Handbolti

Nýr for­seti norska sam­bandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Randi Gustad er nýr forseti norska handboltasambandsins.
Randi Gustad er nýr forseti norska handboltasambandsins. @randigustad

Það er ekki aðeins íslenska handboltasambandið sem er að skipta um formann sambandsins eftir langa veru í embættinu.

Randi Gustad var valin nýr forseti norska handboltalandsliðsins í dag. Hún tekur við af Kåre Geir Lio sem hefur verið forseti sambandsins í áratug. Þetta kemur fram á heimasíðu norska sambandsins.

Það var sérstök valnefnd innan stjórnar norska handboltasambandsins sem valdi Gustad. Kåre Geir Lio sóttist ekki eftir því af vera áfram forseti en hann hafði setið frá 2015.

Gustad var sjálf öflug handboltakona og Evrópumeistari með norska kvennalandsliðinu árið 2004 þegar Marit Breivik var þjálfari og Þórir Hergeirsson aðstoðarþjálfari.

Gustad er nú 48 ára gömul en hún spilaði næstum því allan feril sinn með Nordstrand IF eða frá 1997 til 2008.

Gustad spilaði alls 50 landsleiki fyrir Noreg frá 2004 til 2005 og skoraði í þeim 53 mörk. Síðasta stórmót hennar var HM 2005 þar sem norska liðið endaði í níunda sæti.

Gustad er lögfræðingur og býr í Osló. Hún hefur líka verið stjórnarmaður hjá Lyfjaeftirliti Noregs.

Undanfarin ár hefur Gustad einnig vakið athygli fyrir að vera handboltasérfræðingur í Noregi hjá TV2 sjónvarpsstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×