Rosalegur ráshópur McIlroy Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2025 13:01 Það var langþráð þegar McIlroy gat loks klæðst græna jakkanum eftir sigur á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Scottie Scheffler, sem hafði unnið mótið árinu áður, klæddi þann norður-írska í jakkann en þeir munu spila saman á fyrstu tveimur hringum PGA-meistaramótsins sem hefst á morgun. Michael Reaves/Getty Images PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun og mun gera það með látum. Skipuleggjendur mótsins hafa stillt svakalegri þrennu saman upp í ráshóp. Rory McIlroy, nýkrýndur sigurvegari á Masters-mótinu, mun vera í ráshópi með efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler, og ríkjandi PGA-meistara, Xander Schauffele. Þessir þrír munu því spila saman fyrstu tvo hringi mótsins á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu. McIlroy vonast til að vinna annað risamótið í upphafi árs en síðastur til að vinna fyrstu tvö risamót ársins var Jordan Spieth árið 2015, sem vann þá Masters og US Open. Spieth á hins vegar eftir að vinna PGA-meistaramótið á sínum ferli. Hann vonast til að fagna sigri um helgina og feta þannig í fótspor McIlroy til að klára alslemmuna; að vinna öll risamótin fjögur á ferlinum. McIlroy kláraði alslemmuna með sigri sínum á Masters-mótinu á dögunum. Þessi þrenna, McIlroy, Scheffler og Schauffele munu ræsa klukkan 8:22 að staðartíma, klukkan 12:22 að íslenskum tíma. Það er skömmu eftir að bein útsending frá mótinu hefst á Vodafone Sport. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Rory McIlroy, nýkrýndur sigurvegari á Masters-mótinu, mun vera í ráshópi með efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler, og ríkjandi PGA-meistara, Xander Schauffele. Þessir þrír munu því spila saman fyrstu tvo hringi mótsins á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu. McIlroy vonast til að vinna annað risamótið í upphafi árs en síðastur til að vinna fyrstu tvö risamót ársins var Jordan Spieth árið 2015, sem vann þá Masters og US Open. Spieth á hins vegar eftir að vinna PGA-meistaramótið á sínum ferli. Hann vonast til að fagna sigri um helgina og feta þannig í fótspor McIlroy til að klára alslemmuna; að vinna öll risamótin fjögur á ferlinum. McIlroy kláraði alslemmuna með sigri sínum á Masters-mótinu á dögunum. Þessi þrenna, McIlroy, Scheffler og Schauffele munu ræsa klukkan 8:22 að staðartíma, klukkan 12:22 að íslenskum tíma. Það er skömmu eftir að bein útsending frá mótinu hefst á Vodafone Sport. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira