Ísland og hafið: viðbrögð við brotum Ísraels á alþjóðalögum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Magnús Magnússon skrifa 4. júní 2025 10:05 Þann 2. maí varð skipið Conscience (ísl. Samviska) á leið til Gaza með hjálpargögn, en áhöfnin var mönnuð almennum borgurum sem gátu ekki setið aðgerðarlausir hjá á meðan þjóðarmorð átti sér stað. Á leið sinni frá Möltu varð skipið fyrir árásum tveggja dróna á alþjóðlegu hafsvæði og allar vísbendingar benda til þess að Ísraelsher hafi verið þar að verki. Fjölmiðlar þar í landi sýndu hvernig þota ísraelska hersins hafi flogið lágflug nálægt ströndum Möltu á svipuðum tíma. Haft var eftir nafnlausum starfsmanni hersins á Möltu að atvikið væri alvarlegt og að Ísrael hafi flogið án leyfis í lofthelgi landsins, og þar með rofið lofthelgi Möltu og Evrópusambandsins. Nú mánuði síðar siglir nýtt skip, Madleen, frá Ítalíu með barnamat, hveiti, hrísgrjón, bleyjur, tíðarvörur, lækningavörur, hækjur og gervi útlimi fyrir börn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð af mannavöldum og hafa stofnanir á borð við UNICEF sagt að þúsundir barna muni svelta til dauða ef ekkert verður aðhafst. Þó alþjóðasamfélagið og -stofnanir standi þegjandi hjá og neiti að grípa til aðgerða eru almennir borgarar, þ.á m. sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem ætla að leggja líf sitt að veði til að koma hjálpargögnum til Gaza. Skipið Madleen er nú undir ströndum Grikklands og hafa Ísraelsmenn þegar sent dróna til að ógna áhöfninni. Hægt er að fylgjast með förinni hér: https://freedomflotilla.org/ffc-tracker/ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem almenningur reynir að brjóta herkví Ísraels en árið 2010 drápu hermenn ríkisins tíu almenna borgara, sem reyndu að sigla með hjálpargögn til Gaza (sjá Mavi Marmara fyrir nánari upplýsingar). Fólkið var skotið margsinnis af stuttu í færi í andlit, höfuð og útlimi og vakti árásin hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins en engar urðu afleiðingarnar. Lögsaga Íslands byggir á lögum – ekki valdi Ísland er strandríki sem reiðir sig á fiskveiðilögsögu, efnahagslögsögu og landhelgi. Ef önnur ríki ætla sér að brjóta gegn þeim rétti með valdi er Ísland illa í stakk búið til þess að verjast enda hefur öryggi Íslands alltaf byggt á því að alþjóðalög séu virt. Þegar Ísrael ræðst á skip í alþjóðlegri lögsögu, á evrópsku áhrifasvæði, án afleiðinga snýst málið ekki aðeins um Gaza og þjóðarmorðið sem þar á sér stað. Þá vaknar sú spurning hvort smáríki eins og Íslandi geti treyst því að eiga tilverurétt sem herlaust ríki í hafi. Við eigum allt undir því að frelsi siglinga og lögsaga á hafi sé virt. Ef vald en ekki lög ræður för er ekkert sem tryggir öryggi og rétt okkar. Siðferðisleg skylda smáríkis á hafi Málið er þó ekki aðeins lagalegt heldur siðferðislegt. Ísland hefur borið kyndil mannréttinda og friðar á alþjóðavísu. Íslensk stjórnvöld ættu því að krefjast þess á alþjóðavettvangi að áhöfn Madleen fái að sigla í öryggi að Gaza og skoða möguleika þess að senda skip með sjálfboðaliðum til fylgdar flotanum. Aðgerðin væri táknræn, friðsæl og fer gegn ólöglegum aðgerðum Ísraels gegn almennum borgurum í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar tekið fyrstu skrefin á alþjóða vettvangi gegn þjóðarmorðinu og stuðningur við flutning hjálpargagna væri sterk aðgerð. Á meðan aðrir flytja vopn skulum við flytja mat og hjálpargögn. Höfundar eru Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Heimildir CNN. (2025, 2. maí). „Aid ship bound for Gaza catches fire after alleged Israeli drone attack off Malta.“ https://edition.cnn.com/2025/05/02/europe/gaza-flotilla-ship-sos-intl-hkn Guardian. (2010, 4. júní). „Gaza flotilla activists were shot in head at close range“ https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results Times of Malta. (2025, 1. júní). „New Freedom Flotilla aid ship sets sail for Gaza, month after attack off Malta.“ https://timesofmalta.com/article/new-freedom-flotilla-aid-ship-sets-sail-gaza-month-attack-off-malta.1110716 Times of Malta. (2025, 2. maí). „Israel military plane circled Malta, hours before flotilla 'drone attack.'“ https://timesofmalta.com/article/israel-military-plane-hovered-malta-hours-flotilla-drone-attack.1109079 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Þann 2. maí varð skipið Conscience (ísl. Samviska) á leið til Gaza með hjálpargögn, en áhöfnin var mönnuð almennum borgurum sem gátu ekki setið aðgerðarlausir hjá á meðan þjóðarmorð átti sér stað. Á leið sinni frá Möltu varð skipið fyrir árásum tveggja dróna á alþjóðlegu hafsvæði og allar vísbendingar benda til þess að Ísraelsher hafi verið þar að verki. Fjölmiðlar þar í landi sýndu hvernig þota ísraelska hersins hafi flogið lágflug nálægt ströndum Möltu á svipuðum tíma. Haft var eftir nafnlausum starfsmanni hersins á Möltu að atvikið væri alvarlegt og að Ísrael hafi flogið án leyfis í lofthelgi landsins, og þar með rofið lofthelgi Möltu og Evrópusambandsins. Nú mánuði síðar siglir nýtt skip, Madleen, frá Ítalíu með barnamat, hveiti, hrísgrjón, bleyjur, tíðarvörur, lækningavörur, hækjur og gervi útlimi fyrir börn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð af mannavöldum og hafa stofnanir á borð við UNICEF sagt að þúsundir barna muni svelta til dauða ef ekkert verður aðhafst. Þó alþjóðasamfélagið og -stofnanir standi þegjandi hjá og neiti að grípa til aðgerða eru almennir borgarar, þ.á m. sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg, sem ætla að leggja líf sitt að veði til að koma hjálpargögnum til Gaza. Skipið Madleen er nú undir ströndum Grikklands og hafa Ísraelsmenn þegar sent dróna til að ógna áhöfninni. Hægt er að fylgjast með förinni hér: https://freedomflotilla.org/ffc-tracker/ Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem almenningur reynir að brjóta herkví Ísraels en árið 2010 drápu hermenn ríkisins tíu almenna borgara, sem reyndu að sigla með hjálpargögn til Gaza (sjá Mavi Marmara fyrir nánari upplýsingar). Fólkið var skotið margsinnis af stuttu í færi í andlit, höfuð og útlimi og vakti árásin hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins en engar urðu afleiðingarnar. Lögsaga Íslands byggir á lögum – ekki valdi Ísland er strandríki sem reiðir sig á fiskveiðilögsögu, efnahagslögsögu og landhelgi. Ef önnur ríki ætla sér að brjóta gegn þeim rétti með valdi er Ísland illa í stakk búið til þess að verjast enda hefur öryggi Íslands alltaf byggt á því að alþjóðalög séu virt. Þegar Ísrael ræðst á skip í alþjóðlegri lögsögu, á evrópsku áhrifasvæði, án afleiðinga snýst málið ekki aðeins um Gaza og þjóðarmorðið sem þar á sér stað. Þá vaknar sú spurning hvort smáríki eins og Íslandi geti treyst því að eiga tilverurétt sem herlaust ríki í hafi. Við eigum allt undir því að frelsi siglinga og lögsaga á hafi sé virt. Ef vald en ekki lög ræður för er ekkert sem tryggir öryggi og rétt okkar. Siðferðisleg skylda smáríkis á hafi Málið er þó ekki aðeins lagalegt heldur siðferðislegt. Ísland hefur borið kyndil mannréttinda og friðar á alþjóðavísu. Íslensk stjórnvöld ættu því að krefjast þess á alþjóðavettvangi að áhöfn Madleen fái að sigla í öryggi að Gaza og skoða möguleika þess að senda skip með sjálfboðaliðum til fylgdar flotanum. Aðgerðin væri táknræn, friðsæl og fer gegn ólöglegum aðgerðum Ísraels gegn almennum borgurum í Palestínu. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar tekið fyrstu skrefin á alþjóða vettvangi gegn þjóðarmorðinu og stuðningur við flutning hjálpargagna væri sterk aðgerð. Á meðan aðrir flytja vopn skulum við flytja mat og hjálpargögn. Höfundar eru Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og Magnús Magnússon, stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Heimildir CNN. (2025, 2. maí). „Aid ship bound for Gaza catches fire after alleged Israeli drone attack off Malta.“ https://edition.cnn.com/2025/05/02/europe/gaza-flotilla-ship-sos-intl-hkn Guardian. (2010, 4. júní). „Gaza flotilla activists were shot in head at close range“ https://www.theguardian.com/world/2010/jun/04/gaza-flotilla-activists-autopsy-results Times of Malta. (2025, 1. júní). „New Freedom Flotilla aid ship sets sail for Gaza, month after attack off Malta.“ https://timesofmalta.com/article/new-freedom-flotilla-aid-ship-sets-sail-gaza-month-attack-off-malta.1110716 Times of Malta. (2025, 2. maí). „Israel military plane circled Malta, hours before flotilla 'drone attack.'“ https://timesofmalta.com/article/israel-military-plane-hovered-malta-hours-flotilla-drone-attack.1109079
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun