Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 27. maí 2025 07:32 Viðskiptaráð birti í síðustu viku úttekt á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn njóta ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Þessi umframvernd veldur því að „svartir sauðir“ (sem blaðamaður Vísis kallaði slúbberta) sitja áfram í störfum sínum þrátt fyrir misbresti eða brot gegn starfsskyldum. Það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samstarfsfólk og þá sem reiða sig á opinbera þjónustu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir fögnuðu úttektinni og tóku undir tillögur ráðsins um afnám umframverndarinnar. En einnig kom fram gagnrýni. Þar báru hæst athugasemdir formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) auk þess sem hagfræðingur bandalagsins birti aðsenda grein hér á Vísi. Rétt er að fara yfir athugasemdir þeirra. Uppsögnum nær aldrei beitt BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað. Í úttektinni kemur fram að í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og því sé erfitt að beita þeim. Þessi afstaða rímar vel við þá staðreynd að frá 2004 til 2009 fengu einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum áminningu. Þar sem lögmæt uppsögn vegna ófullnægjandi frammistöðu eða brots í starfi getur einungis farið fram eftir áminningu er tíðni slíkra uppsagna lægri en 0,02% á ári. Ólíkt því sem BSRB heldur fram er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna svo rík að uppsögnum er nær aldrei beitt. „Svartir sauðir“ hafa neikvæð áhrif alls staðar BSRB segir einnig að ekki sé hægt að heimfæra erlendar rannsóknir á Ísland til að áætla kostnað við ríkari uppsagnarvernd. En öllum rannsóknum sem við vísuðum til ber saman um eitt: ríkari uppsagnarvernd kemur niður á gæðum og afköstum á vinnustöðum. Það er vegna „svartra sauða“ sem haldast áfram í starfi, skila litlum afköstum og hafa neikvæð áhrif á samstarfsfólk sitt. Ekki er ljóst hvers vegna Ísland ætti að vera frábrugðið öðrum ríkjum í þessum efnum. Enda bera innlendar heimildir að sama brunni; 73% forstöðumanna ríkisstofnana sem tóku afstöðu í fyrrnefndri könnun telja núverandi lög um ríkisstarfsmenn vinna gegn skilvirkum ríkisrekstri. „Svartir sauðir“ hafa því neikvæð áhrif hér sem annars staðar; Viðskiptaráð áætlar að áhrifin nemi 5-7% launakostnaðar. Um tölur og tölfræði BSRB segir Viðskiptaráð nota rangar tölur um hlutfall opinberra starfsmanna og launakostnað ríkis og sveitarfélaga árið 2025. Hlufallið sem Viðskiptaráð notast við er nálgun sem byggir á gögnum frá Hagstofunni. Úttektin snýst um breytingu á þessu hlutfalli frá árinu 1954 og í því samhengi eru tölur Hagstofunnar eini nothæfi mælikvarðinn, því aðrar tölur ná ekki svo langt aftur í tímann. Þá segir BSRB að tölur Viðskiptaráðs um 688 ma. kr. launakostnað hins opinbera árið 2025, sem ráðið notar til að áætla kostnað umframverndar, séu 40 milljörðum of háar. En þar er byggt á tölum sem eru orðnar úreltar. Heimild Viðskiptaráðs er fjármálaáætlun, sem inniheldur nýjasta mat fjármálaráðuneytisins á þessum kostnaði. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf BSRB endar á að halda því fram að Viðskiptaráð segi að rík uppsagnarvernd hafi orsakað fjölgun opinberra starfsmanna undanfarna áratugi. En því fer fjarri. Viðskiptaráð setti aldur umframverndarinnar, sem er að mestu frá árinu 1954, í samhengi við mikla fjölgun og breytta samsetningu starfa hjá hinu opinbera til að draga fram þá staðreynd að hún þarfnist endurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur bent á hið sama, en stofnunin segir eftirfarandi í úttekt sinni á mannauðsmálum ríkisins: „Full ástæða [er] til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans. Þessi störf, t.d. störf innan heilbrigðis- og menntakerfanna, eru þess eðlis að ekki verður talin hætta á að viðkomandi starfsmenn verði beittir pólitískum þrýstingi í starfi.“ Sex dæmi sýna misbrestina í dag Til viðbótar við úttekt í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út í morgun sex smásögur sem byggja á dómum þar sem reyndi á umframvernd opinberra starfsmanna. Í öllum tilfellum voru misbrestir eða brot viðkomandi starfsmanns staðfest af dómstólum. Reglur um starfslok komu engu að síður í veg fyrir lögmæta uppsögn og hinu opinbera gert að greiða skaðabætur. Þar má finna afgreiðslumann í Vínbúðinni sem lagði samstarfsfólk sitt í einelti í tvígang, lögmann hjá Umboðsmanni skuldara sem fletti upp trúnaðargögnum um fyrrverandi maka í þrígang, starfsmann á sorpeyðingarstöð sem hengdi upp nektarplaköt gegn beiðnum, sýndi óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki og vísaði viðskiptavinum frá að ósekju, strætóbílstjóra sem stytti sér leið og ók einungis helming leiðarinnar sem honum bar að aka, og sérfræðingi hjá Hagstofunni sem fletti upp launum samstarfsfólks í gagnagrunni sem hann fékk aðgang að fyrir hagtölugerð. Uppfærum lögin í takt við nútímann Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti tekið á málum eins og hér eru talin upp. Það á sérstaklega við um þann yfirgnæfandi meirihluta opinberra starfsmanna sem sinna störfum sínum af heilindum og alúð. Þeir eiga skilið heilbrigt starfsumhverfi þar sem „svartir sauðir“ skemma ekki fyrir. Og það á ekki síður við um þá sem reiða sig á hið opinbera og fengju meiri og betri þjónustu fyrir vikið. Það er ánægjulegt að sjá bæði Ríkisendurskoðun og hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar tala fyrir endurskoðun þessarar uppsagnarverndar. Það rímar vel við vilja almennings; af 10.000 þátttakendum í kosningaprófi Viðskiptaráðs voru 70% fylgjandi því að draga úr uppsagnarvernd opinberra starfsmanna, 12% voru á móti. Vonandi lætur ríkisstjórnin kné fylgja kviði og færir þessi lagaákvæði í nútímalegt horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í síðustu viku úttekt á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn njóta ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Þessi umframvernd veldur því að „svartir sauðir“ (sem blaðamaður Vísis kallaði slúbberta) sitja áfram í störfum sínum þrátt fyrir misbresti eða brot gegn starfsskyldum. Það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samstarfsfólk og þá sem reiða sig á opinbera þjónustu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir fögnuðu úttektinni og tóku undir tillögur ráðsins um afnám umframverndarinnar. En einnig kom fram gagnrýni. Þar báru hæst athugasemdir formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) auk þess sem hagfræðingur bandalagsins birti aðsenda grein hér á Vísi. Rétt er að fara yfir athugasemdir þeirra. Uppsögnum nær aldrei beitt BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað. Í úttektinni kemur fram að í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og því sé erfitt að beita þeim. Þessi afstaða rímar vel við þá staðreynd að frá 2004 til 2009 fengu einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum áminningu. Þar sem lögmæt uppsögn vegna ófullnægjandi frammistöðu eða brots í starfi getur einungis farið fram eftir áminningu er tíðni slíkra uppsagna lægri en 0,02% á ári. Ólíkt því sem BSRB heldur fram er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna svo rík að uppsögnum er nær aldrei beitt. „Svartir sauðir“ hafa neikvæð áhrif alls staðar BSRB segir einnig að ekki sé hægt að heimfæra erlendar rannsóknir á Ísland til að áætla kostnað við ríkari uppsagnarvernd. En öllum rannsóknum sem við vísuðum til ber saman um eitt: ríkari uppsagnarvernd kemur niður á gæðum og afköstum á vinnustöðum. Það er vegna „svartra sauða“ sem haldast áfram í starfi, skila litlum afköstum og hafa neikvæð áhrif á samstarfsfólk sitt. Ekki er ljóst hvers vegna Ísland ætti að vera frábrugðið öðrum ríkjum í þessum efnum. Enda bera innlendar heimildir að sama brunni; 73% forstöðumanna ríkisstofnana sem tóku afstöðu í fyrrnefndri könnun telja núverandi lög um ríkisstarfsmenn vinna gegn skilvirkum ríkisrekstri. „Svartir sauðir“ hafa því neikvæð áhrif hér sem annars staðar; Viðskiptaráð áætlar að áhrifin nemi 5-7% launakostnaðar. Um tölur og tölfræði BSRB segir Viðskiptaráð nota rangar tölur um hlutfall opinberra starfsmanna og launakostnað ríkis og sveitarfélaga árið 2025. Hlufallið sem Viðskiptaráð notast við er nálgun sem byggir á gögnum frá Hagstofunni. Úttektin snýst um breytingu á þessu hlutfalli frá árinu 1954 og í því samhengi eru tölur Hagstofunnar eini nothæfi mælikvarðinn, því aðrar tölur ná ekki svo langt aftur í tímann. Þá segir BSRB að tölur Viðskiptaráðs um 688 ma. kr. launakostnað hins opinbera árið 2025, sem ráðið notar til að áætla kostnað umframverndar, séu 40 milljörðum of háar. En þar er byggt á tölum sem eru orðnar úreltar. Heimild Viðskiptaráðs er fjármálaáætlun, sem inniheldur nýjasta mat fjármálaráðuneytisins á þessum kostnaði. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf BSRB endar á að halda því fram að Viðskiptaráð segi að rík uppsagnarvernd hafi orsakað fjölgun opinberra starfsmanna undanfarna áratugi. En því fer fjarri. Viðskiptaráð setti aldur umframverndarinnar, sem er að mestu frá árinu 1954, í samhengi við mikla fjölgun og breytta samsetningu starfa hjá hinu opinbera til að draga fram þá staðreynd að hún þarfnist endurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur bent á hið sama, en stofnunin segir eftirfarandi í úttekt sinni á mannauðsmálum ríkisins: „Full ástæða [er] til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans. Þessi störf, t.d. störf innan heilbrigðis- og menntakerfanna, eru þess eðlis að ekki verður talin hætta á að viðkomandi starfsmenn verði beittir pólitískum þrýstingi í starfi.“ Sex dæmi sýna misbrestina í dag Til viðbótar við úttekt í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út í morgun sex smásögur sem byggja á dómum þar sem reyndi á umframvernd opinberra starfsmanna. Í öllum tilfellum voru misbrestir eða brot viðkomandi starfsmanns staðfest af dómstólum. Reglur um starfslok komu engu að síður í veg fyrir lögmæta uppsögn og hinu opinbera gert að greiða skaðabætur. Þar má finna afgreiðslumann í Vínbúðinni sem lagði samstarfsfólk sitt í einelti í tvígang, lögmann hjá Umboðsmanni skuldara sem fletti upp trúnaðargögnum um fyrrverandi maka í þrígang, starfsmann á sorpeyðingarstöð sem hengdi upp nektarplaköt gegn beiðnum, sýndi óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki og vísaði viðskiptavinum frá að ósekju, strætóbílstjóra sem stytti sér leið og ók einungis helming leiðarinnar sem honum bar að aka, og sérfræðingi hjá Hagstofunni sem fletti upp launum samstarfsfólks í gagnagrunni sem hann fékk aðgang að fyrir hagtölugerð. Uppfærum lögin í takt við nútímann Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti tekið á málum eins og hér eru talin upp. Það á sérstaklega við um þann yfirgnæfandi meirihluta opinberra starfsmanna sem sinna störfum sínum af heilindum og alúð. Þeir eiga skilið heilbrigt starfsumhverfi þar sem „svartir sauðir“ skemma ekki fyrir. Og það á ekki síður við um þá sem reiða sig á hið opinbera og fengju meiri og betri þjónustu fyrir vikið. Það er ánægjulegt að sjá bæði Ríkisendurskoðun og hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar tala fyrir endurskoðun þessarar uppsagnarverndar. Það rímar vel við vilja almennings; af 10.000 þátttakendum í kosningaprófi Viðskiptaráðs voru 70% fylgjandi því að draga úr uppsagnarvernd opinberra starfsmanna, 12% voru á móti. Vonandi lætur ríkisstjórnin kné fylgja kviði og færir þessi lagaákvæði í nútímalegt horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun