Af og frá að slakað sé á aðhaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. maí 2025 19:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið. Vísir/Anton Brink Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 0,25 punkta lækkun á stýrivöxtum sem kynnt var í dag. Greiningaraðilar höfðu flestir gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum en hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mikla óvissu uppi vegna stöðunnar í alþjóðaviðskiptum. Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Stýrivextir eru nú orðnir 7,5 prósent eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um 0,25 punkta lækkun, fimmtu lækkunina í röð. Verðbólga mælist 4,2 prósent en nefndin segir að aðstæður hafi enn ekki skapast til að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar og telur nefndin að verðbólga þurfi að hjaðna töluvert til viðbótar áður en vextir verða lækkaðir að nýju. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunaferlinu sé lokið. „Við þurfum bara að sjá hvað gerist í sumar. Ég tel það alveg ljóst ef verðbólga verður föst á þessu bili sem hún er núna þá getum við ekki lækkað vexti meira.“ Hagfræðideildir bæði Íslandsbanka og Landsbanka spáðu óbreyttum stýrivöxtum. Sagði Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka á fundinum í dag að hann hefði aldrei séð eins mikið misræmi milli ákvörðunar um vaxtalækkun og svo yfirlýsingar Seðlabankans á sama tíma að ekki væri rými fyrir frekari lækkun nema verðbólga hjaðni frekar. Seðlabankastjóri sagði aðhaldsstigið ekki breytast með lækkuninni. „Það má alltaf velta fyrir sér hvenær við reynum að fara varlega. Vextir eru núna 7,5 prósent sem eru mjög háir vextir, þannig að við teljum að við séum ekki að taka það mikla áhættu í ljósi þess hvað vextirnir eru háir,“ segir Ásgeir. Mikil óvissa Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, segir vaxtaákvörðunina hafa komið á óvart. Hún hafi merkt sama misræmi og kollegi sinn hjá Íslandsbanka. Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur, Landsbankans.Vísir/Bjarni „Við bjuggumst einmitt við að annaðhvort yrðu vextir lækkaðir um 0,25 punkta eða að þeim yrði haldið óbreyttum. Reyndar fannst okkur fleiri rök hníga að því að þeim yrði haldið óbreyttum, bæði hafa verðbólguhorfur til dæmis núna samkvæmt spá Seðlabankans aðeins versnað og eftirspurnarkrafturinn í hagkerfinu er þó nokkuð mikill.“ Mikil óvissa spili sinn þátt í hve erfitt sé að taka ákvörðun um vaxtalækkun. „Það er mjög mikil óvissa og sérstaklega í tengslum við alþjóðaviðskipti og þessi mikla óvissa var einmitt kannski eitt af því sem við héldum að myndi halda aftur af vaxtalækkun.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta. 21. maí 2025 11:55