Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 17:02 Íbúar eru forvitnir um opnun verslunarinnar. Vísir/Ívar Fannar Verslun Nettó í Glæsibæ verður að öllum líkindum opnuð á morgun. Tafir hafa verið á opnun verslunarinnar vegna þess að sækja þurfti um nýtt starfsleyfi í kjölfar þess að milliveggur var rifinn niður til að stækka verslunina. „Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga. Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt. Verslunin er 400 fermetrar og er hin glæsilegasta,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa. Hún segir að ætlun þeirra hafi verið að nýta starfsleyfið sem var í gildi fyrir verslunina Iceland sem áður var í rýminu en eftir að veggurinn var rifinn niður hafi þeim verði tilkynnt að þau þyrftu að sækja um nýtt leyfi. „Við gerðum ekki ráð fyrir því að þessi breyting væri þess eðlis að hún hefði áhrif á starfsleyfi eða önnur opinber leyfi til verslunarreksturs og opnuðum við því verslunina í góðri trú. Við fengum hins vegar að vita frá borgaryfirvöldum að með því að rífa þennan vegg værum við í þeirri stöðu að þurfa að fá nýtt starfsleyfi. Við sóttum samstundis um slíkt leyfi,“ segir Gunnur Líf. Búið er að færa inngang verslunar að gömlum inngangi veitingastaðarins Saffran sem áður var í Glæsibæ. Saffran flutti í Fákafen á síðasta ári. Vísir/Ívar Fannar Byggingarfulltrúi hefur nú gefið út nýtt leyfi en áður en þau geta opnað verslunina verður einhver að koma að taka verslunina út. Gunnur á von á því að það verði gert í fyrramálið og svo verði hægt að opna verslunina eftir það. „Við verðum með góð tilboð og ætlum að vera með grill á laugardaginn fyrir,“ segir Gunnur Líf. Þessi miði blasir við þeim sem ætla sér að versla í Nettó í Glæsibæ. Vísir/Ívar Fannar Samkaup á og rekur bæði verslanir Nettó og Iceland. Tilkynnt var árið 2023 að loka ætti verslunum Iceland á Íslandi og breyta þeim í Nettó verslun. Enn eru tvær Iceland verslanir reknar á Íslandi, önnur í Staðarbergi í Hafnafirði og hin í Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík. Gunnur segir Samkaup á þeirri vegferð að loka þessum verslunum og breyta þeim en það þurfi þó alltaf að taka tillit til ýmissa ástæða eins og hvort rými þarfnist breytinga.
Verslun Matvöruverslun Reykjavík Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03
Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum. 30. júní 2023 13:44