Tjáningarfrelsi, gagnrýni og Snorri Másson Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 30. maí 2025 12:08 Það hefur færst í vöxt að þeir sem tjá sig opinberlega telji gagnrýni á orðræðu sína jafngilda ritskoðun, jaðarsetningu eða jafnvel aðför að tjáningarfrelsi. Þessi hugmynd virðist nú vera að skjóta rótum í íslenskri umræðu, eins og sjá má í nýlegri grein eftir þingmann Miðflokksins sem birt var á Vísi, Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78. Þar er því haldið fram að tjáningarfrelsinu sé ógnað þegar Samtökin 78 lýsa yfir gagnrýni á opinbera orðræðu forsvarsmanns samtakanna Andrými. Í greininni er gagnrýnin sett fram sem misbeiting valds, sem leiði til útilokunar frá opinberum verkefnum og jafnvel óbeinnar skerðingar á atvinnufrelsi. En þessi túlkun á hugtakinu tjáningarfrelsi stenst hvorki lagalega né lýðræðislega skoðun. Rétt er að taka fram að ég deili áhyggjum höfundar greinarinnar af þróun mála í Bandaríkjunum, þar sem fjölmörg dæmi hafa komið fram um að nemendur og starfsmenn háskóla sem gagnrýnt hafa aðgerðir Ísraelshers hafi orðið fyrir refsandi viðbrögðum, útilokun eða útskúfun. Slík viðbrögð, ef ekki um er að ræða hatursorðræðu eða brot á reglum, eru ámælisverð og vekja upp alvarlegar spurningar um þolmörk gagnrýni í lýðræðisríkjum. En sú staða sem lýst er í íslensku samhengi er annars eðlis. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu hefur hver maður rétt til að láta í ljós hugsanir sínar. En sá réttur ver einstaklinga gegn beinum inngripum ríkisvaldsins í tjáningu, ekki gegn andsvari frá öðrum borgurum, félagasamtökum eða opinberum stofnunum sem meta aðstæður á grundvelli stefnu sinnar. Að borgaraleg samtök sendi bréf til sveitarfélags og lýsi yfir áhyggjum, eins og Samtökin 78 gerðu, er ekki ritskoðun. Það er þátttaka í lýðræðislegri umræðu. Engin opinber ákvörðun hefur verið tekin um útilokun frá starfi eða þjónustu. Engin kærumál hafa verið höfðuð. Það sem gerðist var að félagasamtök beindu athygli að því hvort orðræða tengdra aðila væri samrýmanleg þeim gildum sem opinber stofnun styðst við í stefnumótun sinni. Að vekja slíkar spurningar er ekki ógn við frelsi, heldur eðlilegt lýðræðislegt ferli í samfélagi sem tekur ábyrgð sína alvarlega. Þegar stofnun eins og Amtsbókasafnið á Akureyri fær ábendingu um að forsvarsmaður samstarfsaðila hafi tjáð sig opinberlega með niðrandi eða fordómafullum hætti um tiltekinn samfélagshóp, má og ber stofnuninni að meta hvort slíkt standist stefnu hennar um jafnrétti og mannréttindi. Það er ekki skylda til að grípa til aðgerða, en það er réttmæt krafa að slíkt sé metið málefnalega og í samræmi við lög og reglur um hlutverk opinberra stofnana. Þetta er ekki aðför, þetta er ábyrg stjórnsýsla sem á sér lagalega stoð í jafnréttislögum, mannréttindastefnu sveitarfélaga og almennum kröfum um samræmi og meðalhóf í opinberum ákvörðunum. Ef sá sem gagnrýndur er telur á sig hallað, hefur hann fullt tjáningarfrelsi til að svara fyrir sig, skýra mál sitt eða andmæla túlkun. En hann getur ekki gert kröfu um að aðrir láti hjá líða að bregðast við. Tjáningarfrelsi veitir rétt til að tjá sig, en ekki rétt til að fá að tjá sig án viðbragða. Það veitir heldur ekki sjálfkrafa aðgang að opinberu samstarfi, sérstaklega þegar umdeild orðræða snýr beint að því hvort allir samfélagshópar geti notið öryggis og virðingar á þeim vettvangi. Það hefur aldrei verið svo að allir eigi sjálfkrafa rétt á að nýta opinber húsnæði fyrir viðburði, óháð því hvernig þeir tjá sig um samfélagsmálefni. Opinberar stofnanir þurfa að tryggja að samstarf þeirra við utanaðkomandi aðila brjóti ekki í bága við eigin reglur, lög eða grunngildi. Það að stofnun velti fyrir sér hvort orðræða forsvarsmanna hóps sé samrýmanleg stefnu hennar um virðingu, fjölbreytileika og aðgengi allra að rýminu er ekki ritskoðun. Það er mat á trausti og skilyrðum samstarfs. Það er lögmætt að tjá sig um félagsleg málefni, þar á meðal með gagnrýni á stefnu Samtakanna 78. En það er jafn lögmætt að samtökin, og samfélagið, bregðist við. Það sem ekki má gera er að stilla öllum andsvörum upp sem kúgun. Andmæli eru ekki bann. Þau eru sjálfur grundvöllur frjálsrar umræðu. Það má líka spyrja: Af hverju er það að þegar Samtökin 78 lýsa yfir áhyggjum, þá er það kallað „skoðanakúgun“, en þegar einstaklingar tjá sig opinberlega um transfólk með gagnrýni sem margir telja fordómafulla, þá á það að vera óumdeilt tjáningarfrelsi? Í lýðræði á enginn rétt á að tjá sig án þess að mega búast við mótsvari. Að einhver sé gagnrýndur fyrir orð sín, jafnvel harkalega, er ekki merki um þöggun, heldur þátttöku. Það er lýðræði í reynd hvort sem okkur líkar það eða ekki. Við verðum að viðhalda skýrum aðgreiningum: Tjáningarfrelsi ver þig gegn refsingu ríkisins. Það ver þig ekki gegn gagnrýni frá almenningi, fjölmiðlum eða félagasamtökum. Það veitir þér ekki sjálfkrafa aðgang að opinberum rýmum í umboði stofnana sem starfa samkvæmt ákveðnum grunngildum. Að gagnrýna orðræðu sem telst niðrandi eða útilokandi er ekki árás á frelsið til að tala heldur notkun á því sama frelsi. Að beina erindum til stofnana um ábyrgð samstarfsaðila er ekki ritskoðun heldur þátttaka í lýðræðislegu samtali. Þegar við gleymum þessum grundvallarmun, hættum við að þekkja sjálfan kjarnann í lýðræði: að frelsin okkar eru ekki til einnota, heldur í gagnkvæmu jafnvægi þar sem orðin hafa vægi og ábyrgð þeirra fylgir. Ef við viljum verja tjáningarfrelsi, verðum við líka að verja rétt samfélagsins til að svara fyrir sig. Að lokum stendur þessi staðhæfing óhreyfanleg, og hún er kjarni þessa máls:Að gagnrýna öfgakenndar skoðanir er ekki aðför að tjáningarfrelsi. Það er tjáningarfrelsi. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur færst í vöxt að þeir sem tjá sig opinberlega telji gagnrýni á orðræðu sína jafngilda ritskoðun, jaðarsetningu eða jafnvel aðför að tjáningarfrelsi. Þessi hugmynd virðist nú vera að skjóta rótum í íslenskri umræðu, eins og sjá má í nýlegri grein eftir þingmann Miðflokksins sem birt var á Vísi, Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78. Þar er því haldið fram að tjáningarfrelsinu sé ógnað þegar Samtökin 78 lýsa yfir gagnrýni á opinbera orðræðu forsvarsmanns samtakanna Andrými. Í greininni er gagnrýnin sett fram sem misbeiting valds, sem leiði til útilokunar frá opinberum verkefnum og jafnvel óbeinnar skerðingar á atvinnufrelsi. En þessi túlkun á hugtakinu tjáningarfrelsi stenst hvorki lagalega né lýðræðislega skoðun. Rétt er að taka fram að ég deili áhyggjum höfundar greinarinnar af þróun mála í Bandaríkjunum, þar sem fjölmörg dæmi hafa komið fram um að nemendur og starfsmenn háskóla sem gagnrýnt hafa aðgerðir Ísraelshers hafi orðið fyrir refsandi viðbrögðum, útilokun eða útskúfun. Slík viðbrögð, ef ekki um er að ræða hatursorðræðu eða brot á reglum, eru ámælisverð og vekja upp alvarlegar spurningar um þolmörk gagnrýni í lýðræðisríkjum. En sú staða sem lýst er í íslensku samhengi er annars eðlis. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu hefur hver maður rétt til að láta í ljós hugsanir sínar. En sá réttur ver einstaklinga gegn beinum inngripum ríkisvaldsins í tjáningu, ekki gegn andsvari frá öðrum borgurum, félagasamtökum eða opinberum stofnunum sem meta aðstæður á grundvelli stefnu sinnar. Að borgaraleg samtök sendi bréf til sveitarfélags og lýsi yfir áhyggjum, eins og Samtökin 78 gerðu, er ekki ritskoðun. Það er þátttaka í lýðræðislegri umræðu. Engin opinber ákvörðun hefur verið tekin um útilokun frá starfi eða þjónustu. Engin kærumál hafa verið höfðuð. Það sem gerðist var að félagasamtök beindu athygli að því hvort orðræða tengdra aðila væri samrýmanleg þeim gildum sem opinber stofnun styðst við í stefnumótun sinni. Að vekja slíkar spurningar er ekki ógn við frelsi, heldur eðlilegt lýðræðislegt ferli í samfélagi sem tekur ábyrgð sína alvarlega. Þegar stofnun eins og Amtsbókasafnið á Akureyri fær ábendingu um að forsvarsmaður samstarfsaðila hafi tjáð sig opinberlega með niðrandi eða fordómafullum hætti um tiltekinn samfélagshóp, má og ber stofnuninni að meta hvort slíkt standist stefnu hennar um jafnrétti og mannréttindi. Það er ekki skylda til að grípa til aðgerða, en það er réttmæt krafa að slíkt sé metið málefnalega og í samræmi við lög og reglur um hlutverk opinberra stofnana. Þetta er ekki aðför, þetta er ábyrg stjórnsýsla sem á sér lagalega stoð í jafnréttislögum, mannréttindastefnu sveitarfélaga og almennum kröfum um samræmi og meðalhóf í opinberum ákvörðunum. Ef sá sem gagnrýndur er telur á sig hallað, hefur hann fullt tjáningarfrelsi til að svara fyrir sig, skýra mál sitt eða andmæla túlkun. En hann getur ekki gert kröfu um að aðrir láti hjá líða að bregðast við. Tjáningarfrelsi veitir rétt til að tjá sig, en ekki rétt til að fá að tjá sig án viðbragða. Það veitir heldur ekki sjálfkrafa aðgang að opinberu samstarfi, sérstaklega þegar umdeild orðræða snýr beint að því hvort allir samfélagshópar geti notið öryggis og virðingar á þeim vettvangi. Það hefur aldrei verið svo að allir eigi sjálfkrafa rétt á að nýta opinber húsnæði fyrir viðburði, óháð því hvernig þeir tjá sig um samfélagsmálefni. Opinberar stofnanir þurfa að tryggja að samstarf þeirra við utanaðkomandi aðila brjóti ekki í bága við eigin reglur, lög eða grunngildi. Það að stofnun velti fyrir sér hvort orðræða forsvarsmanna hóps sé samrýmanleg stefnu hennar um virðingu, fjölbreytileika og aðgengi allra að rýminu er ekki ritskoðun. Það er mat á trausti og skilyrðum samstarfs. Það er lögmætt að tjá sig um félagsleg málefni, þar á meðal með gagnrýni á stefnu Samtakanna 78. En það er jafn lögmætt að samtökin, og samfélagið, bregðist við. Það sem ekki má gera er að stilla öllum andsvörum upp sem kúgun. Andmæli eru ekki bann. Þau eru sjálfur grundvöllur frjálsrar umræðu. Það má líka spyrja: Af hverju er það að þegar Samtökin 78 lýsa yfir áhyggjum, þá er það kallað „skoðanakúgun“, en þegar einstaklingar tjá sig opinberlega um transfólk með gagnrýni sem margir telja fordómafulla, þá á það að vera óumdeilt tjáningarfrelsi? Í lýðræði á enginn rétt á að tjá sig án þess að mega búast við mótsvari. Að einhver sé gagnrýndur fyrir orð sín, jafnvel harkalega, er ekki merki um þöggun, heldur þátttöku. Það er lýðræði í reynd hvort sem okkur líkar það eða ekki. Við verðum að viðhalda skýrum aðgreiningum: Tjáningarfrelsi ver þig gegn refsingu ríkisins. Það ver þig ekki gegn gagnrýni frá almenningi, fjölmiðlum eða félagasamtökum. Það veitir þér ekki sjálfkrafa aðgang að opinberum rýmum í umboði stofnana sem starfa samkvæmt ákveðnum grunngildum. Að gagnrýna orðræðu sem telst niðrandi eða útilokandi er ekki árás á frelsið til að tala heldur notkun á því sama frelsi. Að beina erindum til stofnana um ábyrgð samstarfsaðila er ekki ritskoðun heldur þátttaka í lýðræðislegu samtali. Þegar við gleymum þessum grundvallarmun, hættum við að þekkja sjálfan kjarnann í lýðræði: að frelsin okkar eru ekki til einnota, heldur í gagnkvæmu jafnvægi þar sem orðin hafa vægi og ábyrgð þeirra fylgir. Ef við viljum verja tjáningarfrelsi, verðum við líka að verja rétt samfélagsins til að svara fyrir sig. Að lokum stendur þessi staðhæfing óhreyfanleg, og hún er kjarni þessa máls:Að gagnrýna öfgakenndar skoðanir er ekki aðför að tjáningarfrelsi. Það er tjáningarfrelsi. Höfundur er háskólanemi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun