Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir skrifar 18. júní 2025 11:00 Kosningalykt er í loftinu og pólitíkin keppist við að lofa foreldrum að taka yngri og yngri börn inn í leikskólana. En þegar loforðin eru gefin er eins og þögn leggist yfir, þá heyrist oftar en ekki um hvernig á að manna þessa leikskóla. Við þurfum minna af loforðum og meira af raunhæfum áætlunum. Fjárfesting í kennurum er lykillinn Góðir kennarar skipta máli fyrir alla framtíðina. Ef við viljum samfélag þar sem öll börn, óháð uppruna eða aðstæðum, fá raunveruleg tækifæri til náms og betri framtíðar, þá verðum við að fjárfesta í kennurum. Þetta er í anda farsældarlaganna sem skuldbinda okkur til að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að gæðaþjónustu. Jöfn tækifæri byrja með góðri kennslu og góð kennsla byrjar með góðum kennurum. Það skiptir ekki máli hversu marga leikskóla við byggjum ef við höfum ekki fagfólk til að starfa í þeim. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að halda áfram við kennslu. Há starfsmannavelta er kostnaðarsöm, en stöðugleiki í hópi góðra kennara skiptir börnin gríðarlega miklu máli. Í sumum sveitarfélögum hefur mikill metnaður farið í að byggja nýja leikskóla og fjölga plássum fyrir börn. En án fagfólks eru nýju leikskólarnir okkar bara tómar byggingar. Nú er kominn tími til að sýna sama metnað í að fjárfesta í kennurum og starfsfólki sem á að gera þessa leikskóla að raunverulegum menntastofnunum. Stöðugleikinn ræður úrslitum Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru aðeins 27,4% starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna menntaðir kennarar á landsvísu. Þetta þýðir að næstum þrír af hverjum fjórum sem vinna daglega með börnunum okkar eru ekki faglærðir kennarar. Við erum langt frá því markmiði laganna að minnsta kosti 2/3 hlutar starfsfólks hafi viðeigandi menntun. Sérþekking leikskólakennara er ómetanleg Í allri umræðunni um tölur, stefnur og úrræði verðum við að muna hvað skiptir mestu máli, börnin sjálf. Þau eiga skilið að fá að njóta leiðsagnar fagfólks með sérþekkingu á þroska og námi yngstu barna. Kennarar hafa djúpa innsýn í hvernig börn læra, þroskast og tengjast umhverfi sínu. Þeir þekkja þroskamerki og geta brugðist fljótt við ef barn þarf stuðning hvort sem það snýr að málþroska, félagslegri færni eða öðrum þáttum. Þeir búa yfir verkfærum til að móta nám og leik út frá þörfum hvers og eins barns, svo það fái að blómstra á eigin forsendum. Þessi fagþekking á ekki að vera lúxus, hún er forsenda gæða í leikskólastarfi. Þegar við fjárfestum í leikskólakennurum, þá fjárfestum við í framtíð barnanna okkar. Námsleiðir sem virka fyrir starfandi fólk Til að fjölga fagmenntuðum kennurum þurfum við að gera leikskólakennaramenntun aðgengilegri fyrir þá sem þegar starfa í leikskólum. Þetta krefst samvinnu milli ríkis, sveitarfélaga og háskóla um nýstárlegar lausnir. Stytting meðal dvalartíma barna Mörg sveitarfélög hafa farið í markvissar aðgerðir til að stytta meðal dvalartíma barna í leikskólum. Þar sem það hefur tekist hafa starfsaðstæður barna og kennara batnað og daglegt starf orðið rólegra og markvissara. Börn fá meiri athygli og kennarar ná betur að sinna faglegu starfi sínu án þess að vera í stöðugum tímaskorti. Þegar dvalartími er hóflegur, skapast einnig betri skilyrði til að halda í hæft starfsfólk og efla gæði náms og leikskólastarfs. Slíkt skilar sér í meiri stöðugleika á skólastiginu, öllum til hagsbóta. Raunhæf markmið í stað tómra loforða Eina raunhæfa leiðin í dag til þess að brúa bilið á milli leikskóla og fæðingarorlofs er að lengja fæðingarorlofið. Það þarf líka að taka samtalið miklu betur hvað er börnum fyrir bestu á aldursbilinu eins til tveggja ára. Kosningaloforð um að taka inn yngri börn í leikskóla hljóma vel á blaði en án fjárfestingar í fagfólki verða þau að orðum einungis. Ef stjórnvöld ætla sér að standa við þessi loforð þarf að fylgja þeim raunveruleg aðgerðaráætlun. Halda áfram að jafna laun á milli markaða Gera raunhæfa samninga við háskóla sem virka fyrir alla hagaðila Tryggja betri vinnutíma og starfsumhverfi svo fagfólk vilji halda áfram Setjum raunhæf markmið, fjárfestum í fagfólki og tryggjum öllum börnum þá gæðamenntun sem þau eiga skilið. Börnin okkar verðskulda ekki bara byggingar, þau verðskulda menntun. Góð menntun byrjar með góðum kennurum. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningalykt er í loftinu og pólitíkin keppist við að lofa foreldrum að taka yngri og yngri börn inn í leikskólana. En þegar loforðin eru gefin er eins og þögn leggist yfir, þá heyrist oftar en ekki um hvernig á að manna þessa leikskóla. Við þurfum minna af loforðum og meira af raunhæfum áætlunum. Fjárfesting í kennurum er lykillinn Góðir kennarar skipta máli fyrir alla framtíðina. Ef við viljum samfélag þar sem öll börn, óháð uppruna eða aðstæðum, fá raunveruleg tækifæri til náms og betri framtíðar, þá verðum við að fjárfesta í kennurum. Þetta er í anda farsældarlaganna sem skuldbinda okkur til að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að gæðaþjónustu. Jöfn tækifæri byrja með góðri kennslu og góð kennsla byrjar með góðum kennurum. Það skiptir ekki máli hversu marga leikskóla við byggjum ef við höfum ekki fagfólk til að starfa í þeim. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að halda áfram við kennslu. Há starfsmannavelta er kostnaðarsöm, en stöðugleiki í hópi góðra kennara skiptir börnin gríðarlega miklu máli. Í sumum sveitarfélögum hefur mikill metnaður farið í að byggja nýja leikskóla og fjölga plássum fyrir börn. En án fagfólks eru nýju leikskólarnir okkar bara tómar byggingar. Nú er kominn tími til að sýna sama metnað í að fjárfesta í kennurum og starfsfólki sem á að gera þessa leikskóla að raunverulegum menntastofnunum. Stöðugleikinn ræður úrslitum Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru aðeins 27,4% starfsfólks við uppeldi og menntun leikskólabarna menntaðir kennarar á landsvísu. Þetta þýðir að næstum þrír af hverjum fjórum sem vinna daglega með börnunum okkar eru ekki faglærðir kennarar. Við erum langt frá því markmiði laganna að minnsta kosti 2/3 hlutar starfsfólks hafi viðeigandi menntun. Sérþekking leikskólakennara er ómetanleg Í allri umræðunni um tölur, stefnur og úrræði verðum við að muna hvað skiptir mestu máli, börnin sjálf. Þau eiga skilið að fá að njóta leiðsagnar fagfólks með sérþekkingu á þroska og námi yngstu barna. Kennarar hafa djúpa innsýn í hvernig börn læra, þroskast og tengjast umhverfi sínu. Þeir þekkja þroskamerki og geta brugðist fljótt við ef barn þarf stuðning hvort sem það snýr að málþroska, félagslegri færni eða öðrum þáttum. Þeir búa yfir verkfærum til að móta nám og leik út frá þörfum hvers og eins barns, svo það fái að blómstra á eigin forsendum. Þessi fagþekking á ekki að vera lúxus, hún er forsenda gæða í leikskólastarfi. Þegar við fjárfestum í leikskólakennurum, þá fjárfestum við í framtíð barnanna okkar. Námsleiðir sem virka fyrir starfandi fólk Til að fjölga fagmenntuðum kennurum þurfum við að gera leikskólakennaramenntun aðgengilegri fyrir þá sem þegar starfa í leikskólum. Þetta krefst samvinnu milli ríkis, sveitarfélaga og háskóla um nýstárlegar lausnir. Stytting meðal dvalartíma barna Mörg sveitarfélög hafa farið í markvissar aðgerðir til að stytta meðal dvalartíma barna í leikskólum. Þar sem það hefur tekist hafa starfsaðstæður barna og kennara batnað og daglegt starf orðið rólegra og markvissara. Börn fá meiri athygli og kennarar ná betur að sinna faglegu starfi sínu án þess að vera í stöðugum tímaskorti. Þegar dvalartími er hóflegur, skapast einnig betri skilyrði til að halda í hæft starfsfólk og efla gæði náms og leikskólastarfs. Slíkt skilar sér í meiri stöðugleika á skólastiginu, öllum til hagsbóta. Raunhæf markmið í stað tómra loforða Eina raunhæfa leiðin í dag til þess að brúa bilið á milli leikskóla og fæðingarorlofs er að lengja fæðingarorlofið. Það þarf líka að taka samtalið miklu betur hvað er börnum fyrir bestu á aldursbilinu eins til tveggja ára. Kosningaloforð um að taka inn yngri börn í leikskóla hljóma vel á blaði en án fjárfestingar í fagfólki verða þau að orðum einungis. Ef stjórnvöld ætla sér að standa við þessi loforð þarf að fylgja þeim raunveruleg aðgerðaráætlun. Halda áfram að jafna laun á milli markaða Gera raunhæfa samninga við háskóla sem virka fyrir alla hagaðila Tryggja betri vinnutíma og starfsumhverfi svo fagfólk vilji halda áfram Setjum raunhæf markmið, fjárfestum í fagfólki og tryggjum öllum börnum þá gæðamenntun sem þau eiga skilið. Börnin okkar verðskulda ekki bara byggingar, þau verðskulda menntun. Góð menntun byrjar með góðum kennurum. Höfundur er leikskólakennari.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun