Ísland og hafið: viðbrögð við brotum Ísraels á alþjóðalögum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Magnús Magnússon skrifa 4. júní 2025 10:05 Þann 2. maí varð skipið Conscience (ísl. Samviska) á leið til Gaza með hjálpargögn, en áhöfnin var mönnuð almennum borgurum sem gátu ekki setið aðgerðarlausir hjá á meðan þjóðarmorð átti sér stað. Á leið sinni frá Möltu varð skipið fyrir árásum tveggja dróna á alþjóðlegu hafsvæði og allar vísbendingar benda til þess að Ísraelsher hafi verið þar að verki. Fjölmiðlar þar í landi sýndu hvernig þota ísraelska hersins hafi flogið lágflug nálægt ströndum Möltu á svipuðum tíma. Haft var eftir nafnlausum starfsmanni hersins á Möltu að atvikið væri alvarlegt og að Ísrael hafi flogið án leyfis í lofthelgi landsins, og þar með rofið lofthelgi Möltu og Evrópusambandsins. Nú mánuði síðar siglir nýtt skip, Madleen, frá Ítalíu með barnamat, hveiti, hrísgrjón, bleyjur, tíðarvörur, lækningavörur, hækjur og gervi útlimi fyrir börn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð af mannavöldum og hafa stofnanir á borð við UNICEF sagt að þúsundir barna muni svelta til dauða ef ekkert verður aðhafst. Þó alþjóðasamfélagið og -stofnanir standi þegjandi hjá og neiti að grípa til aðgerða eru almennir borgarar, þ.á m. sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem ætla að leggja líf sitt að veði til að koma hjálpargögnum til Gaza. Skipið Madleen er nú undir ströndum Grikklands og hafa Ísraelsmenn þegar sent dróna til að ógna áhöfninni. Hægt er að fylgjast með förinni hér: https://freedomflotilla.org/ffc-tracker/ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem almenningur reynir að brjóta herkví Ísraels en árið 2010 drápu hermenn ríkisins tíu almenna borgara, sem reyndu að sigla með hjálpargögn til Gaza (sjá Mavi Marmara fyrir nánari upplýsingar). Fólkið var skotið margsinnis af stuttu í færi í andlit, höfuð og útlimi og vakti árásin hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins en engar urðu afleiðingarnar. Lögsaga Íslands byggir á lögum – ekki valdi Ísland er strandríki sem reiðir sig á fiskveiðilögsögu, efnahagslögsögu og landhelgi. Ef önnur ríki ætla sér að brjóta gegn þeim rétti með valdi er Ísland illa í stakk búið til þess að verjast enda hefur öryggi Íslands alltaf byggt á því að alþjóðalög séu virt. Þegar Ísrael ræðst á skip í alþjóðlegri lögsögu, á evrópsku áhrifasvæði, án afleiðinga snýst málið ekki aðeins um Gaza og þjóðarmorðið sem þar á sér stað. Þá vaknar sú spurning hvort smáríki eins og Íslandi geti treyst því að eiga tilverurétt sem herlaust ríki í hafi. Við eigum allt undir því að frelsi siglinga og lögsaga á hafi sé virt. Ef vald en ekki lög ræður för er ekkert sem tryggir öryggi og rétt okkar. Siðferðisleg skylda smáríkis á hafi Málið er þó ekki aðeins lagalegt heldur siðferðislegt. Ísland hefur borið kyndil mannréttinda og friðar á alþjóðavísu. Íslensk stjórnvöld ættu því að krefjast þess á alþjóðavettvangi að áhöfn Madleen fái að sigla í öryggi að Gaza og skoða möguleika þess að senda skip með sjálfboðaliðum til fylgdar flotanum. Aðgerðin væri táknræn, friðsæl og fer gegn ólöglegum aðgerðum Ísraels gegn almennum borgurum í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar tekið fyrstu skrefin á alþjóða vettvangi gegn þjóðarmorðinu og stuðningur við flutning hjálpargagna væri sterk aðgerð. Á meðan aðrir flytja vopn skulum við flytja mat og hjálpargögn. Höfundar eru Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Heimildir CNN. (2025, 2. maí). „Aid ship bound for Gaza catches fire after alleged Israeli drone attack off Malta.“ https://edition.cnn.com/2025/05/02/europe/gaza-flotilla-ship-sos-intl-hkn Guardian. (2010, 4. júní). „Gaza flotilla activists were shot in head at close range“ https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results Times of Malta. (2025, 1. júní). „New Freedom Flotilla aid ship sets sail for Gaza, month after attack off Malta.“ https://timesofmalta.com/article/new-freedom-flotilla-aid-ship-sets-sail-gaza-month-attack-off-malta.1110716 Times of Malta. (2025, 2. maí). „Israel military plane circled Malta, hours before flotilla 'drone attack.'“ https://timesofmalta.com/article/israel-military-plane-hovered-malta-hours-flotilla-drone-attack.1109079 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 2. maí varð skipið Conscience (ísl. Samviska) á leið til Gaza með hjálpargögn, en áhöfnin var mönnuð almennum borgurum sem gátu ekki setið aðgerðarlausir hjá á meðan þjóðarmorð átti sér stað. Á leið sinni frá Möltu varð skipið fyrir árásum tveggja dróna á alþjóðlegu hafsvæði og allar vísbendingar benda til þess að Ísraelsher hafi verið þar að verki. Fjölmiðlar þar í landi sýndu hvernig þota ísraelska hersins hafi flogið lágflug nálægt ströndum Möltu á svipuðum tíma. Haft var eftir nafnlausum starfsmanni hersins á Möltu að atvikið væri alvarlegt og að Ísrael hafi flogið án leyfis í lofthelgi landsins, og þar með rofið lofthelgi Möltu og Evrópusambandsins. Nú mánuði síðar siglir nýtt skip, Madleen, frá Ítalíu með barnamat, hveiti, hrísgrjón, bleyjur, tíðarvörur, lækningavörur, hækjur og gervi útlimi fyrir börn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð af mannavöldum og hafa stofnanir á borð við UNICEF sagt að þúsundir barna muni svelta til dauða ef ekkert verður aðhafst. Þó alþjóðasamfélagið og -stofnanir standi þegjandi hjá og neiti að grípa til aðgerða eru almennir borgarar, þ.á m. sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem ætla að leggja líf sitt að veði til að koma hjálpargögnum til Gaza. Skipið Madleen er nú undir ströndum Grikklands og hafa Ísraelsmenn þegar sent dróna til að ógna áhöfninni. Hægt er að fylgjast með förinni hér: https://freedomflotilla.org/ffc-tracker/ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem almenningur reynir að brjóta herkví Ísraels en árið 2010 drápu hermenn ríkisins tíu almenna borgara, sem reyndu að sigla með hjálpargögn til Gaza (sjá Mavi Marmara fyrir nánari upplýsingar). Fólkið var skotið margsinnis af stuttu í færi í andlit, höfuð og útlimi og vakti árásin hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins en engar urðu afleiðingarnar. Lögsaga Íslands byggir á lögum – ekki valdi Ísland er strandríki sem reiðir sig á fiskveiðilögsögu, efnahagslögsögu og landhelgi. Ef önnur ríki ætla sér að brjóta gegn þeim rétti með valdi er Ísland illa í stakk búið til þess að verjast enda hefur öryggi Íslands alltaf byggt á því að alþjóðalög séu virt. Þegar Ísrael ræðst á skip í alþjóðlegri lögsögu, á evrópsku áhrifasvæði, án afleiðinga snýst málið ekki aðeins um Gaza og þjóðarmorðið sem þar á sér stað. Þá vaknar sú spurning hvort smáríki eins og Íslandi geti treyst því að eiga tilverurétt sem herlaust ríki í hafi. Við eigum allt undir því að frelsi siglinga og lögsaga á hafi sé virt. Ef vald en ekki lög ræður för er ekkert sem tryggir öryggi og rétt okkar. Siðferðisleg skylda smáríkis á hafi Málið er þó ekki aðeins lagalegt heldur siðferðislegt. Ísland hefur borið kyndil mannréttinda og friðar á alþjóðavísu. Íslensk stjórnvöld ættu því að krefjast þess á alþjóðavettvangi að áhöfn Madleen fái að sigla í öryggi að Gaza og skoða möguleika þess að senda skip með sjálfboðaliðum til fylgdar flotanum. Aðgerðin væri táknræn, friðsæl og fer gegn ólöglegum aðgerðum Ísraels gegn almennum borgurum í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar tekið fyrstu skrefin á alþjóða vettvangi gegn þjóðarmorðinu og stuðningur við flutning hjálpargagna væri sterk aðgerð. Á meðan aðrir flytja vopn skulum við flytja mat og hjálpargögn. Höfundar eru Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Heimildir CNN. (2025, 2. maí). „Aid ship bound for Gaza catches fire after alleged Israeli drone attack off Malta.“ https://edition.cnn.com/2025/05/02/europe/gaza-flotilla-ship-sos-intl-hkn Guardian. (2010, 4. júní). „Gaza flotilla activists were shot in head at close range“ https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results Times of Malta. (2025, 1. júní). „New Freedom Flotilla aid ship sets sail for Gaza, month after attack off Malta.“ https://timesofmalta.com/article/new-freedom-flotilla-aid-ship-sets-sail-gaza-month-attack-off-malta.1110716 Times of Malta. (2025, 2. maí). „Israel military plane circled Malta, hours before flotilla 'drone attack.'“ https://timesofmalta.com/article/israel-military-plane-hovered-malta-hours-flotilla-drone-attack.1109079
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun