Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar 8. maí 2025 13:02 Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun