Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar 2. maí 2025 07:32 Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun