Þér er boðið með, kæri félagi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júní 2025 07:45 Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar