Frá Íslandi til stjarnanna Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2025 09:39 CCP Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa. Leikurinn hefur verið í þróun í höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni síðastliðin þrjú ár. Útgáfan er sögð marka tímamót í sögu CCP og einnig tölvuleikjagerðar á Íslandi, þar sem um er að ræða fyrsta íslenska tölvuleikinn sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þó EVE Frontier deili söguheimi með EVE Online, sem kom út árið 2003, hafa leikirnir í raun ekki beina tengingu þeirra á milli. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem spilarar hafa nærri því fullkomið frelsi til að kanna stærðarinnar vetrarbraut, 23 þúsund ár í framtíðinni. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu segir að fyrirtækið hafi farið ótroðnar slóðir í ýmsum tengist hönnun EVE Frontier og þróun stafræns hagkerfis sem byggir á bálkakeðjutækni. CCP réð hagfræðing frá Seðlabankannum til að vinna við hagkerfi EVE Frontier. Sjá einnig: Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sagði frá opnun EVE Frontier á IGN Live um síðustu helgi, en það er ein stærsta leikjaráðstefna heims. Þá frumsýndi hann einnig The Ancient Dark, nýja stiklu leiksins. Stiklan gefur, smakvæmt áðurnefndri tilkynningu, innsýn inn í hinn opna, djúpa, víðferma og harðneskjulega heim EVE Frontier. Í skugga dularfullra rústa, minja um styrjaldir og eyðileggingu má þó einnig sjá merki endurfæðingu og hina klassískur hringrás dauða og lífs. Baráttu þess að lifa af í miskunnarlausri veröld sem er án takmarkana Einnig var birt á dögunum myndband sem varpar ljósi á spilun leiksins. Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Leikurinn hefur verið í þróun í höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni síðastliðin þrjú ár. Útgáfan er sögð marka tímamót í sögu CCP og einnig tölvuleikjagerðar á Íslandi, þar sem um er að ræða fyrsta íslenska tölvuleikinn sem byggir á bálkakeðjutækni (e. Blockchain). Þó EVE Frontier deili söguheimi með EVE Online, sem kom út árið 2003, hafa leikirnir í raun ekki beina tengingu þeirra á milli. Um er að ræða fjölspilunarleik þar sem spilarar hafa nærri því fullkomið frelsi til að kanna stærðarinnar vetrarbraut, 23 þúsund ár í framtíðinni. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu segir að fyrirtækið hafi farið ótroðnar slóðir í ýmsum tengist hönnun EVE Frontier og þróun stafræns hagkerfis sem byggir á bálkakeðjutækni. CCP réð hagfræðing frá Seðlabankannum til að vinna við hagkerfi EVE Frontier. Sjá einnig: Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sagði frá opnun EVE Frontier á IGN Live um síðustu helgi, en það er ein stærsta leikjaráðstefna heims. Þá frumsýndi hann einnig The Ancient Dark, nýja stiklu leiksins. Stiklan gefur, smakvæmt áðurnefndri tilkynningu, innsýn inn í hinn opna, djúpa, víðferma og harðneskjulega heim EVE Frontier. Í skugga dularfullra rústa, minja um styrjaldir og eyðileggingu má þó einnig sjá merki endurfæðingu og hina klassískur hringrás dauða og lífs. Baráttu þess að lifa af í miskunnarlausri veröld sem er án takmarkana Einnig var birt á dögunum myndband sem varpar ljósi á spilun leiksins.
Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira