Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 12. júní 2025 08:30 Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa leikskólamálin í Reykjanesbæ komist í kastljósið og það er ekki að ástæðulausu. Umræðan hefur blossað upp af krafti og óhætt er að segja að margar barnafjölskyldur hafi beðið lengi eftir að þessi mikilvægi málaflokkur fengi verðskuldaða athygli. Fyrir fjórum árum stóð ég einmitt í þeirri stöðu að bíða eftir leikskólaplássi og þótti staðan einfaldlega ólíðandi að þurfa bíða 6-12 mánuðum lengur eftir plássi heldur en vinkonur mínar í öðrum sveitarfélögum. Það var einmitt að þeirri ástæðu að ég bauð mig fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum þar sem upp kom ákveðið loforðakapphlaup um bætingar í leikskólamálum. Samfylkingin stóð þar uppi sem sigurvegarinn, með loforði um dagvistun barna við 18 mánaða aldur. Að ákveðnu leiti er ánægjulegt að sjá umræðuna um leikskólamál blossa upp aftur, því öflugir leikskólar gera grunninn að góðum og barnvænum samfélögum. Á sama tíma er sorglegt að sjá hvað lítið hefur gerst í þessum efnum hjá okkur í Reykjanesbæ. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu í Reykjanesbæ er nú allt að ári hærri en í sambærilegum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Í Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Kópavogi og Mosfellsbæ hefja börn leikskóladvöl að jafnaði á aldrinum 15 til 19 mánaða. Í Reykjanesbæ er þetta bil hins vegar 24 til 29 mánaða og í verstu tilfellum er börnum ekki boðin leikskóladvöl fyrr en þau eru eldri en 30 mánaða. Í Reykjanesbæ starfar þó öflugur hópur dagforeldra, sem eru ekki á vegum bæjarins. Því er ekkert tryggt framboð af þeim og stöðug umræða um innritun barna í leikskóla við 12 mánaða aldur heldur aftur af nýliðun og fjölgun í þeirri starfsstétt. Mv. Skráða dagforeldra í Reykjanesbæ geta þeir tekið á móti 135 börnum, en í Reykjanesbæ eru yfir 700 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Þegar þetta er staðan þurfa margir foreldrar að skiptast á að taka launalaust leyfi, fresta því að fara aftur inn á vinnumarkað og leyta úrlausna sem hafa áhrif á fjárhaf fjölskyldunnar og getur valdið miklu álagi. Leikskólamálin snúast ekki einungis um dagvistun – þau snúast um örvun, félagsskap og framtíð barnanna, möguleika foreldranna og það hvort sveitarfélagið hafi raunverulegan metnað til þess að skara fram úr í þjónustu við barnafjölskyldur. Þegar þessi grunnþjónusta sveitarfélagsins er ekki að batna er verið að grafa undan samkeppnisstöðu bæjarins. Barnafjölskyldur leita einfaldlega annað, þangað sem þjónustan er í lagi og þar sem stjórnendur taka ábyrgð. Með þessum skrifum er ég að vekja athygli á að skammtímaráðstafanir meirihlutans hafa ekki virkað, það þarf að spíta í lófana og gera Reykjanesbæ að eina besta sveitafélagi landsins fyrir barnafjölskyldur. Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun