Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar 12. maí 2025 10:30 Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Fólk er lendir í ofbeldi á lífsleiðinni þarf að kljást við afleiðingar alla sína ævi. Það skiptir ekki máli hvernig ofbeldið er, það breytir manneskju og sú manneskja verður aldrei söm og áður. Ég tók tal við konu um daginn er hafði lent í ofbeldi sem barn og unglingur. Hún gaf mér leyfi til að skrifa þessa grein “Ég hef unnið nánast sleitulaust úr afleiðingum af þessu ofbeldi. Oft held ég að ég sé “búin” og orðin eðlileg á ný. En þetta brýst út aftur og aftur, afleiðingar. Ég hef ekki orðið fyrir ofbeldi í mörg ár en ofbeldið er samt að vinna á mér” Ég bað hana að útskýra þetta betur fyrir mér, því ég skildi ekki hvað hún átti við. “Þó ofbeldið sé ekki lengur til staðar, þá er það að éta mig upp að innan, alla daga á einhvern hátt. Það er ekki að ég sé að upplifa ofbeldið aftur, eða sé stöðugt að hugsa um það en afleiðingarnar eru samt sem áður að eitra út frá sér.” Þessi kona flosnaði upp úr skóla og náði ekki að mennta sig. Hún vann erfiðis vinnur, og skildi ekki afhverju henni var alltaf svo illt í líkamanum. Þurfti að hætta að vinna vegna verkja og reyndi svo að finna aðrar vinnur er væru auðveldari líkamlega en á endanum var hún sett á örorku, “vegna óútskýrða verkja er kallast vefjagigt” Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, að geta ekki treyst öðru fólki né sjálfu sér, léleg sjálfsmynd, ótti við viðbrögð annarra, líkamleg einkenni líkt og vefjagigt, óútskýrðir verkir, vandamál með meltingu og almenn vanlíðan. “Ég hef oft fengið að heyra að bara aumingjar séu á örorkubótum, það sé ekkert að mér því enginn sér sárin á sálinni né sér mig því þegar dagarnir eru dimmir því þá fer ég ekki út úr húsi” Einstaklingur er lendir í ofbeldi getur kostað samfélagið mikið fé, lækniskostnaður, lyfjakostnaður, sálfræðikostnaður, lendir á örorkubótum, sumir fara í neyslu þá bætist við annar kostnaður og hvað þá ef viðkomandi leiðist svo út í afbrot og fangelsi. En það er ekki tekið með í dæmið þegar manneskja lendir í ofbeldi. Þó svo að gerandi fái dóm tekur það ekki ofbeldið til baka, örin hverfa ekki, en að fá réttlæti getur hjálpað viðkomandi brotaþola að fóta sig að nýju. “Stundur líður mér eins og ég sé að gefast upp, ég sé í raun í lífshættu því uppgjöfin er slík ég að ég sé ekki fyrir sér að geta haldið áfram með lífið. Ofbeldið er eftir öll þess ár enn að drepa mig. Það er þreytandi að fara á hnefanum, halda andliti og reyna að lifa eðlilegu lífi þegar þér finnst þú hvergi passa inn, finnst þú aldrei vera nóg, og ert sífellt á varðbergi gagnvart öllum því þú veist ekki hvað traust er. Fólk er lendir í ofbeldi, er í lífshættu löngu eftir að ofbeldinu lýkur. Að vinna úr afleiðingum ofbeldis er oft full vinna, sem þú stimplar þig ekki út eða færð sumarfrí. En með tímanum, með aðstoð, með því að segja frá, er hægt að líða aðeins betur sérhvern dag. Segðu frá Jokka G Birnudóttir, Frjálsir vængir
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar