Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2024 15:03 Könnun verðlagseftirlits ASÍ leiddi í ljós að Nettó hefði lækkað vörur sem seldar væru hjá samkeppnisaðila, en hækkað þær sem aðeins væru fáanlegar í Nettó. Vísir/KTD Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að verslanir Iceland skeri sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember á síðasta ári hafi verðlag hækkað um tíu prósent, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hafi verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum verslunum. Sérstaklega er tekið fram að verðlag sé vegið eftir mikilvægi vöruflokka. „Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirlitinu. Lækka verð á því sem samkeppnisaðilinn selur einnig Lækkun á verðlagi í Nettó er sögð breiða yfir „áhugaverða þróun“. Verð á vörum í Nettó hafi hækkað um 0,4 prósent að meðaltali undanfarið ár, þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka. Sú hækkun dreifist þó ekki jafnt. „Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.“ Sams konar mynstu hafi fundist í Krónunni nýverið, þar sem 1944-réttir sem einnig fáist í Bónus hafi reynst ódýrari en réttir sömu tegundar sem ekki fundust í Bónus. „Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.“ Vörur frá Nóa rjúka upp Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir hafi þannig verið verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hafi hækkað um 24 prósent í Bónus og um 22 prósent í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hafi hækkað um 19 prósent í Nettó og 22 prósent í Kjörbúðinni. „Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.“ Í sundurliðuninni hér að neðan megi sjá hvers vegna verð í Krónunni hafi hækkað minna en í Bónus milli ára. „Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.“ Kartöflur hækka en eggin lækka „Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Neytendur Matvöruverslun Verðlag ASÍ Efnahagsmál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sjá meira
Í tilkynningu frá eftirlitinu segir að verslanir Iceland skeri sig úr í hækkun verðlags milli ára. Frá nóvember á síðasta ári hafi verðlag hækkað um tíu prósent, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hafi verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum verslunum. Sérstaklega er tekið fram að verðlag sé vegið eftir mikilvægi vöruflokka. „Miklar sveiflur hafa verið í verðlagningu í verslunum Samkaupa, þ.e. Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni og Iceland á þessu ári. Nettó og Kjörbúðin eru nú með lægri verðlagningu en fyrir ári síðan, á meðan Krambúðin og Iceland eru aftur með dýrari matvöruverslunum. Sé horft á risana á matvörumarkaði, Bónus og Krónuna, hefur verðlag hækkað milli ára, um 4% í Bónus og um 2,2% í Krónunni,“ segir í tilkynningu frá verðlagseftirlitinu. Lækka verð á því sem samkeppnisaðilinn selur einnig Lækkun á verðlagi í Nettó er sögð breiða yfir „áhugaverða þróun“. Verð á vörum í Nettó hafi hækkað um 0,4 prósent að meðaltali undanfarið ár, þegar ekki er vegið eftir mikilvægi vöruflokka. Sú hækkun dreifist þó ekki jafnt. „Þær vörur sem Nettó selur sem einnig fást í Bónus hafa lækkað um 4% í verði milli ára að meðaltali, en vörur sem ekki má finna í Bónus hafa hækkað um 2% að meðaltali. Þetta kemur Nettó neðar í samanburði verðlagseftirlitsins.“ Sams konar mynstu hafi fundist í Krónunni nýverið, þar sem 1944-réttir sem einnig fáist í Bónus hafi reynst ódýrari en réttir sömu tegundar sem ekki fundust í Bónus. „Verðlagseftirlitið hvetur neytendur til að vera á verði gagnvart vörum sem ekki er hægt að bera beint saman milli verslana, þar getur leynst dulinn verðmunur. Nýverið benti Verðlagseftirlitið að erfitt væri að bera saman verð á Nóa Kroppi sökum þess að pakkningastærðir séu ólíkar milli verslana. Í þeirri könnun kom í ljós að kílóverð á Nóa Kroppi væri lægst í Costco.“ Vörur frá Nóa rjúka upp Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Verðhækkanir hafi þannig verið verulegar á vörum tiltekinna framleiðenda. Vörur frá Nóa Síríus hafi hækkað um 24 prósent í Bónus og um 22 prósent í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hafi hækkað um 19 prósent í Nettó og 22 prósent í Kjörbúðinni. „Nói Síríus sker sig úr þegar breytingar á verði eftir framleiðendum í Krónunni og Bónus eru skoðaðar. Verð á vörum hinna stóru sælgætisframleiðendanna, Freyju og Góu-Lindu, hækka mun minna – um 10% og 7%.“ Í sundurliðuninni hér að neðan megi sjá hvers vegna verð í Krónunni hafi hækkað minna en í Bónus milli ára. „Euroshopper og Rema vörur hafa hækkað um tæplega 6% að meðaltali. Þær vörur eru seldar í Hagkaup og Bónus. Gestus vörur hafa hins vegar lækkað um tæplega 3%. Þær vörur eru seldar í Krónunni.“ Kartöflur hækka en eggin lækka „Verð á kartöflum hækkaði mest í Bónus og Krónunni milli ára af þeim vöruflokkum sem til skoðunar voru. Súkkulaði hækkaði næstmest, en nokkrir flokkar lækkuðu í verði. Þar á meðal eru egg, sem lækka óverulega. Þetta er athyglivert í ljósi umræðu um eggjaskort á landinu,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Neytendur Matvöruverslun Verðlag ASÍ Efnahagsmál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sjá meira