Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann og Sigurður Kári Harðarson skrifa 21. maí 2025 09:01 Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Þetta er nákvæmlega það sem starfstengda diplómanámið við Háskóla Íslands stendur fyrir. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám – við erum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar og siðferðislegar skyldur. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki aðeins að loka á menntun – við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð – heldur verk. Í stað þess að styðja við einstaklinga sem hafa staðið utan við skólakerfið, er verið að skera niður eina af fáum menntaleiðum sem er hugsuð út frá þörfum þeirra sem eru með þroskahömlun. Það er ekki aðeins óskynsamlegt, heldur siðferðislega rangt. Starfstengt Diplómanám– nauðsynlegt tækifæri sem má ekki glatast Háskóli Íslands er opinber menntastofnun sem rekin er fyrir almannafé. Þegar slík stofnun býður upp á eina af örfáum aðgengilegu námsleiðunum fyrir fólk með þroskahömlun, ber ríkinu skylda til að tryggja að hún haldi áfram. Námið er ekki aðeins mikilvægt tækifæri til menntunar heldur einnig lykilatriði í samfélagslegri þátttöku, sjálfstæði og virðingu fyrir mannlegri reisn allra. Fyrir þá sem ekki þekkja til er starfstengda diplómanámið eina háskólanámið á Íslandi sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun og brotna námsferla. Háskóli Íslands er jafnframt eini háskólinn á landinu sem býður upp á þetta nám. Nýlega kom í ljós að háskólinn hyggst ekki taka inn nemendur í námið á næsta skólaári, meðal annars vegna fjárskorts. Það er almennt vitað að einstaklingum með þroskahömlun stendur ekki margt til boða þegar kemur að menntun og þátttöku í samfélaginu. Með því að hætta við inntöku í þetta nám er verið að skerða möguleika þessa hóps enn frekar. Þessi ákvörðun bitnar einmitt á þeim sem þurfa hvað mest á námi og stuðningi að halda. Oftar en ekki er fullyrt að menntakerfið á Íslandi sé opið öllum. En með þessari skerðingu er verið að útiloka einn hóp. Þetta snýst því um forgangsröðun — og það er sorglegt ef sú röðun leiðir til þess að þau sem standa höllustum fæti séu skert enn frekar. Þá verður fullyrðingin um að menntun sé fyrir alla innantóm og án innihalds. Eitt af markmiðum Háskóla Íslands á að vera að skapa öllum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Með því að halda starfstengda diplómanáminu lifandi erum við ekki aðeins að bjóða upp á nám, við erum að standa við loforð. Loforð um réttindi, jöfnuð og virðingu. Ef við tökum þetta burt, erum við ekki bara að loka á menntun, við erum að loka á framtíð, á þátttöku og á von. Þetta snýst ekki bara um orð, heldur verk. Við köllum eftir því að Logi Einarsson-, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra tryggi Háskóla Íslands fjármögnun til áframhaldandi starfrækslu starfstengds díplómanáms við Háskóla Íslands. Höfundar eru París Anna, forseti Sölku, Ungs jafnaðarfólks á Akureyri og Sigurður Kári, framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólk.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun