Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar 5. maí 2025 10:02 Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn kemur í hugann þegar ég hugsa um landsfund Landsambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjanesbæ þann 29. apríl sl. Þar voru um 170 manns mættir af öllu landinu til að ræða sín mál og leggja grunninn að komandi mánuðum og árum í starfi sambandsins. Krafturinn og samstaðan í hópnum kom svo greinilega fram og er það ekki lítið veganesti fyrir þá stjórn sem nú tekur við taumunum. Til okkar á fundinn komu góðir gestir, m.a. forseti Íslands Halla Tómasdóttir og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Báðar minntu þær okkur sérstaklega á það að við eigum að halda utan um náungan og passa upp á hvert annað þar sem einmanaleiki er vaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Við fengum frábæra fyrirlesara á fundinn sem enn og aftur minntu á einmanaleika og félagslega einangrun, sem getur haft alvarlegar afleyðingar. Eins og vera ber voru kjaramálin og húsnæðismálin helstu umræðuefnin. Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka munin á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af. Skerðingarmörkin voru rædd en þau eru 36.500 kr. vegna lífeyristekna og fjármagnstekna. Hver króna umfram 36.500 kr. skerðist um 45 aura. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkistjórnar er komið inn á mjög margar af þeim kröfum sem LEB hefur verið með svo það virðist sem loksins sé farið að hlusta á okkur. Fyrir liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir því að grunnlífeyrir hækki samkvæmt launavísitölu sem er mjög jákvætt en því miður þrátt fyrir þetta þá mun bilið á milli grunnlífeyris og lægsta taxta halda áfram að aukast og þessi munur er óásættanlegur. Ef launavísitala hefði verið í gildi t.d. frá desember 2019 til desember 2024 þá væri grunnlífeyririnn rúmlega 30.000 kr. hærri en hann er í dag. Það er líka gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmálanum að skerðingarmörkin hækki úr 36.500 kr. í 60.000 kr. Þetta er vel en þessi aðgerð mun ekki skila meira í vasa lífeyrisþega en 6.555 kr. þegar búið er að reikna skatta og skerðingar.. Mikið var rætt um húsnæðismál eldri borgara á fundinum og ljóst er að þeir sem eru með lægstu tekjurnar eru að borga allt upp í 70-80% af sínum tekjum í húsnæðiskostnað og ljóst að þá er ekki mikið eftir til að lifa á. Það kom mjög skýrt fram á fundinum að það þarf að rétta sérstaklega hlut þeirra verst settu. Málflutningur LEB um að það séu 15.000 manns sem eru með tekjur undir lágmarkslaunum var staðfestur í svari við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen til Fjármála-og efnahagsmálaráðherra um hverjar væru tekjur lífeyrisþega m.v. lægstu laun. Í svarinu kemur fram að á árinu 2023 voru lágmarkslaun rúmlega 402.000 kr og fram kemur að 27% karla og 40% kvenna voru með tekjur undir lágmarkslaunum. Er það verjandi fyrir pólítíkina í landinu að svona skuli vera komið fyrir stórum hópi eldri borgara? Landsfundur LEB sagði nei og fól stjórn og kjaranefnd sambandsins að berjast fyrir málefnum eldri borgara með kjafti og klóm með samstilltum stuðningi allra eldri borgara þessa lands. Nýkjörin stjórn mun ekki liggja á liði sínu með að halda stjórnvöldum og öðrum er málið varða vakandi um okkar málefni. Höfundur formaður LEB
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar