Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 19. maí 2025 07:01 Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Drífa Snædal Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar