Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. maí 2025 21:12 Daníel Hafsteinsson skoraði tvö mörk fyrir Vikinga í dag. Vísir/Anton Víkingar komu sér aftur á toppinn í Bestu deildinni eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Tólfta tap FH í röð gegn Víkingum, sem virðast vera með heljartak á Hafnfirðingum. Þrátt fyrir að vera lítið með boltann þá voru gestirnir í FH mun hættulegri á upphafsmínútunum. Þeim tókst þó ekki að nýta þau tækifæri. Á 19. mínútu var þeim refsað grimmilega. Ahmad Faqa átti þá algjörlega misheppnaða sendingu á Grétar Snæ Gunnarsson og endaði boltinn aftur fyrir endamörk og hornspyrna niðurstaðan. Helgi Guðjónsson tók þá spyrnu og smellti honum beint á Svein Gísla Þorkelsson sem skallaði boltann í netið. Fyrsta mark Sveins Gísla á ferlinum í Bestu deildinni. Á 33. mínútu skoraði FH, einnig eftir fast leikatriði. Kjartan Kári Halldórsson átti þá þrumuskot úr aukaspyrnu sem Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem stóð í marki Víkinga vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, varði beint út í teiginn. Þar var Böðvar Böðvarsson fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. Víkingar voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og komust aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar. Aftur voru FH-ingar í vandræðum í uppspili sínu aftast á vellinum. Nú gaf Mathias Rosenorn, markvörður FH, sendingu inn á miðjuna á Tómas Orra Róbertsson. Daníel Hafsteinsson var mættur alveg í andlitið á Tómasi Orra þegar boltinn kom til hans og reyndi hann því að koma boltanum frá sér strax. Það heppnaðist ekki betur en svo að boltinn skaust í átt að marki FH og endaði í netinu að lokum. Erfitt var að sjá hvort hreinlega um sjálfsmark væri að ræða eða hvort Daníel hafði náð snertingu á knöttinn. Staðan 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór afar rólega af stað. Það var ekki í raun fyrr en á 65. mínútu þar sem eitthvað markvert gerðist. Úlfur Ágúst Björnsson skallaði þá boltann yfir úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum seinna skoruðu Víkingar, enn og aftur eftir klaufagang í uppspili FH-inga. Nú gaf hreinlega Mathias Rosenorn boltann beint á Daníel Hafsteinsson sem keyrði í átt að marki og renndi honum í netið. Leiknum lauk hreinlega við þetta mark og fjaraði leikurinn nokkurn veginn út, fyrir utan nokkur hálffæri. Atvik leiksins Annað mark Víkinga. Mathias Rosenorn með tæpa sendingu inn á miðjuna þar sem Tómas Orri er í afar erfiðri stöðu. Endar það með því að Víkingar komast yfir augnabliki eftir að FH hafði jafnað leikinn. Stjörnur og skúrkar Sveinn Gísli Þorkelsson, Stígur Diljan Þórðarson og Helgi Guðjónsson voru að mínu mati bestu leikmenn vallarins í dag. Sveinn Gísli afar öruggur aftast á vellinum og með gott mark. Stígur Diljan og Helgi ógnuðu svo í sífellu vörn FH með fínum leik upp vinstri kantinn. Áhugavert var að sjá að framherjinn Helgi var hreinlega bakvörður í þessum leik í fjögurra manna varnarlínu. Mathias Rosenorn átt hræðilegan leik í marki FH-inga. Gaf tvö mörk og er það allt of dýrt, sérstaklega gegn liði eins og Víkingi. Það reyndi ekki mikið á Pálma Rafn í marki Víkinga í dag, en hann var þó afar óöruggur í sínum aðgerðum í markinu. Víkingar geta sennilega ekki beðið eftir því að fá Ingvar aftur í rammann. Dómarar Helgi Mikael Jónasson var flottur í kvöld. Hafði góð tök á leiknum. Stemning og umgjörð Það var flott mæting í Víkina í kvöld að vanda. Sólin skein og örlítill blástur. Allt upp á tíu hjá heimamönnum. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.Vísir/Einar Sölvi Geir Ottesen: Mér fannst þetta alltaf vera í okkar höndum og í okkar stjórn „Alltaf gott að fá sigur og við erum bara mjög glaðir með það og ánægður með orkuna og fókusinn. Sérstaklega í varnarleiknum. Mér fannst við geta nýtt okkur betur stöðurnar. Við vorum oft komnir með þá í góðar stöður hérna á síðasta þriðjung, en ég bara hefði viljað fá fleiri færi hjá okkar mönnum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir leik. „Mér fannst þetta alltaf vera í okkar höndum og í okkar stjórn. Ég er bara mjög sáttur með þetta.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leik að pressa Víkinga hafi ekki verið góð í dag. Sölvi Geir var inntur eftir viðbrögðum við því. „Ég meina þriðja markið var mjög góð pressa, þar sem Daníel er með sterka pressu á þá. Við unnum 3-1 hérna og ég er mjög glaður með það. Auðvitað er margt sem við hefðum getað gert betur í leiknum, en sigur.“ Víkingar hafa verið örlítið gagnrýndir á tímabilinu varðandi fá mörk úr opnum leik. Mörk Víkinga í dag komu upp úr mistökum gestanna í öftustu línu og svo úr hornspyrnu. Sölvi Geir hefur þó ekki áhyggjur. „Ég myndi ekki segja að það væri áhyggjuefni, það mun bara koma hjá okkur. Núna komu mörkin bara öðruvísi í dag. Vissulega hefðum við viljað nýta stöðurnar betur í opna leiknum en FH-ingarnir voru fljótir að droppa niður með marga menn undir boltann og við vorum bara ekki að finna leiðirnar í gegnum það í dag. Það kemur bara í næsta leik.“ Ingvar Jónsson, aðalmarkvörður Víkinga, var ekki með í dag vegna meiðsla og stóð Pálmi Rafn Arinbjörnsson í markinu í hans stað. En hvenær eiga Víkingar von á að sjá Ingvar aftur í markinu? „Ég er ekki alveg viss. Ég held að það sé ekki langur tími, en ég er ekki viss. Við verðum bara að sjá til.“ Besta deild karla FH Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Víkingar komu sér aftur á toppinn í Bestu deildinni eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Tólfta tap FH í röð gegn Víkingum, sem virðast vera með heljartak á Hafnfirðingum. Þrátt fyrir að vera lítið með boltann þá voru gestirnir í FH mun hættulegri á upphafsmínútunum. Þeim tókst þó ekki að nýta þau tækifæri. Á 19. mínútu var þeim refsað grimmilega. Ahmad Faqa átti þá algjörlega misheppnaða sendingu á Grétar Snæ Gunnarsson og endaði boltinn aftur fyrir endamörk og hornspyrna niðurstaðan. Helgi Guðjónsson tók þá spyrnu og smellti honum beint á Svein Gísla Þorkelsson sem skallaði boltann í netið. Fyrsta mark Sveins Gísla á ferlinum í Bestu deildinni. Á 33. mínútu skoraði FH, einnig eftir fast leikatriði. Kjartan Kári Halldórsson átti þá þrumuskot úr aukaspyrnu sem Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem stóð í marki Víkinga vegna meiðsla Ingvars Jónssonar, varði beint út í teiginn. Þar var Böðvar Böðvarsson fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. Víkingar voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og komust aftur yfir aðeins þremur mínútum síðar. Aftur voru FH-ingar í vandræðum í uppspili sínu aftast á vellinum. Nú gaf Mathias Rosenorn, markvörður FH, sendingu inn á miðjuna á Tómas Orra Róbertsson. Daníel Hafsteinsson var mættur alveg í andlitið á Tómasi Orra þegar boltinn kom til hans og reyndi hann því að koma boltanum frá sér strax. Það heppnaðist ekki betur en svo að boltinn skaust í átt að marki FH og endaði í netinu að lokum. Erfitt var að sjá hvort hreinlega um sjálfsmark væri að ræða eða hvort Daníel hafði náð snertingu á knöttinn. Staðan 2-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór afar rólega af stað. Það var ekki í raun fyrr en á 65. mínútu þar sem eitthvað markvert gerðist. Úlfur Ágúst Björnsson skallaði þá boltann yfir úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum seinna skoruðu Víkingar, enn og aftur eftir klaufagang í uppspili FH-inga. Nú gaf hreinlega Mathias Rosenorn boltann beint á Daníel Hafsteinsson sem keyrði í átt að marki og renndi honum í netið. Leiknum lauk hreinlega við þetta mark og fjaraði leikurinn nokkurn veginn út, fyrir utan nokkur hálffæri. Atvik leiksins Annað mark Víkinga. Mathias Rosenorn með tæpa sendingu inn á miðjuna þar sem Tómas Orri er í afar erfiðri stöðu. Endar það með því að Víkingar komast yfir augnabliki eftir að FH hafði jafnað leikinn. Stjörnur og skúrkar Sveinn Gísli Þorkelsson, Stígur Diljan Þórðarson og Helgi Guðjónsson voru að mínu mati bestu leikmenn vallarins í dag. Sveinn Gísli afar öruggur aftast á vellinum og með gott mark. Stígur Diljan og Helgi ógnuðu svo í sífellu vörn FH með fínum leik upp vinstri kantinn. Áhugavert var að sjá að framherjinn Helgi var hreinlega bakvörður í þessum leik í fjögurra manna varnarlínu. Mathias Rosenorn átt hræðilegan leik í marki FH-inga. Gaf tvö mörk og er það allt of dýrt, sérstaklega gegn liði eins og Víkingi. Það reyndi ekki mikið á Pálma Rafn í marki Víkinga í dag, en hann var þó afar óöruggur í sínum aðgerðum í markinu. Víkingar geta sennilega ekki beðið eftir því að fá Ingvar aftur í rammann. Dómarar Helgi Mikael Jónasson var flottur í kvöld. Hafði góð tök á leiknum. Stemning og umgjörð Það var flott mæting í Víkina í kvöld að vanda. Sólin skein og örlítill blástur. Allt upp á tíu hjá heimamönnum. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.Vísir/Einar Sölvi Geir Ottesen: Mér fannst þetta alltaf vera í okkar höndum og í okkar stjórn „Alltaf gott að fá sigur og við erum bara mjög glaðir með það og ánægður með orkuna og fókusinn. Sérstaklega í varnarleiknum. Mér fannst við geta nýtt okkur betur stöðurnar. Við vorum oft komnir með þá í góðar stöður hérna á síðasta þriðjung, en ég bara hefði viljað fá fleiri færi hjá okkar mönnum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir leik. „Mér fannst þetta alltaf vera í okkar höndum og í okkar stjórn. Ég er bara mjög sáttur með þetta.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leik að pressa Víkinga hafi ekki verið góð í dag. Sölvi Geir var inntur eftir viðbrögðum við því. „Ég meina þriðja markið var mjög góð pressa, þar sem Daníel er með sterka pressu á þá. Við unnum 3-1 hérna og ég er mjög glaður með það. Auðvitað er margt sem við hefðum getað gert betur í leiknum, en sigur.“ Víkingar hafa verið örlítið gagnrýndir á tímabilinu varðandi fá mörk úr opnum leik. Mörk Víkinga í dag komu upp úr mistökum gestanna í öftustu línu og svo úr hornspyrnu. Sölvi Geir hefur þó ekki áhyggjur. „Ég myndi ekki segja að það væri áhyggjuefni, það mun bara koma hjá okkur. Núna komu mörkin bara öðruvísi í dag. Vissulega hefðum við viljað nýta stöðurnar betur í opna leiknum en FH-ingarnir voru fljótir að droppa niður með marga menn undir boltann og við vorum bara ekki að finna leiðirnar í gegnum það í dag. Það kemur bara í næsta leik.“ Ingvar Jónsson, aðalmarkvörður Víkinga, var ekki með í dag vegna meiðsla og stóð Pálmi Rafn Arinbjörnsson í markinu í hans stað. En hvenær eiga Víkingar von á að sjá Ingvar aftur í markinu? „Ég er ekki alveg viss. Ég held að það sé ekki langur tími, en ég er ekki viss. Við verðum bara að sjá til.“
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn