Gaslýsing Guðlaugs Þórs Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 18. júní 2025 10:31 Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Framsóknarflokkurinn Heilbrigðiseftirlit Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun