Án greiningar, engin ábyrgð Gísli Már Gíslason skrifar 13. júní 2025 09:01 Ný ríkisstjórn hefur sýnt mikinn metnað í lagasetningu, en í hraðanum virðist mikilvægt grundvallaratriði hafa gleymst: vandaðar greiningar á áhrifum stórra lagafrumvarpa. Þegar verið er að breyta burðarstólpum í samfélaginu og ráðstafa milljörðum af almannafé er það ekki bara óskynsamlegt, heldur beinlínis óábyrgt að sigla í blindni. Hvernig geta þingmenn, fulltrúar okkar allra, tekið upplýstar ákvarðanir um framtíð okkar ef þeir hafa ekki skýra mynd af kostnaði, efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum? Að setja lög án þess að greina áhrif þeirra er eins og að byggja hús án teikninga eða hefja skurðaðgerð án greiningar. Vonin um góða niðurstöðu kemur aldrei í stað vandaðs undirbúnings. Sem hagfræðingur og talsmaður opinna gagna tel ég þetta vera lykilatriði í nútíma lýðræði. Krafan er einföld: Öllum stórum frumvörpum verður að fylgja ítarleg og óháð áhrifagreining. Og það sem meira er, þessar greiningar eiga að vera opinberar svo almenningur, fyrirtæki og fræðasamfélag geti tekið þátt í upplýstri umræðu og veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Góður ásetningur er ekki nóg. Ákvarðanir sem varða okkur öll eiga að byggja á þekkingu og gögnum, ekki vonum og óskhyggju. Það er lágmarkskrafa í ábyrgri stjórnsýslu og grundvöllur trausts milli þings og þjóðar. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur sýnt mikinn metnað í lagasetningu, en í hraðanum virðist mikilvægt grundvallaratriði hafa gleymst: vandaðar greiningar á áhrifum stórra lagafrumvarpa. Þegar verið er að breyta burðarstólpum í samfélaginu og ráðstafa milljörðum af almannafé er það ekki bara óskynsamlegt, heldur beinlínis óábyrgt að sigla í blindni. Hvernig geta þingmenn, fulltrúar okkar allra, tekið upplýstar ákvarðanir um framtíð okkar ef þeir hafa ekki skýra mynd af kostnaði, efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum? Að setja lög án þess að greina áhrif þeirra er eins og að byggja hús án teikninga eða hefja skurðaðgerð án greiningar. Vonin um góða niðurstöðu kemur aldrei í stað vandaðs undirbúnings. Sem hagfræðingur og talsmaður opinna gagna tel ég þetta vera lykilatriði í nútíma lýðræði. Krafan er einföld: Öllum stórum frumvörpum verður að fylgja ítarleg og óháð áhrifagreining. Og það sem meira er, þessar greiningar eiga að vera opinberar svo almenningur, fyrirtæki og fræðasamfélag geti tekið þátt í upplýstri umræðu og veitt stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Góður ásetningur er ekki nóg. Ákvarðanir sem varða okkur öll eiga að byggja á þekkingu og gögnum, ekki vonum og óskhyggju. Það er lágmarkskrafa í ábyrgri stjórnsýslu og grundvöllur trausts milli þings og þjóðar. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar