta ár. Ég var samt alveg frekar raunsæ því ég vissi alveg þarna að prófið sem ég myndi fara í yrði ekki svona erfitt. Það gæti bara ekki verið að svona klúður yrði tvö ár í röð. Það var rétt hjá mér. Prófið sem ég tók var betra. Eftir að hafa lokið þessu prófi lá leið mín í framhaldsskóla. Ég man ekki eftir því að hafa þurft að takast á við svona erfitt próf í framhaldsskóla. Ég var bara fegin að hafa komist inn í skólann sem ég vildi og kláraði hann með sóma. Þó var gerð heiðarleg tilraun til að leggja fyrir samræmd próf í framhaldsskólum en þau voru fljótt lögð niður því þau virkuðu ekki þar. Eftir framhaldsskóla sótti ég síðan um háskólanám og háskólinn var ekki að velja inn nemendur eftir samræmdum prófum úr framhaldsskóla. Það heyrðust heldur ekki gagnrýnisraddir að framhaldskólanemendur stæðu ekki undir einkunnum sínum og að einkunnin 8 úr þessum skóla væri ekki það sama og einkunnin 8 úr hinum skólanum. Er það af því að langflestir umsækjendur komast inn í háskólanám nema í þær greinar þar sem er inntökupróf. Af hverju er svona mikil umræða um samanburð á einkunnagjöf á milli grunnskóla en ekki framhaldsskóla? ,,Ef þú hefðir verið í þessum grunnskóla hefðir þú sko ekki fengið A.“ Þurfa framhaldsskólarnir sem eru vinsælir að fara að taka upp inntökupróf svo grunnskólinn sleppi við sleggjudómana? Ég er ekki hlynnt því og finnst á stjórnendum framhaldsskólanna að þeir eru ekkert að velta því fyrir sér heldur. Þeir treysta grunnskólunum fyrir því faglega starfi sem þeir sinna. Ef ég væri nemandi sem er ekki sterkur í íslensku og stærðfræði en ég er frábær í myndmennt, hverju skila samræmd próf mér öðru en niðurbroti? Er hægt að taka samræmt próf í myndmennt? Ég er nemandi í grunnskóla og ég get ekki valið að sleppa íslensku og stærðfræði. Af hverju eru íslenska og stærðfræði mikilvægustu fögin? Íslenska er grunnur alls náms en þú þarft ekki að vita hvað orðið kafald þýðir til að vera góður í íslensku. Börn sem fara í hópíþróttir er raðað eftir getu í lið A-D eða jafnvel F. Börnin sem eru í lakari liðunum gefast frekar upp heldur en hinir en það er þeirra val að vera í þessu áhugamáli. Ég get alveg skrifað aðra grein um áhrif þessarar getuskiptingar, en þarna hafa börnin val og geta hætt í sinni íþrótt og farið í eitthvað annað áhugamál. Öll börn eru í grunnskóla og þeim er kennt eftir aðalnámskrá grunnskóla. Barn getur ekki hætt í grunnskólanum og farið í annað áhugamál. Þeir sem eru lakir í bóklegu námi, gefast þeir þá upp á skólanum? Má það? Fara þeir þá í skólaforðun? Er ekki okkar að ýta styrkleikum nemenda upp og láta þá blómstra í námi. Ef samræmd próf væru í þeirri mynd sem þau voru ættum við þá að senda alla nemendur í samræmt próf ef við vitum að það er ekki gott fyrir þá? Ég hef einnig upplifað að vera kennari og horft á nemendur mína taka samræmd próf. Þá var búið að breyta nafninu í samræmd könnunarpróf til að milda aðeins höggið en stressið var alveg jafn mikið í nemenda hópnum. Á þessum tíma var búið að færa prófin á rafrænt form yfir á spjaldtölvur sem varð til þess að kerfið þoldi ekki allt álagið og prófin frusu. Mikil geðshræring varð meðal nemenda og margir gátu ekki klárað prófin sín. Ég var að hugga nemendur sem sáu fram á að komast ekki inn í Verzlunarskólann af því að þau náðu ekki að klára prófin vegna tæknilegra örðugleika við framkvæmd prófanna. Erum við að efla seiglu og þrautseigju nemenda með því að láta þau ganga í gegnum þetta? Prófunum var hætt og þá tóku við mörg ár án nokkurra prófa. Árin eru búin að vera of mörg. Mikilvægt er að vera með mælitæki, en ekki á sama formi og samræmdu prófin voru. Ég fagna tilkomu Matsferils og hvernig framkvæmd á þeim prófum á að vera. Það þurfa ekki allir að vera tilbúnir miðvikudaginn 26. mars kl. 9:00 að taka samræmt könnunarpróf í stærðfræði. Prófin eru opin á ákveðnu tímabili og leiða hvern nemanda í gegnum prófið og enginn fer sömu leið í því. Þannig fást niðurstöður fyrir hvert og eitt barn og með því fæst möguleiki á því að mæta þörfum þess. Það er ekki þessi ógnar mikla pressa að þú verður að standa þig því annars kemstu ekki inn í Verzló eða MR. Okkur vantar mælikvarðann sem nú er að koma. Matstæki sem vonandi eflir íslenskt skólastarf. Við þurfum Matsferil fyrir fleiri námsgreinar en íslensku og stærðfræði en þó má hann ekki alfarið stýra kennslunni okkar svo allir nemendur fara ekki inn í sama boxið. Við verðum að bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir alla nemendur, ýta styrkleikum þeirra upp og leyfa þeim að efla nám sitt sem tengist þeirra áhugasviði. Við viljum leggja áherslu á skapandi skólastarf og skapandi skil á verkefnum. Samræmd próf mæla það ekki. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun