„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar 23. maí 2025 07:03 Nánast í hvert skipti sem ég opna samfélagsmiðla sé ég athugasemdir almennings varðandi framferði Ísrael á Gaza-svæðinu. Fólki blöskrar og finnur til síns máttleysis. En hvað getur Ísland gert til að hafa áhrif? Ísland er algjört smáríki og myndi hætta sér inn á hættulegt svæði ef það myndi herða á gagnrýni gegn Ísrael. Allt þetta minnir mig á nokkuð sem ég varð vitni að fyrir löngu síðan einn kaldan vetrardag á skólalóðinni. Ég hef verið um tíu ára aldur. Hópur okkar stóð og fylgdist með tveimur eldri strákum, þeir hafa kannski verið 14-15 ára gamlir, ganga í skrokk á öðrum dreng. Þetta var óhugnanlegt að sjá en ekkert okkar gerði eða sagði neitt. Nema einn. Skyndilega gekk fram lítil stúlka á svipuðum aldri og ég. Hún æpti á ruddana að þeir skyldu hætta þessu. Þetta væri ójafn leikur. Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni. Einn þeirra hljóp að henni og hrinti harkalega í jörðina. Litla stúlkan var augljóslega hrædd, með grátstaf í kverkunum. Þetta hafði þó áhrif á okkur hin. Okkur blöskraði. Reiðin varð óttanum sterkari. Við kölluðum að þeim ókvæðisorð og færðum okkur ögn nær. Ruddarnir horfðu nú illilega í átt að okkur. Það var engin spurning að þeir gátu velgt okkur undir uggum og virtist þeir hreinlega líklegir til þess. En, þá kom nýr leikmaður til skjalanna. Skyndilega heyrðum við þrumandi karlmannsrödd spyrja hver andskotinn væri hér eiginlega í gangi!? Stór fullorðinn maður skálmaði inn á skólalóðina. Nærstaddur íbúi hafði séð þetta og greinilega fengið nóg er hann sá litlu stelpunni hrint harkalega til jarðar. Hann hjálpaði henni upp og leit svo grimmilega á böðlana sem voru nú ekki lengur upplitsdjarfir. Þeir létu sig hverfa. Oft hef ég velt fyrir mér hver þessi hugrakka stúlka var. Ef Ísland vill vaða í Ísrael og fordæma gjörðir þeirra er líklegt að það verði eins og litla stúlkan gegn þessum eldri ruddum. Ísland er smáþjóð og þótt Ísraelsríki sé ekki fjölmennt þá er það ríkt og öflugt. Við yrðum strax vænd um gyðingahatur og mögulega útmáluð sem lítið ríki sem hefði enga reynslu á alþjóðasviði, líklega yrði reynt að gera okkur hlægileg í augum annarra ríkja. Það er ekki það versta. Ísrael er tæknirisi. Það gæti valdið okkur verulegum vandræðum með því að hindra að mikilvægir hlutir í tölvur og farsíma myndu berast okkur. Netárásum gæti stórfjölgað og mögulega haft vond áhrif á innviði okkar. Gleymum svo ekki að helsti bandamaður Ísrael er ógnarsterkt ríki í vestri og ólíklegt er að hinn duttlungafulli Donald Trump myndi hafa einhverja samúð með okkur. Ef Bandaríkin myndu ákveða að lemja okkur niður...ja, þá værum við mögulega í vandræðum! Svo, er þetta eitthvað sem Ísland getur gert? Lítum til sögunnar. Hefur Ísland nokkurn tíma staðið í fæturna og boðið stórþjóðum byrginn? Svarið er já og það hefur frekar unnið með okkur, heldur en hitt. Í öllum þremur þorskastríðum þurfti Ísland ekki aðeins að eiga við Bretland. Bandaríkin fóru sér hægt. Þjóðverjar voru alls ekki á okkar bandi og Frakkar gerðu lítið. Norðurlöndin stigu varlega til jarðar en reyndu að miðla málum. En almenningur í þessum löndum tók eftir Íslandi. Allir elska lítilmagnann. Hver heldur með Golíat gegn Davíð? Enginn. Þegar baltnesku löndin voru að reyna að brjótast undan oki Sovétríkjanna var litla Ísland eitt fyrsta ríkið sem tók af skarið og lýsti yfir stuðningi við Eistland, Lettland og Litháen. Því hefur fólk í þeim löndum ekki gleymt. Svo við eigum okkur sannarlega sögu um að sýna hugrekki á alþjóðavettvangi. Eins og litla stúlkan sem ofbauð framferði ruddanna. En, litlu stúlkunni var hrint. Hún meiddi sig. Það hefði jafnvel getað farið verr ef fullorðni maðurinn hefði ekki mætt til leiks. Það inngrip yrðum við að treysta á. Segjum svo að Ísland myndi ganga sköruglega fram og fordæma Ísrael. Myndu önnur ríki standa með okkur ef í harðbakkann slær? Það er raunar mjög líklegt. Ísland hefur gott alþjóðlegt orðspor í þessu samhengi. Við erum lítið og friðsælt land en þó tekist að koma ár okkar fyrir borð án þess að herja á okkar nágranna. Jafnframt höfum við tekið virkan þátt í alþjóðlegri og lýðræðislegri umræðu og verið öðrum löndum fyrirmynd.Noregur og Írland hafa verið framarlega í gagnrýni á Ísrael. Ekki er ólíklegt að þau myndu bregðast illa við ef Ísrael myndi hóta okkur öllu illu. Svíþjóð, Noregur og Finnland myndu mögulega bætast í hópinn. Stjórnvöld í stóru Evrópuríkjunum fara varlega en við megum ekki gleyma að almenningur í þeim löndum gæti hrifist af slíku hugrekki og sett pressu á sitt stjórnmálafólk. Vandamálið við söguna er að við vitum ekkert hvernig hún verður. Það er verið að skrifa hana akkúrat núna. Kannski yrði í framtíðinni litið á þetta sem vandræðalegt frumhlaup smáríkis sem var að skipta sér af málum sem því kom ekkert við og hafði alls ekkert bolmagn til að breyta. Gæti líka farið á hinn veginn. Fólk myndi kannski ekki bara tala um hugrekki Íslands gegn risaþjóðum eins Bretlandi og Sovétríkjunum heldur einnig Ísrael og jafnvel Bandaríkjunum. Mögulega myndi fólk í framtíðinni benda á Ísland sem dæmi um hvernig smáríki geta haft áhrif en aðeins ef þau þora. Höfundur er tónlistarmaður og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nánast í hvert skipti sem ég opna samfélagsmiðla sé ég athugasemdir almennings varðandi framferði Ísrael á Gaza-svæðinu. Fólki blöskrar og finnur til síns máttleysis. En hvað getur Ísland gert til að hafa áhrif? Ísland er algjört smáríki og myndi hætta sér inn á hættulegt svæði ef það myndi herða á gagnrýni gegn Ísrael. Allt þetta minnir mig á nokkuð sem ég varð vitni að fyrir löngu síðan einn kaldan vetrardag á skólalóðinni. Ég hef verið um tíu ára aldur. Hópur okkar stóð og fylgdist með tveimur eldri strákum, þeir hafa kannski verið 14-15 ára gamlir, ganga í skrokk á öðrum dreng. Þetta var óhugnanlegt að sjá en ekkert okkar gerði eða sagði neitt. Nema einn. Skyndilega gekk fram lítil stúlka á svipuðum aldri og ég. Hún æpti á ruddana að þeir skyldu hætta þessu. Þetta væri ójafn leikur. Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni. Einn þeirra hljóp að henni og hrinti harkalega í jörðina. Litla stúlkan var augljóslega hrædd, með grátstaf í kverkunum. Þetta hafði þó áhrif á okkur hin. Okkur blöskraði. Reiðin varð óttanum sterkari. Við kölluðum að þeim ókvæðisorð og færðum okkur ögn nær. Ruddarnir horfðu nú illilega í átt að okkur. Það var engin spurning að þeir gátu velgt okkur undir uggum og virtist þeir hreinlega líklegir til þess. En, þá kom nýr leikmaður til skjalanna. Skyndilega heyrðum við þrumandi karlmannsrödd spyrja hver andskotinn væri hér eiginlega í gangi!? Stór fullorðinn maður skálmaði inn á skólalóðina. Nærstaddur íbúi hafði séð þetta og greinilega fengið nóg er hann sá litlu stelpunni hrint harkalega til jarðar. Hann hjálpaði henni upp og leit svo grimmilega á böðlana sem voru nú ekki lengur upplitsdjarfir. Þeir létu sig hverfa. Oft hef ég velt fyrir mér hver þessi hugrakka stúlka var. Ef Ísland vill vaða í Ísrael og fordæma gjörðir þeirra er líklegt að það verði eins og litla stúlkan gegn þessum eldri ruddum. Ísland er smáþjóð og þótt Ísraelsríki sé ekki fjölmennt þá er það ríkt og öflugt. Við yrðum strax vænd um gyðingahatur og mögulega útmáluð sem lítið ríki sem hefði enga reynslu á alþjóðasviði, líklega yrði reynt að gera okkur hlægileg í augum annarra ríkja. Það er ekki það versta. Ísrael er tæknirisi. Það gæti valdið okkur verulegum vandræðum með því að hindra að mikilvægir hlutir í tölvur og farsíma myndu berast okkur. Netárásum gæti stórfjölgað og mögulega haft vond áhrif á innviði okkar. Gleymum svo ekki að helsti bandamaður Ísrael er ógnarsterkt ríki í vestri og ólíklegt er að hinn duttlungafulli Donald Trump myndi hafa einhverja samúð með okkur. Ef Bandaríkin myndu ákveða að lemja okkur niður...ja, þá værum við mögulega í vandræðum! Svo, er þetta eitthvað sem Ísland getur gert? Lítum til sögunnar. Hefur Ísland nokkurn tíma staðið í fæturna og boðið stórþjóðum byrginn? Svarið er já og það hefur frekar unnið með okkur, heldur en hitt. Í öllum þremur þorskastríðum þurfti Ísland ekki aðeins að eiga við Bretland. Bandaríkin fóru sér hægt. Þjóðverjar voru alls ekki á okkar bandi og Frakkar gerðu lítið. Norðurlöndin stigu varlega til jarðar en reyndu að miðla málum. En almenningur í þessum löndum tók eftir Íslandi. Allir elska lítilmagnann. Hver heldur með Golíat gegn Davíð? Enginn. Þegar baltnesku löndin voru að reyna að brjótast undan oki Sovétríkjanna var litla Ísland eitt fyrsta ríkið sem tók af skarið og lýsti yfir stuðningi við Eistland, Lettland og Litháen. Því hefur fólk í þeim löndum ekki gleymt. Svo við eigum okkur sannarlega sögu um að sýna hugrekki á alþjóðavettvangi. Eins og litla stúlkan sem ofbauð framferði ruddanna. En, litlu stúlkunni var hrint. Hún meiddi sig. Það hefði jafnvel getað farið verr ef fullorðni maðurinn hefði ekki mætt til leiks. Það inngrip yrðum við að treysta á. Segjum svo að Ísland myndi ganga sköruglega fram og fordæma Ísrael. Myndu önnur ríki standa með okkur ef í harðbakkann slær? Það er raunar mjög líklegt. Ísland hefur gott alþjóðlegt orðspor í þessu samhengi. Við erum lítið og friðsælt land en þó tekist að koma ár okkar fyrir borð án þess að herja á okkar nágranna. Jafnframt höfum við tekið virkan þátt í alþjóðlegri og lýðræðislegri umræðu og verið öðrum löndum fyrirmynd.Noregur og Írland hafa verið framarlega í gagnrýni á Ísrael. Ekki er ólíklegt að þau myndu bregðast illa við ef Ísrael myndi hóta okkur öllu illu. Svíþjóð, Noregur og Finnland myndu mögulega bætast í hópinn. Stjórnvöld í stóru Evrópuríkjunum fara varlega en við megum ekki gleyma að almenningur í þeim löndum gæti hrifist af slíku hugrekki og sett pressu á sitt stjórnmálafólk. Vandamálið við söguna er að við vitum ekkert hvernig hún verður. Það er verið að skrifa hana akkúrat núna. Kannski yrði í framtíðinni litið á þetta sem vandræðalegt frumhlaup smáríkis sem var að skipta sér af málum sem því kom ekkert við og hafði alls ekkert bolmagn til að breyta. Gæti líka farið á hinn veginn. Fólk myndi kannski ekki bara tala um hugrekki Íslands gegn risaþjóðum eins Bretlandi og Sovétríkjunum heldur einnig Ísrael og jafnvel Bandaríkjunum. Mögulega myndi fólk í framtíðinni benda á Ísland sem dæmi um hvernig smáríki geta haft áhrif en aðeins ef þau þora. Höfundur er tónlistarmaður og sagnfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun