NPA miðstöðin 15 ára Hallgrímur Eymundsson og Þorbera Fjölnisdóttir skrifa 16. júní 2025 10:48 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun