Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 11. maí 2025 12:31 Þegar Sovétríkin, annað helsta heimsveldi heims á 20.öldinni, féllu í árslok árið 1991, skapaðist mikill glundroði á því svæði sem þetta mikla ríki hafði náð yfir. Til urðu 15 ný sjálfstæð ríki, þar sem Rússland var stærst. Fall Sovétríkjanna þýddi að helsti ,,forystusauður“ kommúnismans og annað mesta alræðisríki jarðar, féll saman. En það gerðist án mikilla átaka og eða blóðsúthellinga. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Nýr forseti Rússlands varð Boris Jeltsín, fyrrum leiðtogi kommúnista í Moskvu. Jeltsín var alkóhólisti og sagt að hann hafi yfirleitt verið byrjaður að skvetta í sig fyrir hádegi. Frægt var til dæmis þegar hann var að koma heim úr opinberri heimsókn til Bandaríkjanna á sínum tíma og átti að koma við á Írlandi, í sína fyrstu opinberu heimsókn þar, árið 1994. Forsetavélin lenti, dyrnar opnuðust, en enginn Jeltsín kom út, talið er að hann hafi verið drukkinn, í miðju hjartaáfalli, eða bæði. Aflýsa þurfti allri dagskrá og þannig fór um sjóferð þá. Þá varð það frægt þegar Jeltsín tók að sér að stjórna lúðrasveit í opinberri heimsókn í Þýskalandi árið 1996, kallinn var í stuði þá. Snemma á ferli sínum lenti Jeltsín, sem hafði mikinn og sterkan persónuleika, í deilum við rússneska þingið, dúmuna, en henni var stjórnað af aðilum sem voru pólitískir andstæðingar hans. Gríðarleg valdabarátta upphófst þarna haustið 1993, sem endaði með því að Jeltsín skipaði skriðdrekum að skjóta á þinghúsið í Moskvu, þar sem andstæðingar hans höfðu lokað sig inni. Hafði Jeltsín sigur í þessari rimmu og upp frá þessu fór hann að stýra Rússlandi í gegnum glundroðann með tilskipunum. Á næsta ári eða svo gaf hann út mikinn fjölda tilskipana og má segja að orð hans hafi verið lög. Valdaferill Jeltsín einskenndist af miklum átökum, meðal annars stríði í Téténíu frá 1994-1996. Hann lét síðan af embætti árið áramótin 1999/2000 og við tók ungur KGB ofursti, Vladimír nokkur Pútín, en það er önnur saga. Donald Trump er aftur kominn á forsetastól, en ólíkt Jeltsín, er hann ekki fyllibytta og sagt er að hann hafi alveg látið áfengið eiga sig. Eldri bróðir Trump, Fred Trump, glímdi hins vegar við þennan sjúkdóm og átti hann stóran þátt í dauða hans. Það var auðvitað fjölskylduharmleikur. Tilskipanafyllerí Hins vegar er Donald Trump á einskonar fylleríi, já hann er á ,,tilskipanafylleríi“. Á fyrstu hundrað dögunum í embætti krotaði Trump á 143 tilskipanir, meira en eina á dag. Hann er því búinn að þyrla upp þvílíku ,,ryki“ í kerfinu að annað eins hefur ekki sést. Trump hefur slegið met Franlin D.Roosevelt, sem gaf úf 99 tilskipanir á sínum fyrstu 100 dögum. Joe Biden, er bara peð í samanburði við Trump, með 42 á fyrstu 100 dögunum árið 2021. Þá hefur Trump einnig ógilt fjölda tilskipana frá Joe Biden (sem hann er í raun með á heilanum). Með þessum gríðarlega fjölda tilskipana vill Trump ,,yfirfylla“ kerfið ef svo má segja og koma t.d. í veg fyrir að þær fái meðal annars þá umfjöllun sem þær ættu að fá, t.d. í fjölmiðlum. Þetta er í raun eins og að stútfylla baðkar, en skrúfa ekki fyrir, láta bara renna og renna, enda kalla fréttamenn þessa aðferð ,,flood the zone.“ Maðurinn er bókstaflega eins og naut í flagi og skapar gríðarlega óvissu, sem meðal annars birtist í miklum sveiflum á mörkuðum, en almennt séð hata viðskiptaaðilar óvissu. Dollarinn, þessi klettur í alþjóðaviðskiptum, hefur hrapað í virði. Tilskipanir Trumps eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar og geta sumar verið tiltölulega ,,saklausar“ eins og t.d. að breyta um nafnið a Mexíkóflóa og taka upp Ameríkuflói í staðinn (þó það hafi valdið deilum). Þetta er meira táknræn aðgerð, en að hún hafi t.d. áhrif á líf milljóna manna. Á móti gæti t.d. tilskipun númer 10 sem hann samþykkti haft meiri áhrif, en með henni lýsti Trump yfir neyðarástandi í orkumálum Bandaríkjunum (,,state of energy emergency“) eða númer 19, sem snýr að ástandinu í innflytjendamálum og kveður meðal annars á um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Allir vita að veggir hafa áhrif. Með þing og flokk í vasanum Með þessum tilskipunum er Trump að nýta sér valdheimildir stjórnarskrárinnar til hins ýtrasta og í raun má segja að hann stjórni nú eins og einvaldur eða bara konungur. Með tilskipunum sínum sniðgengur hann þingið, enda hefur hann það í vasanum, rétt eins og flokkinn sjálfan, Repúblíkanaflokkinn. Donald Trump hefur að miklu leyti tekið yfir Bandaríkin í krafti bullandi þjóðernishyggju og það er ekki bara mikill fjöldi tilskipana sem sett hefur svip sinn á upphaf síðara kjörtímabils hans (hann segist ekki ætla að að bjóða sig fram í þriðja sinn, en hverju á trúa frá honum?) heldur einnig augljósar tilhneigingar til alræðis. Hann ræðst á fjölmiðla, ræðst gegn háskólum og því sem kallast ,,akademískt frelsi“ og alríkistofnunum er jafnvel beitt gegn einstaka persónum. Fyrir skömmu rak hann einnig yfirmann bókasafns bandaríska þingins (,,Library of Congress“), sem er ein merkasta stofnun heims. Carla Hayden, sem stjórnaði því, er svört á hörund og fyrsti svarti einstaklingurinn til að gegna þessu embætti. Ástæðan: Of miklar áherslur á fjölmenningu og frjálslyndi. Þetta er nánast skilgreiningin á pólitískum hreinsunum og geðþóttavaldi. Trump ræðst einnig bæði á einstaka dómara og lögfræðistofur, sem gætu t.d. höfðað mál gegn honum. Dómskerfi Bandaríkjanna bókstaflega logar vegna mála sem tilkomin eru eftir að Trump tók við völdum. Þetta er í stíl við feril hans, en lögsóknir sem Trump hefur átt aðild að nema þúsundum. Allt þetta gerir að verkum að fleiri og fleiri fræðimenn líta alls ekki lengur á Bandaríkin sem lýðræðisríki lengur. Hnignun lýðræðis Þetta er hluti af þeirri hnignun lýðræðis og mannréttinda sem á sér stað víða um og birtist meðal annars í miklu bakslagi í réttindum kvenna og minnihlutahópa. Þetta er grafalvarleg þróun og fólk sem aðhyllist þessi fyrirbæri, þ.e.a.s. lýðræði, mannréttindi og almennt frjálslyndi, þarf að vakna og láta heyra í sér. Það er einmitt nefnilega þannig sem skaðlegustu alræðisríki heims hingað til hafa virkað, þ.e.a.s. þau hafa með markvissum hætti traðkað á mannréttindum og lýðræði. Það tók t.d. aðeins um hálft á í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar að gera það land að fullkomnu alræðisríki. Þá var bókstaflega búið að taka þýskt lýðræði úr sambandi. Allir vita hvernig það endaði. Lifir kerfið Trump af? En mun bandaríska kerfið og bandarískt samfélag ráða við þetta? Það er byggt upp á þrígreiningu valdsins, í löggjafar, framkvæmda og dómsvald. Þessir þættir eiga að hafa eftirlit hver með öðrum, nokkuð sem kallast ,,checks and balances“. Nú reynir á þetta kerfi þegar einstaklingur á borð við Trump kemst til valda, sem hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann sé nú ekki alveg viss um það hvort hann þurfi að virða stjórnarskránna, heilagasta ,,pappír“ Bandaríkjanna fyrr og síðar og nokkuð sem Bandaríkjamenn tala gjarnan um með miklu stolti. Nú er hins vegar komin til valda einstaklingur sem er á allt annarri línu og setur þar með ákveðið fordæmi. Meðal almennings vex mótmælaalda gegn aðgerðum og hegðun Donalds Trump og undanfarið hafa verið haldnar fjöldasamkomur með jafnvel tugum þúsunda manna, þar sem stefnu hans er mótmælt. Því það er ýmislegt sem bendir til þess að margt í óreiðukenndum aðgerðum Trump muni koma harðast niður á venjulegu fólki, almenningi, og hópum sem hann lofaði betra lífi, yrði hann kosinn. Auðkýfingarnir sem hann hefur ráðið í teymi sitt munu hins vegar ekki finna fyrir þessum hlutum. Spennan magnast haustið 2026 Með þessu áframhaldi mun Trump skrifa undir þúsundir tilskipana á næstu árum, en líklega verður það nú ekki raunin. Á næsta ári verða þingkosningar (,,mid terms“) í Bandaríkjunum, þar sem kosið verður um alla 435 þingmenn fulltrúadeildarinnar og 33 af 100 sætum öldungadeildar. Í dag er Trump með meirihluta á báðum stöðum. Tapi hann hins vegar bæði þingi og öldungadeild, breytist staða hans verulega. Þannig að strax haustið 2026, þegar Bandaríkin verða nýorðin 250 ára, þá magnast spennan. Það má kannski segja að Donald Trump sé pínulítið eins og fíknilyf eða nikótín, það er létt hægt að verða háður honum, en á sama tíma vill maður helst af öllu losna við hann. Merkileg áhrif sem þessi helsti lýðskrumari samtímans hefur og það eru nánast engin grá svæði í kringum Donald Trump, þér annað hvort líkar við hann eða mislíkar. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Donald Trump Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar Sovétríkin, annað helsta heimsveldi heims á 20.öldinni, féllu í árslok árið 1991, skapaðist mikill glundroði á því svæði sem þetta mikla ríki hafði náð yfir. Til urðu 15 ný sjálfstæð ríki, þar sem Rússland var stærst. Fall Sovétríkjanna þýddi að helsti ,,forystusauður“ kommúnismans og annað mesta alræðisríki jarðar, féll saman. En það gerðist án mikilla átaka og eða blóðsúthellinga. Sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Nýr forseti Rússlands varð Boris Jeltsín, fyrrum leiðtogi kommúnista í Moskvu. Jeltsín var alkóhólisti og sagt að hann hafi yfirleitt verið byrjaður að skvetta í sig fyrir hádegi. Frægt var til dæmis þegar hann var að koma heim úr opinberri heimsókn til Bandaríkjanna á sínum tíma og átti að koma við á Írlandi, í sína fyrstu opinberu heimsókn þar, árið 1994. Forsetavélin lenti, dyrnar opnuðust, en enginn Jeltsín kom út, talið er að hann hafi verið drukkinn, í miðju hjartaáfalli, eða bæði. Aflýsa þurfti allri dagskrá og þannig fór um sjóferð þá. Þá varð það frægt þegar Jeltsín tók að sér að stjórna lúðrasveit í opinberri heimsókn í Þýskalandi árið 1996, kallinn var í stuði þá. Snemma á ferli sínum lenti Jeltsín, sem hafði mikinn og sterkan persónuleika, í deilum við rússneska þingið, dúmuna, en henni var stjórnað af aðilum sem voru pólitískir andstæðingar hans. Gríðarleg valdabarátta upphófst þarna haustið 1993, sem endaði með því að Jeltsín skipaði skriðdrekum að skjóta á þinghúsið í Moskvu, þar sem andstæðingar hans höfðu lokað sig inni. Hafði Jeltsín sigur í þessari rimmu og upp frá þessu fór hann að stýra Rússlandi í gegnum glundroðann með tilskipunum. Á næsta ári eða svo gaf hann út mikinn fjölda tilskipana og má segja að orð hans hafi verið lög. Valdaferill Jeltsín einskenndist af miklum átökum, meðal annars stríði í Téténíu frá 1994-1996. Hann lét síðan af embætti árið áramótin 1999/2000 og við tók ungur KGB ofursti, Vladimír nokkur Pútín, en það er önnur saga. Donald Trump er aftur kominn á forsetastól, en ólíkt Jeltsín, er hann ekki fyllibytta og sagt er að hann hafi alveg látið áfengið eiga sig. Eldri bróðir Trump, Fred Trump, glímdi hins vegar við þennan sjúkdóm og átti hann stóran þátt í dauða hans. Það var auðvitað fjölskylduharmleikur. Tilskipanafyllerí Hins vegar er Donald Trump á einskonar fylleríi, já hann er á ,,tilskipanafylleríi“. Á fyrstu hundrað dögunum í embætti krotaði Trump á 143 tilskipanir, meira en eina á dag. Hann er því búinn að þyrla upp þvílíku ,,ryki“ í kerfinu að annað eins hefur ekki sést. Trump hefur slegið met Franlin D.Roosevelt, sem gaf úf 99 tilskipanir á sínum fyrstu 100 dögum. Joe Biden, er bara peð í samanburði við Trump, með 42 á fyrstu 100 dögunum árið 2021. Þá hefur Trump einnig ógilt fjölda tilskipana frá Joe Biden (sem hann er í raun með á heilanum). Með þessum gríðarlega fjölda tilskipana vill Trump ,,yfirfylla“ kerfið ef svo má segja og koma t.d. í veg fyrir að þær fái meðal annars þá umfjöllun sem þær ættu að fá, t.d. í fjölmiðlum. Þetta er í raun eins og að stútfylla baðkar, en skrúfa ekki fyrir, láta bara renna og renna, enda kalla fréttamenn þessa aðferð ,,flood the zone.“ Maðurinn er bókstaflega eins og naut í flagi og skapar gríðarlega óvissu, sem meðal annars birtist í miklum sveiflum á mörkuðum, en almennt séð hata viðskiptaaðilar óvissu. Dollarinn, þessi klettur í alþjóðaviðskiptum, hefur hrapað í virði. Tilskipanir Trumps eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar og geta sumar verið tiltölulega ,,saklausar“ eins og t.d. að breyta um nafnið a Mexíkóflóa og taka upp Ameríkuflói í staðinn (þó það hafi valdið deilum). Þetta er meira táknræn aðgerð, en að hún hafi t.d. áhrif á líf milljóna manna. Á móti gæti t.d. tilskipun númer 10 sem hann samþykkti haft meiri áhrif, en með henni lýsti Trump yfir neyðarástandi í orkumálum Bandaríkjunum (,,state of energy emergency“) eða númer 19, sem snýr að ástandinu í innflytjendamálum og kveður meðal annars á um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Allir vita að veggir hafa áhrif. Með þing og flokk í vasanum Með þessum tilskipunum er Trump að nýta sér valdheimildir stjórnarskrárinnar til hins ýtrasta og í raun má segja að hann stjórni nú eins og einvaldur eða bara konungur. Með tilskipunum sínum sniðgengur hann þingið, enda hefur hann það í vasanum, rétt eins og flokkinn sjálfan, Repúblíkanaflokkinn. Donald Trump hefur að miklu leyti tekið yfir Bandaríkin í krafti bullandi þjóðernishyggju og það er ekki bara mikill fjöldi tilskipana sem sett hefur svip sinn á upphaf síðara kjörtímabils hans (hann segist ekki ætla að að bjóða sig fram í þriðja sinn, en hverju á trúa frá honum?) heldur einnig augljósar tilhneigingar til alræðis. Hann ræðst á fjölmiðla, ræðst gegn háskólum og því sem kallast ,,akademískt frelsi“ og alríkistofnunum er jafnvel beitt gegn einstaka persónum. Fyrir skömmu rak hann einnig yfirmann bókasafns bandaríska þingins (,,Library of Congress“), sem er ein merkasta stofnun heims. Carla Hayden, sem stjórnaði því, er svört á hörund og fyrsti svarti einstaklingurinn til að gegna þessu embætti. Ástæðan: Of miklar áherslur á fjölmenningu og frjálslyndi. Þetta er nánast skilgreiningin á pólitískum hreinsunum og geðþóttavaldi. Trump ræðst einnig bæði á einstaka dómara og lögfræðistofur, sem gætu t.d. höfðað mál gegn honum. Dómskerfi Bandaríkjanna bókstaflega logar vegna mála sem tilkomin eru eftir að Trump tók við völdum. Þetta er í stíl við feril hans, en lögsóknir sem Trump hefur átt aðild að nema þúsundum. Allt þetta gerir að verkum að fleiri og fleiri fræðimenn líta alls ekki lengur á Bandaríkin sem lýðræðisríki lengur. Hnignun lýðræðis Þetta er hluti af þeirri hnignun lýðræðis og mannréttinda sem á sér stað víða um og birtist meðal annars í miklu bakslagi í réttindum kvenna og minnihlutahópa. Þetta er grafalvarleg þróun og fólk sem aðhyllist þessi fyrirbæri, þ.e.a.s. lýðræði, mannréttindi og almennt frjálslyndi, þarf að vakna og láta heyra í sér. Það er einmitt nefnilega þannig sem skaðlegustu alræðisríki heims hingað til hafa virkað, þ.e.a.s. þau hafa með markvissum hætti traðkað á mannréttindum og lýðræði. Það tók t.d. aðeins um hálft á í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar að gera það land að fullkomnu alræðisríki. Þá var bókstaflega búið að taka þýskt lýðræði úr sambandi. Allir vita hvernig það endaði. Lifir kerfið Trump af? En mun bandaríska kerfið og bandarískt samfélag ráða við þetta? Það er byggt upp á þrígreiningu valdsins, í löggjafar, framkvæmda og dómsvald. Þessir þættir eiga að hafa eftirlit hver með öðrum, nokkuð sem kallast ,,checks and balances“. Nú reynir á þetta kerfi þegar einstaklingur á borð við Trump kemst til valda, sem hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann sé nú ekki alveg viss um það hvort hann þurfi að virða stjórnarskránna, heilagasta ,,pappír“ Bandaríkjanna fyrr og síðar og nokkuð sem Bandaríkjamenn tala gjarnan um með miklu stolti. Nú er hins vegar komin til valda einstaklingur sem er á allt annarri línu og setur þar með ákveðið fordæmi. Meðal almennings vex mótmælaalda gegn aðgerðum og hegðun Donalds Trump og undanfarið hafa verið haldnar fjöldasamkomur með jafnvel tugum þúsunda manna, þar sem stefnu hans er mótmælt. Því það er ýmislegt sem bendir til þess að margt í óreiðukenndum aðgerðum Trump muni koma harðast niður á venjulegu fólki, almenningi, og hópum sem hann lofaði betra lífi, yrði hann kosinn. Auðkýfingarnir sem hann hefur ráðið í teymi sitt munu hins vegar ekki finna fyrir þessum hlutum. Spennan magnast haustið 2026 Með þessu áframhaldi mun Trump skrifa undir þúsundir tilskipana á næstu árum, en líklega verður það nú ekki raunin. Á næsta ári verða þingkosningar (,,mid terms“) í Bandaríkjunum, þar sem kosið verður um alla 435 þingmenn fulltrúadeildarinnar og 33 af 100 sætum öldungadeildar. Í dag er Trump með meirihluta á báðum stöðum. Tapi hann hins vegar bæði þingi og öldungadeild, breytist staða hans verulega. Þannig að strax haustið 2026, þegar Bandaríkin verða nýorðin 250 ára, þá magnast spennan. Það má kannski segja að Donald Trump sé pínulítið eins og fíknilyf eða nikótín, það er létt hægt að verða háður honum, en á sama tíma vill maður helst af öllu losna við hann. Merkileg áhrif sem þessi helsti lýðskrumari samtímans hefur og það eru nánast engin grá svæði í kringum Donald Trump, þér annað hvort líkar við hann eða mislíkar. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun