Bensínstöðvardíll og Birkimelur Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. maí 2025 18:32 Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Sjá meira
Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun