Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:31 Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun