Leiðin til Parísar (bókstaflega) Ólafur St. Arnarsson skrifar 5. júní 2025 09:30 Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar