Ekkert kerfi lifir af pólitískan geðþótta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 5. júní 2025 08:17 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti. Þær snúast um traust. Traust á kerfinu. Traust á stjórnmálunum. Og traust á því að við förum eftir leikreglum, sama hver á í hlut. Þess vegna fagna ég því að níu þjóðarleiðtogar Evrópu hafi nýverið stigið fram og kallað eftir nýrri umræðu um hvernig túlkun alþjóðlegra mannréttindareglna samræmist þeim veruleika sem ríki Evrópu glíma nú við. Þar á meðal eru Danmörk, Ítalía, Austurríki og Pólland. Ríki sem, hvert á sinn hátt, hafa þurft að takast á við erfið mál og sýnt vilja til að standa vörð um lýðræðið og innra öryggi sitt. Það er ekki kallað eftir því að afnema mannréttindasamninga, heldur eftir því að stjórnmálamenn fái svigrúm til að axla sína ábyrgð. Því miður var Ísland ekki með í þessari sameiginlegu yfirlýsingu, og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna. Af hverju kýs íslensk ríkisstjórn að sitja hjá þegar Evrópa ræðir hvernig megi byggja upp kerfi sem stendur vörð um mannréttindi án þess að gefa eftir í framkvæmd. Við megum ekki vanmeta þessa umræðu. Festan skiptir máli. Þegar reglur eru óskýrar, þegar kerfið er veikt, þá þrífst óréttlæti. Bæði gagnvart þeim sem þurfa vernd og þeim sem bera ábyrgð á að veita hana. Stjórnmálamenn eiga að leiða þessa umræðu. Ekki hlaupa undan henni og ekki reyna að leysa flókin mál með popúlískum undantekningum. Þegar þingmenn grípa inn í réttmætt stjórnsýsluferli með vísan í sínar persónulegu skoðanir og tilfinningar, þá fer allt kerfið að halla. Það skiptir ekki máli hversu velmeinandi inngripið er, kerfið má ekki ráðast af því hver hringir. Það verður að byggjast á lögum, ramma og faglegum grunni. Kerfið verður að halda. Þess vegna er það grafalvarlegt þegar einstakir þingmenn reyna að hafa áhrif á niðurstöður stjórnvalda með óformlegum hætti. Í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem ég mætti Víði Reynissyni þingmanni Samfylkingarinnar, kom þetta berlega í ljós. Þar viðurkenndi Víðir að hann hefði einn tekið ákvörðun um að leka trúnaðarupplýsingum um meðferð máls hjá allsherjar- og menntamálanefnd til Útlendingastofnunar með það að markmiði að hafa áhrif á ákvörðun stofnunarinnar.. Þetta var ekki ákvörðun nefndarinnar, þó svo að Víðir hafi látið í veðri vaka í samskiptum sínum við Útlendingastofnun að svo væri. Þetta var ákvörðun þingmannsins – gegn vilja annarra nefndarmanna og með þessari ákvörðun rauf hann þagnarskyldu sem á honum hvílir. Við verðum að vera skýr í þessari umræðu. Við þurfum að standa vörð um mannréttindi án þess að gefa afslátt af framkvæmdinni. Það er ekki mannúð að hafa óljósar reglur. Það eru ekki mannréttindi að leyfa pólitískum afskiptum að móta stjórnvaldsákvarðanir. Og það er ekki ábyrgð að forðast að tala skýrt um nauðsyn breytinga. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt það um árabil: Við verndum þá sem verndar þurfa. En við verndum líka réttarríkið, því án þess er enginn öruggur. Hvorki þeir sem hér fæðast né þeir sem hingað koma. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun