Golf

Frá­bær byrjun dugði ekki til og Gunn­laugur Árni úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnlaugur Árni á einn hring eftir.
Gunnlaugur Árni á einn hring eftir. Getty Images/David Cannon

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur í GKG, tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Gunnlaugur Árni fór frábærlega af stað og sat um tíma í 2. sæti. Sú spilamennska entist þó ekki út daginn og hann er úr leik.

Eftir frábæra byrjun var Gunnlaugur Árni fimm höggum undir pari og fyrir ofan niðurskurðarlínuna frægu. 

Þar sem um er að ræða lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska þurfa kylfingar að leik 36 holur á einum degi. Það álag sem því fylgir virtist ná til Gunnlaugs Árna sem tókst ekki að halda uppi frábærri spilamennsku á öðrum hring. 

Að öðrum hring loknum er Gunnlaugur Árni jafn öðrum kylfingum í 29. sæti á samtals 139 höggum eða þremur höggum undir pari. Það dugir ekki til að komast á Opna bandaríska þar sem niðurskurðurinn miðar við sjö högg undir pari þegar nokkrir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik. 

Stöðuna má finna á vefsíðu Opna bandaríska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×