Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar 12. maí 2025 09:00 Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eru trén í borgunum okkar lykillinn að betra samfélagi? Ný rannsókn bendir til þess að græn svæði geti gegnt lykilhlutverki í að efla félagslega samheldni og draga úr einmanaleika. Rannsókn sem gerð var í Suður-Kóreu á tímum COVID-19 og birtist nýlega í npj Urban Sustainability – hluta af Nature útgáfuröðinni – leiddi í ljós að í hverfum með meiri gróður var félagsleg upplifun jákvæðari, en á svæðum með minna af gróðri voru vísbendingar um tortryggni, sundrung og félagslega einangrun algengari. Rannsóknin, sem framkvæmd var af Yookyung Lee og Seungwoo Han, byggði á gögnum úr fjarkönnun og einstaklingsviðtölum þar sem spurt var um tengsl gróðurs, einmanaleika og samfélagslegrar upplifunar. Fjöldi fyrri rannsókna hefur sýnt að græn svæði bæta andlega og líkamlega heilsu. Þessi nýja rannsókn bendir til að áhrif þeirra nái enn lengra – þau hafi áhrif á félagslega skynjun og upplifun einstaklinga. Hún sýnir að einmanaleiki virkar sem milliliður: þeir sem búa á gróskumiklum svæðum upplifa sig síður einmana og eru líklegri til að treysta öðrum. Á hinn bóginn getur skortur á gróðri aukið upplifun af félagslegri fjarlægð og vantrausti innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að meiri gróður í borgarumhverfi dregur úr einmanaleika og eykur tilfinningu fyrir samfélagslegri samkennd. Fólk sem upplifir einmanaleika er líklegra til að sjá samfélagið sitt sem sundrað, óöruggt og ótraust. Græn svæði stuðla hins vegar að tengslamyndun með því að skapa vettvang fyrir samskipti og samveru. Rannsakendur leggja áherslu á mikilvægi borgargrænna svæða í stefnumótun og skipulagi. Þeir benda á að í löndum eins og Bretlandi og Japan hafi verið stofnuð sérstök ráðherraembætti gegn einmanaleika – og eitt helsta úrræðið sé að efla græn svæði í þéttbýli. Borgaryfirvöld um allan heim ættu því að líta á græna reiti ekki sem lúxus heldur nauðsyn. Að bæta við trjám, grænum görðum og almenningsrýmum hefur jákvæð áhrif – ekki aðeins á loftgæði og náttúru heldur einnig á líðan og samheldni samfélagsins. Nýlega skrifaði ég grein um niðurstöður Norrænu ráðherranefndarinnar varðandi 3.30.300 líkanið fyrir græn svæði í borgum. Þar fékk Ísland lægri einkunn en Færeyjar og var nánast á pari við Grænland. Líkanið byggir á þeirri hugmynd að hver borgarbúi eigi að sjá að minnsta kosti þrjú stór tré frá heimili sínu, að 30% borgarlandslagsins eigi að vera trjákrónuþekja, og að grænt svæði sé í 300 metra fjarlægð frá heimili. Þessi nálgun fellur vel að niðurstöðum rannsóknarinnar í Suður-Kóreu og undirstrikar mikilvægi gróðurs fyrir samfélagslega heilsu. Á tímum þar sem hraði og tækni hafa flækt félagsleg tengsl, getur náttúran boðið mikilvæga mótvægisaðgerð. Ef við viljum sterkari, samheldnari og heilbrigðari samfélög, ættum við að fjárfesta í grænum svæðum borganna. Hugsum um gróður sem meira en bara fegrun – hann gæti verið lykillinn að betra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun