Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar 26. maí 2025 18:00 Hljóðin eru annar hluti þeirra. Þar er áskorunin og spurning um heyrn til að ná öllu. Veruleikinn að hafa fæðst á Íslandi og talað þetta mál, mest eingöngu í fjörtíu ár, og flytja svo til ensku mælandi lands sem Ástralía er, hefur sýnt mér inn í svo mörg atriði þess sem er tungu-mál. Það orð tunga versus heili og mál hljóð eru oft þrír aðskildir hlutir. Reynslan við að flytja í annað mál, eftir nær fjögurra ára heilavírun í einu máli. Er meira en að skipta um gír. Það kallar á hvað heilinn geti, hvað tungan geti. Og hvernig þessi atriði og hlutir komi saman í eitt mál til að gera sig skiljanlegan. Það var athyglisvert að lesa áhugaverðar greinar Eiríks Rögnvaldssonar og Gamithra Marga sem við í beygingum myndum segja Gamithru, svo að smá atriði sé nefnt um snúning í máli, sem er ekki nærri eins algengt í ensku. Það að skapa öll hljóð annars máls, getur verið meira en að segja það. Og færi það eftir ýmsu. Svo að þá þarf að kenna innfæddu einstaklingum að hlusta eftir slíkum tilbrigðum í þeim innfluttu með sín einstöku hljóð frá því móðurmáli sem þau fæddust til. Næmi fyrir slíku er mikilvægt atriði, til að létta þeim hugrænu ferðina frá móðurmáli sínu, sem væri mismunandi reynsla frá því hljóðmáli sem þau hafi alist upp við. Eins og væri með sum evrópumál gæti Íslenska hljómað fyrir einhverja sem hart mál. Ég hætti til dæmis að reyna að stafa nafnið mitt Matthildur Björnsdóttir hér, ef ég er á staðnum, þar sem fulls nafns er krafist. Svo að þá sýni ég „Proof of Age“ kortið sem er á við nafnskírteini. Engin af sérhljóðum á ensku hafa commu eða doppur til að skapa tilbreytingu í framburði. Svo að í Björns hluta nafns míns, þá endar sá hluti sem bara o án tveggja doppna. Bjorn hljómar öðruvísi en Björn. Það að segja bæði núna til að upplifa mismuninn er ansi fyndið af því að tungan og andlitið hreyfist öðruvísi. Fyrir ensku mælandi manneskju á Íslandi, sem væri kannski ekki með það mál sem fyrsta mál, og gæti verið frá hvaða mjög ólíka máli heims til að endurraða þessu í heilabúinu með skilningi á orðum, og svo líka hljóðunum væri auðvitað áskorun. Eins og væri kannski frá Rússnesku, Asíu máli, Latínu mál og svo framvegis, þá væri það viss getgáta að koma með hljóðin Á, É, Í, Ó, og Ú hvað þá Ö? Svo er enskan ekki með Þ, Æ eða Ö sem er í eftirnafni mínu. Og i er í nafninu mínu sem Ástralir bera fram sem Æ. Það er ruglandi fyrir heilabú sem hefur haft það vírað inn að I sé i. Og þessir tveir stafir A og E sem hafa verið settir saman til að skapa það sem við segjum það hljóð Æ frá tungu okkar út er I. I er að teygja varirnar til hliðar en Æ er meiri teiging og er á við þetta með sársauka að segja Æ það er sárt. O og Ó láta mann setja munninn meira saman það er smá munur þar. Síðan er það stafurinn H sagður sem „eigh“ sem ég tel mig ekki hafa náð að verða góð í að segja sem staf, en það er auðvelt þegar maður segir fyrsti stafur í holiday, af því að þá fellur það með hinum stöfunum. Það er oft gaman að sýna Áströlum þessa stafi. Og svo, hvernig sérhljóðar breytast hljóðlega séð með að setja kommu yfir þá. A í Á, E í É, I í Í, o í ó og svo framvegis. Það myndi taka marga tíma fyrir þau sem koma frá ólíkum mál hljóðkerfum að ná að víra öll þau hljóð inn í heilabúið. Ég hef upplifað það við símtöl frá einstaklingum eins og til dæmis frá miðausturlöndum, asíu og fleiri löndum og næ ekki alltaf öllu sem þau reyna að segja þegar þau tala á ógnarhraða.Staðreyndin er, að orð´á blaði, er annað en orð í munni. Og þá auðvitað mismunandi frá heilabúum og tungum einstaklinga frá hinum ýmsu munnum einstaklinga og meira ef þau eru frá ólíkum hljóða tungumálagrunnum. Tungumál Asíu hafa sín hljóð, og þá viðmiðun fyrir heyrn. Svo eru það mál miðausturlanda sem virðast lík, en eru það ábyggilega ekki fyrir þau sem koma þaðan. Svo eru það latínu málin, Franska, Ítalska, spænska og önnur latínu mál. Rússneska, þýska, og hin önnur evrópumálin og mannverur sem lærðu að tala frá þeim hljóðum sem fylgja. Þetta er allt einskonar darraðardans fyrir eyrun og heilann að venjast,tunguna að ná hljóðunum og svo framvegis. Við urðum að læra dönsku í skóla í þá daga. En þegar ég fór með unglingana mína til Danmerkur. Þá var engin leið fyrir mig að skapa háls og nefhljóðin sem er krafist fyrir Dani að skilja Íslensku útgáfuna á að setja orð frá blaði í munninn í símtal. Mér tókst þó að koma okkur áfram þar í beinum persónulegum tjáskiptum þann tíma með slakri ensku-kunnáttu. En þegar ég ætlaði að panta leigubíl í síma, þá skildi konan mig ekki. Ég varð því að fara út á þjóðveg og húkka hann. Og þó að ég sé ansi almennt vel ensku mælandi hér núna eftir námskeið og bara að heyra það og tala öll þessi ár. Þá eru enn orð sem ég hef ekki séð eða heyrt áður, og veit ekki hvað þau meina, og á erfitt með að skapa hljóð þess orðs. Og það þrátt fyrir nær þrjátíu og átta ár hér, með ný orð sem eru ekki algeng í almennu máli, og eru um sérstök fagatriði sem ég þekki ekki. Og skil þau því ekki, og þarf að láta segja mér hvað sé verið að segja með því orði. Svo eru sum sem ég skil en kann ekki að skapa hljóðin fyrir. Það gefur mér þá hugmynd hvort að til dæmis fyrir innflytjendur til Íslands. Að það myndi geta virkað betur að þau sérstöku orð með þessum stöfum, sem eru öðruvísi en móðurmál þeirra. Myndu hugsanlega hitta heilabúin betur, ef sett í tónlist? Eða áherslan á hreyfingu tungu og andlits séu kennd sem hluta af ferli kennslu í málinu. Svo fer það líklega eftir því hvernig hljóðin eru í máli þeirra sem koma til Íslands, hve fljótt þeir einstaklingar ná að tala Íslensku eins og ef þau hefðu fæðst þar. Þegar önnur tungumáls hljóð eru í svo ólíkum geira að það tæki langan tíma. Jafnvel norðurlandamálin hafa öll sín einstöku hljóð, þó að þau líti næstum eins út á pappír. Dönsku hljóðin eru snúnari að heyra en norska, og sænska, en ég hef ekki heyrt færeysku til að geta gert neina hljóð athugasemd um málið sem er samt svo auðvelt að lesa, og um margt svo líkt Íslensku. Unglingar eru mun betri með þessa hluti, af því að heilabú þeirra er kannski ekki alveg eins harðvírað í hreim einstaklingsins í móðurmálinu, og það er í eldri einstaklingum. Unglingarnir mínir voru til dæmis laus við þann hreim sem minn fjörtíu ára líkami hafði og hefur. Og hefur auðvitað enn eftir næstum fjörtíu ár í viðbót. Þess vegna er ég alltaf að hitta einstaklinga, sem hafa áhuga fyrir hvaðan hann komi. „þessi hreimur“. Maðurinn minn sem er Ástrali og hefur verið á Íslandi nokkrum sinnum, segir að hreimur minn sé ekki dæmigert Íslenskur fyrir þau sem tali ensku á því máli. Ég tel að hreimurinn minn geti verið frá Mongólíu? Þó að ég viti ekki neitt um hvort ég hafi átt fyrra líf þar, né gæti vitað af hverju ég hef kannski það hljóð. Þegar ég hlustaði á Íslensku frá ensku hugarfari tók ég enn meira eftir því hve hart það mál á til að hljóma. Við Malcolm vorum til dæmis í sundlaugunum í Laugardal einn daginn. Þar voru nokkrir menn í heitum potti að eiga ástríðufullar samræður. Samræður með tónum sem einstaklingar frá málum mildari hljóða gætu upplifað sem þeir hafi næstum verið að fara að drepa hvern annan, sem Íslensk hlustandi mannvera myndi vita að væri alls ekki tilfellið. Svo eru það hin atriðin fyrir þjóðina og þau innfluttu að vinna með Svo er það þetta með kímni. Ég lærði fljótt eftir að koma hingað, að Íslensk kímni hitti ekki í mark. Að maður þurfi að læra að komast inn í kímnigáfu og eðli þeirrar þjóðar sem maður er í. Þar við bætist svo kölluð menning sem er einnig hægt að kalla siði, venjur og viðhorf, og kannski líka með persónuvernd í súpunni. Það er margþættara og flóknara ferli fyrir hvern og einn, en ein manneskja gæti útskýrt. Fyrir þjóð eins og þá Íslensku, sem í langan tíma var mest með afkomendum þeirra Norðmanna sem flýðu Harald Hárfagra. Grein Boga Ágústsonar á Heimildinni um það hvernig þjóðin hafi séð söguna, er athyglisverð. Og við að hafa búið í öðru landi í þetta langan tíma, og lesa blöðin frá fæðingarlandinu. Sé ég og vitna að sumt af því sem hann talar um þar, er enn í gangi í sumum einstaklingum, sem spurning er um hvort sé hollt eða æskilegt, þegar þjóðin þarf nýtt blóð, DNA og vinnukraft. Er það að fá innflytendur inn í landið og þjóðina kannski eins og hálfgerður hristingur, lyfting eða einhver tegund af að fá nýtt efni í uppskrift. Upplifun sem taki aðlögun fyrir þá innfæddu að venjast. Svo er líka athyglisvert að heyra þá staðreynd, að nú séu æ fleiri frá ýmsum löndum jarðar að verða ástfangin af Íslandi, og velja og vilja að tilvera þeirra eigi að vera þar, það sem eftir sé ævinnar. Ég sé það sem sálarþörf viðkomandi einstaklings. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hljóðin eru annar hluti þeirra. Þar er áskorunin og spurning um heyrn til að ná öllu. Veruleikinn að hafa fæðst á Íslandi og talað þetta mál, mest eingöngu í fjörtíu ár, og flytja svo til ensku mælandi lands sem Ástralía er, hefur sýnt mér inn í svo mörg atriði þess sem er tungu-mál. Það orð tunga versus heili og mál hljóð eru oft þrír aðskildir hlutir. Reynslan við að flytja í annað mál, eftir nær fjögurra ára heilavírun í einu máli. Er meira en að skipta um gír. Það kallar á hvað heilinn geti, hvað tungan geti. Og hvernig þessi atriði og hlutir komi saman í eitt mál til að gera sig skiljanlegan. Það var athyglisvert að lesa áhugaverðar greinar Eiríks Rögnvaldssonar og Gamithra Marga sem við í beygingum myndum segja Gamithru, svo að smá atriði sé nefnt um snúning í máli, sem er ekki nærri eins algengt í ensku. Það að skapa öll hljóð annars máls, getur verið meira en að segja það. Og færi það eftir ýmsu. Svo að þá þarf að kenna innfæddu einstaklingum að hlusta eftir slíkum tilbrigðum í þeim innfluttu með sín einstöku hljóð frá því móðurmáli sem þau fæddust til. Næmi fyrir slíku er mikilvægt atriði, til að létta þeim hugrænu ferðina frá móðurmáli sínu, sem væri mismunandi reynsla frá því hljóðmáli sem þau hafi alist upp við. Eins og væri með sum evrópumál gæti Íslenska hljómað fyrir einhverja sem hart mál. Ég hætti til dæmis að reyna að stafa nafnið mitt Matthildur Björnsdóttir hér, ef ég er á staðnum, þar sem fulls nafns er krafist. Svo að þá sýni ég „Proof of Age“ kortið sem er á við nafnskírteini. Engin af sérhljóðum á ensku hafa commu eða doppur til að skapa tilbreytingu í framburði. Svo að í Björns hluta nafns míns, þá endar sá hluti sem bara o án tveggja doppna. Bjorn hljómar öðruvísi en Björn. Það að segja bæði núna til að upplifa mismuninn er ansi fyndið af því að tungan og andlitið hreyfist öðruvísi. Fyrir ensku mælandi manneskju á Íslandi, sem væri kannski ekki með það mál sem fyrsta mál, og gæti verið frá hvaða mjög ólíka máli heims til að endurraða þessu í heilabúinu með skilningi á orðum, og svo líka hljóðunum væri auðvitað áskorun. Eins og væri kannski frá Rússnesku, Asíu máli, Latínu mál og svo framvegis, þá væri það viss getgáta að koma með hljóðin Á, É, Í, Ó, og Ú hvað þá Ö? Svo er enskan ekki með Þ, Æ eða Ö sem er í eftirnafni mínu. Og i er í nafninu mínu sem Ástralir bera fram sem Æ. Það er ruglandi fyrir heilabú sem hefur haft það vírað inn að I sé i. Og þessir tveir stafir A og E sem hafa verið settir saman til að skapa það sem við segjum það hljóð Æ frá tungu okkar út er I. I er að teygja varirnar til hliðar en Æ er meiri teiging og er á við þetta með sársauka að segja Æ það er sárt. O og Ó láta mann setja munninn meira saman það er smá munur þar. Síðan er það stafurinn H sagður sem „eigh“ sem ég tel mig ekki hafa náð að verða góð í að segja sem staf, en það er auðvelt þegar maður segir fyrsti stafur í holiday, af því að þá fellur það með hinum stöfunum. Það er oft gaman að sýna Áströlum þessa stafi. Og svo, hvernig sérhljóðar breytast hljóðlega séð með að setja kommu yfir þá. A í Á, E í É, I í Í, o í ó og svo framvegis. Það myndi taka marga tíma fyrir þau sem koma frá ólíkum mál hljóðkerfum að ná að víra öll þau hljóð inn í heilabúið. Ég hef upplifað það við símtöl frá einstaklingum eins og til dæmis frá miðausturlöndum, asíu og fleiri löndum og næ ekki alltaf öllu sem þau reyna að segja þegar þau tala á ógnarhraða.Staðreyndin er, að orð´á blaði, er annað en orð í munni. Og þá auðvitað mismunandi frá heilabúum og tungum einstaklinga frá hinum ýmsu munnum einstaklinga og meira ef þau eru frá ólíkum hljóða tungumálagrunnum. Tungumál Asíu hafa sín hljóð, og þá viðmiðun fyrir heyrn. Svo eru það mál miðausturlanda sem virðast lík, en eru það ábyggilega ekki fyrir þau sem koma þaðan. Svo eru það latínu málin, Franska, Ítalska, spænska og önnur latínu mál. Rússneska, þýska, og hin önnur evrópumálin og mannverur sem lærðu að tala frá þeim hljóðum sem fylgja. Þetta er allt einskonar darraðardans fyrir eyrun og heilann að venjast,tunguna að ná hljóðunum og svo framvegis. Við urðum að læra dönsku í skóla í þá daga. En þegar ég fór með unglingana mína til Danmerkur. Þá var engin leið fyrir mig að skapa háls og nefhljóðin sem er krafist fyrir Dani að skilja Íslensku útgáfuna á að setja orð frá blaði í munninn í símtal. Mér tókst þó að koma okkur áfram þar í beinum persónulegum tjáskiptum þann tíma með slakri ensku-kunnáttu. En þegar ég ætlaði að panta leigubíl í síma, þá skildi konan mig ekki. Ég varð því að fara út á þjóðveg og húkka hann. Og þó að ég sé ansi almennt vel ensku mælandi hér núna eftir námskeið og bara að heyra það og tala öll þessi ár. Þá eru enn orð sem ég hef ekki séð eða heyrt áður, og veit ekki hvað þau meina, og á erfitt með að skapa hljóð þess orðs. Og það þrátt fyrir nær þrjátíu og átta ár hér, með ný orð sem eru ekki algeng í almennu máli, og eru um sérstök fagatriði sem ég þekki ekki. Og skil þau því ekki, og þarf að láta segja mér hvað sé verið að segja með því orði. Svo eru sum sem ég skil en kann ekki að skapa hljóðin fyrir. Það gefur mér þá hugmynd hvort að til dæmis fyrir innflytjendur til Íslands. Að það myndi geta virkað betur að þau sérstöku orð með þessum stöfum, sem eru öðruvísi en móðurmál þeirra. Myndu hugsanlega hitta heilabúin betur, ef sett í tónlist? Eða áherslan á hreyfingu tungu og andlits séu kennd sem hluta af ferli kennslu í málinu. Svo fer það líklega eftir því hvernig hljóðin eru í máli þeirra sem koma til Íslands, hve fljótt þeir einstaklingar ná að tala Íslensku eins og ef þau hefðu fæðst þar. Þegar önnur tungumáls hljóð eru í svo ólíkum geira að það tæki langan tíma. Jafnvel norðurlandamálin hafa öll sín einstöku hljóð, þó að þau líti næstum eins út á pappír. Dönsku hljóðin eru snúnari að heyra en norska, og sænska, en ég hef ekki heyrt færeysku til að geta gert neina hljóð athugasemd um málið sem er samt svo auðvelt að lesa, og um margt svo líkt Íslensku. Unglingar eru mun betri með þessa hluti, af því að heilabú þeirra er kannski ekki alveg eins harðvírað í hreim einstaklingsins í móðurmálinu, og það er í eldri einstaklingum. Unglingarnir mínir voru til dæmis laus við þann hreim sem minn fjörtíu ára líkami hafði og hefur. Og hefur auðvitað enn eftir næstum fjörtíu ár í viðbót. Þess vegna er ég alltaf að hitta einstaklinga, sem hafa áhuga fyrir hvaðan hann komi. „þessi hreimur“. Maðurinn minn sem er Ástrali og hefur verið á Íslandi nokkrum sinnum, segir að hreimur minn sé ekki dæmigert Íslenskur fyrir þau sem tali ensku á því máli. Ég tel að hreimurinn minn geti verið frá Mongólíu? Þó að ég viti ekki neitt um hvort ég hafi átt fyrra líf þar, né gæti vitað af hverju ég hef kannski það hljóð. Þegar ég hlustaði á Íslensku frá ensku hugarfari tók ég enn meira eftir því hve hart það mál á til að hljóma. Við Malcolm vorum til dæmis í sundlaugunum í Laugardal einn daginn. Þar voru nokkrir menn í heitum potti að eiga ástríðufullar samræður. Samræður með tónum sem einstaklingar frá málum mildari hljóða gætu upplifað sem þeir hafi næstum verið að fara að drepa hvern annan, sem Íslensk hlustandi mannvera myndi vita að væri alls ekki tilfellið. Svo eru það hin atriðin fyrir þjóðina og þau innfluttu að vinna með Svo er það þetta með kímni. Ég lærði fljótt eftir að koma hingað, að Íslensk kímni hitti ekki í mark. Að maður þurfi að læra að komast inn í kímnigáfu og eðli þeirrar þjóðar sem maður er í. Þar við bætist svo kölluð menning sem er einnig hægt að kalla siði, venjur og viðhorf, og kannski líka með persónuvernd í súpunni. Það er margþættara og flóknara ferli fyrir hvern og einn, en ein manneskja gæti útskýrt. Fyrir þjóð eins og þá Íslensku, sem í langan tíma var mest með afkomendum þeirra Norðmanna sem flýðu Harald Hárfagra. Grein Boga Ágústsonar á Heimildinni um það hvernig þjóðin hafi séð söguna, er athyglisverð. Og við að hafa búið í öðru landi í þetta langan tíma, og lesa blöðin frá fæðingarlandinu. Sé ég og vitna að sumt af því sem hann talar um þar, er enn í gangi í sumum einstaklingum, sem spurning er um hvort sé hollt eða æskilegt, þegar þjóðin þarf nýtt blóð, DNA og vinnukraft. Er það að fá innflytendur inn í landið og þjóðina kannski eins og hálfgerður hristingur, lyfting eða einhver tegund af að fá nýtt efni í uppskrift. Upplifun sem taki aðlögun fyrir þá innfæddu að venjast. Svo er líka athyglisvert að heyra þá staðreynd, að nú séu æ fleiri frá ýmsum löndum jarðar að verða ástfangin af Íslandi, og velja og vilja að tilvera þeirra eigi að vera þar, það sem eftir sé ævinnar. Ég sé það sem sálarþörf viðkomandi einstaklings. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langt skeið.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun