Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar