Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 19. maí 2025 07:01 Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Drífa Snædal Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar þrengt er að mannréttindum eins og staðreyndin er um þessar mundir í heiminum, er byrjað á viðkvæmasta hópnum, þeim sem fæstir skilja. Í þetta sinn er trans fólk í eldlínunni en í gegnum tíðina hafa það verið hommar og lesbíur, útlendingar, fólk með fötlun, konur og aðrir hópar sem sögulega hafa ekki farið með völd og áhrif í opinberri umræðu. Og umræðan er sú sama og alltaf, það er alið á ótta við að fólk fái mannréttindi á við aðra. Að það sé á einhvern hátt skaðlegt að viðurkenna tilvist fólks og tilverurétt til jafns við aðra. Rætnar sögur fara á kreik en þegar grafið er dýpra eru þetta alltaf sömu sögurnar: Fyrir fjörutíu árum síðan voru þetta sögur um homma sem leituðu á unga drengi og reynt að draga samansemmerki á milli barnaníðs og kynhneigðar, það var meira að segja umræða um hvort hommar ættu að nota sömu sturtur í sundi og aðrir karlar. Konur þóttu of tilfinningasamar til að geta tekið þátt í rökhyggjunni sem þarf til að nýta kosningarétt, fólk með fötlun þótti illa lyktandi og óviðeigandi í samskiptum, útlendingar voru allir álitnir nauðgarar og svo mætti áfram telja. Þessi hræðsluáróður er svo gjarnan rammað inn sem vernd fyrir konur og börn en í raun er þetta ekkert annað en viðleitni til að halda í óbreytt ástand í samfélaginu. Þegar jaðarsettir hópar hafa fengið sömu réttindi og aðrir borgarar hefur það nær undantekningarlaust auðgað líf samfélagsins alls. Það ógnaði ekki gagnkynja hjónaböndum að hjónabönd tveggja einstaklinga af sama kyni hlytu viðurkenningu. Með tilkomu kvenna í stjórnmálum komust leikskólamál og kynbundið ofbeldi loks á dagskrá stjórnmálanna, öllum til hagsbóta. Fólk með fötlun er ekki lengur lokað inni á stofnunum með þeirri skerðingu á lífsgæðum sem það er fyrir þau og þeirra nánustu og í samfélagi fjölbreytilegra þjóðerna víkkar sjóndeildarhringur allra. Nú reyna þau sem óttast að missa völd, status og yfirráð að telja okkur trú um að trans fólk sé ógnin. Það er markvisst gert lítið úr þeim tilfinningum sem trans fólk upplifir, þá vanlíðan sem það upplifir og þá dýrmætu gleði sem fylgir því að fá að vera þú sjálf/t/ur. Spunnar eru sögur um „karla sem þykjast vera konur“ til þess að smygla sér inn í kvennarými; kvennaathvörf, kvennaklósett eða kvennaklefa, allt í þeim tilgangi að valda konum skaða. Litið er á „trans“ sem einhverja tískubylgju eða pólitíska afstöðu og horft framhjá því að trans fólk hefur alltaf verið til, í öllum samfélögum og menningarheimum. Umræðan er skuggalega lík umræðunni sem var um samkynhneigða fyrir nokkrum áratugum. Staðreyndin er sú að karlar hafa ekki þurft að smygla sér inn í kvennarými á fölskum forsendum til að beita þær ofbeldi – konur eru í raun í mestri hættu gagnvart þeim sem standa þeim næst. Og þegar við tölum um ofbeldi er það reynslan frá Stígamótum að ofbeldi gegn trans konum er af sama meiði og ofbeldi gegn öðrum konum. Trans fólk er reyndar mjög berskjaldað fyrir ofbeldi eins og annað fólk sem ekki passar inn í normið (fatlað fólk, útlendingar, sýnilega hinsegin fólk, og já, konur). Þegar skotleyfi er gefið á einn hóp í samfélaginu er svo auðvelt að færa mörkin og gefa skotleyfi á næsta hóp, og svo næsta. Það hefur nú þegar gerst og hafa afturhaldsöfl til dæmis beint sjónum sínum að einhverfu fólki og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ramminn utanum það sem þykir ásættanlegt þrengist og spjótin beinast í allar áttir, til dæmis að konum sem þykja karlmannlegar í útliti eða hafa karllæga kyntjáningu, of hávaxnar til dæmis, stuttklipptar, ómálaða eða of djúpraddaðar og eru dæmi þess að þeim hefur verið meinaður aðgangur að skilgreindum kvennarýmum. Og þetta mun ekki stoppa þar. Ábyrgð yfirvalda og fólks í valdastöðu er mikil, orð þeirra hafa mikið vægi og því mega yfirvöld ekki leyfa sér að afmennska fólk og ala á tortryggni í garð þeirra sem hvað mest þurfa á vernd að halda. Það að jaðarsetja ákveðna hópa setur þá beinlínis í hættu og yfirvöld verða að taka sér stöðu með mannréttindum í hvívetna og setja skýr mörk í opinberri umræðu. En ábyrgð okkar sem samfélag er einnig mikil og framlag hvers og eins okkar til baráttunnar fyrir réttlátara samfélagi skiptir máli, það hefur sagan einnig sýnt okkur. Þann árangur sem náðst hefur í mannréttindamálum á Íslandi má ekki síst þakka mikilli samstöðu innan kvennahreyfingarinnar og nú á síðustu áratugum, samstöðu kvennahreyfingarinnar og hinseginhreyfingarinnar. Þessi samstaða er fjöregg okkar, hún er dýrmæt, sjálfsögð og eðlileg og við verðum að standa vörð um hana. Við stöndum saman í baráttunni fyrir mannréttindum! Höfundar eru talskona Stígamóta og formaður Samtakanna 78.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun