Bensínstöðvardíll og Birkimelur Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. maí 2025 18:32 Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun