Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2025 12:40 George Simion, leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, greiðir atkvæði. AP Seinni umferð forsetakosninganna í Rúmeníu fer fram í dag en þar etja þeir kappi George Simion og Nicusor Dan, sem voru hlutskarpastir í fyrri umferð kosninganna 4. maí síðastliðinn. Sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion. Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
George Simion bar sigur úr býtum fyrri umferðar kosninganna með 41 prósent atkvæða. Hann er leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena, fjarhægriflokks sem stofnaður var árið 2019 og þykir sigurstranglegur. Andstæðingur hans er Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarestar, en hann hlaut 21 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. George Simion, sem þykir sigurstranglegur, er yfirlýstur aðdáandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og hefur verið sakaður um að horfa of hýru auga til Moskvu. Þá hefur hann kallað eftir því að Rúmenía dragi úr hernaðarstuðningi til Úkraínu. Kallar Pútín stríðsglæpamann Í viðtali við Telegraph í dag þverneitar hann ásökunum um undirgefni gagnvart Rússum og kallar Pútin stríðsglæpamann. „Pútín hefur framið stríðsglæpi í Úkraínu. Hann braut alþjóðasáttmála, hann sendi byssur og skriðdreka í annað sjálfstætt ríki,“ sagði hann. „Við einblínum á vopnahlé og friðarsamkomulag. Við styðjum ríkisstjórn Trumps heilshugar í tilraunum þeirra að stilla til friðar,“ segir hann. Þá hefur hann sagst vilja gera Nató ennþá sterkara í Austur-Evrópu. „Nató er stærsta og mikilvægasta hernaðarbandalag allra tíma. Það er bráðnauðsynlegt að Pólland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin séu með.“ Þrátt fyrir það kveðst hann ekki viss um að innganga Úkraínu sé sniðug. „Ég er ekki sannfærður um að innganga Úkraínu í Nató muni stuðla að friði og öryggi,“ segir hann. Simion hefur kallað sjálfan sig „hinn evrópska MAGA frambjóðanda,“ en hann stendur að eigin sögn fyrir hefðbundnum gildum og þjóðernishyggju. Ógiltu niðurstöðurnar Sex mánuðir eru síðan stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu ógilti niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna í desember aðeins nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þurfti að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Calin Georgescu hafði þá nokkuð óvænt borið sigur úr býtum en hann var þáverandi leiðtogi Sameiningarflokks Rúmena. Ákvörðun dómstólsins kom í kjölfar þess að trúnaðargögn leyniþjónustunnar voru gerð opinber. Í þeim var gefið í skyn að Georgescu hefði grætt á aðgerð sem hefði snúið að því að snúa almenningsáliti og þannig hafa áhrif á kosninguna. Þá kom einnig fram að aðgerðinni hefði verið stýrt erlendis. Georgescu var svo meinað að bjóða sig fram á nýjan leik og Simion tók hans stað sem formaður þjóðernisflokksins. George Simion segir í viðtali við Telegraph að engin sönnunargögn hafi legið fyrir þegar niðurstöðurnar voru ógiltar. „Þeir fundu ekki snefil af sönnunargögnum áður en þau ógiltu niðurstöðurnar. Þetta voru svik. Þetta á ekki að gerast í Evrópusambandsríkjum. Við erum ekki valdboðsstjórn. Það er ekki boðlegt að banna einhverjum að bjóða sig fram í lýðræðisríki,“ segir George Simion.
Rúmenía Tengdar fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56 Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32 Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. 4. maí 2025 10:56
Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. 17. mars 2025 13:32
Forsetinn segir af sér Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, hefur tilkynnt um afsögn sína, þremur mánuðum áður en Rúmenar gera aðra tilraun til að kjósa sér nýjan forseta. 10. febrúar 2025 13:14