Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar 5. maí 2025 10:02 Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar