Gaslýsing Guðlaugs Þórs Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 18. júní 2025 10:31 Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Framsóknarflokkurinn Heilbrigðiseftirlit Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfisráðherra, lét í það skína í viðtali á Vísi þann 17. júní að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) mistúlkaði regluverk sem umhverfisráðuneytið hans stóð fyrir að innleiða síðasta sumar. Regluverk sem hefur leitt til aukins flækjustigs í umsóknarferli nýrra veitingastaða. Í regluverkinu er skýrt kveðið á um að nýir veitingastaðir þurfi að fara í gegnum fjögurra vikna umsagnar- og auglýsingarferli áður en starfsleyfi er veitt. Þetta hefur gert opnun nýrra veitingastaða erfiðara og tímafrekari. Sem fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), staðfesti ég að bæði HER og SHÍ gerðu ítarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á sínum tíma og bentu á mögulegar afleiðingar þessarar nýju nálgunar. Þær ábendingar voru skýrar og rökstuddar, en engu að síður var regluverkið innleitt óbreytt. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að umræða eigi sér stað um hvernig megi einfalda og bæta starfsleyfisferlið og hefur umræða um umsóknarferlið verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Sjálfur er ég þeirra skoðunar að margt er hægt að bæta til að gera starfsleyfis umsóknarferlið skilvirkara fyrir fyrirtæki t.d. með þvi að sameina heilbrigðiseftirlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu undir eitt eftirlitsvæði. Hins vegar tel ég það ekki réttlátt að varpa ábyrgð á túlkun eða framkvæmd niður á fagfólk eftirlitsaðila, sérstaklega þegar skýrar reglur voru settar af hálfu stjórnvalda sjálfra. Slík framsetning dregur úr trausti á kerfinu og þeim sem sinna mikilvægu eftirlitshlutverki í þágu almennings. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík, formaður SHÍ og fyrrum formaður Heilbrigðisnefndar í Reykjavík.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar