Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 28. apríl 2025 08:00 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist annar hluti tillögupakkans sem snýr að auknu aðhaldi og forgangsröðun verkefna. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 2: AUKIÐ AÐHALD OG FORGANGSRÖÐUN VERKEFNA - 12 tillögur Tillaga 9 – Endurskoða samninga við verktaka og arkitekta Farið verði í greiningu á samningum borgarinnar við verktaka og arkitekta og meta hvort tilefni sé til þess að draga úr umfangi þeirra og kanna hversu hátt hlutfall þeirra fer í útboð. Meta hvort ekki felist hagræði í því að setja fleiri samninga í útboð með það að markmiði að fá hagstæðari tilboð. Dæmi um útboð sem hefur leitt til hagstæðra kjara er útboð vegna trjáfellinga í Öskjuhlíðinni en með útboðinu sparaði borgin hundruði milljóna króna. Einnig mætti skoða tímamörk samninga og hversu oft slíkir samningar fela í sér opna tékka til útgjalda. Tillaga 10 – Bílastæðastefnan fryst Bílastæðastefnan og fækkun bílastæða verði fryst þar til Borgarlínan hefur hafið akstur. Þannig sparast tími borgarstarfsmanna og fjármagn tímabundið á meðan unnið er að öðrum brýnum verkefnum. Tillaga 11 – Hætta með Hverfið mitt tímabundið Hætta með Hverfið mitt tímabundið þar til fjárhagsstaða borgarinnar er betri. Tillaga 12 – Vetrargarðurinn settur á ís Setja áform um Vetrargarð í Reykjavík á ís þangað til að búið er að létta á skuldum borgarinnar. Tillaga 13 – Kerfið hugsað til langs tíma (með áherslu á forvarnir) Aukið fjármagn verði sett í fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem forvarnir og lýðheilsu og fyrsta stigs þjónustu til að draga úr þeim kostnaði sem hlýst af því af að grípa ekki fyrr inn í vanda barna og ungmenna. Þetta styður einnig við markmið laga um farsæld barna. Með þessu er hægt að minnka kostnaðinn við þjónustu á öðru og þriðja stigi við börn og félags- og virkniþjónustu við fullorðna til langs tíma. Tillaga 14 – Skorður settar við uppfærslur á húsakynnum Verklag við uppfærslur á vinnurýmum og húsakynnum verði endurskoðað og skorður settar við uppfærslur sem ekki brýn nauðsyn er á. Tillaga 15 – Halda betur utan um eignir borgarinnar Stofna B-hlutafélag sem heldur utan um eignir borgarinnar og viðhald á þeim. Tillaga 16 – Auka eftirlit með viðhaldi borgarinnar Eftirlit með viðhaldi í borginni verði eflt með það að markmiði að halda kostnaði við viðhaldsframkvæmdir í lágmarki og tryggja hraðan framgang verklegra framkvæmda. Tillaga 17 – Óháð greining á rekstri fagsviða og málaflokka Fá óháða greiningaraðila til að fara í greiningu á rekstri einstakra sviða og málaflokka með það að markmiði að kanna hvort tækifæri séu að til þess að hagræða í rekstri t.a.m. með því að hætta ólögbundnum verkefnum, minnka yfirbyggingu og fækka stöðugildum. Tillaga 18 – Innkaupin byrja í geymslunum Ráðast þarf í tiltekt í geymslum borgarinnar með það að markmiði að draga úr kostnaði við innkaup og rekstur geymsluhúsnæðis. Farið verði í að skrásetja það sem til er, nýta það sem hægt er og meta hvað er þarft að eiga. Öðru verði komið strax í hringrásarhagkerfið. Tillaga 19 - Fækka eignum borgarinnar Farið verði í kortlagningu á eignum borgarinnar og þær eignir sem óþarfi er fyrir Reykjavíkurborg að eiga verði seldar. Tillaga 20 – Draga úr kostnaði við smávægilegt viðhald Móta verklag um húsverði eða teymi í skólahverfum borgarinnar sem sér um minniháttar viðhald t.a.m. að hengja upp hillur, skipta um ljósaperur og mála minni fleti. Með því væri hægt að tryggja að hugað sé betur að húsakynnum borgarinnar svo sem skólum. Markmiðið er að draga úr kostnaði við verktakakaup vegna smávægilegra viðhaldsverkefna og tryggja að brugðist sé hratt við minniháttar viðhaldsþörf áður en vandamálið verður umfangsmeira. Hluti 1/3 má lesa hér. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist annar hluti tillögupakkans sem snýr að auknu aðhaldi og forgangsröðun verkefna. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 2: AUKIÐ AÐHALD OG FORGANGSRÖÐUN VERKEFNA - 12 tillögur Tillaga 9 – Endurskoða samninga við verktaka og arkitekta Farið verði í greiningu á samningum borgarinnar við verktaka og arkitekta og meta hvort tilefni sé til þess að draga úr umfangi þeirra og kanna hversu hátt hlutfall þeirra fer í útboð. Meta hvort ekki felist hagræði í því að setja fleiri samninga í útboð með það að markmiði að fá hagstæðari tilboð. Dæmi um útboð sem hefur leitt til hagstæðra kjara er útboð vegna trjáfellinga í Öskjuhlíðinni en með útboðinu sparaði borgin hundruði milljóna króna. Einnig mætti skoða tímamörk samninga og hversu oft slíkir samningar fela í sér opna tékka til útgjalda. Tillaga 10 – Bílastæðastefnan fryst Bílastæðastefnan og fækkun bílastæða verði fryst þar til Borgarlínan hefur hafið akstur. Þannig sparast tími borgarstarfsmanna og fjármagn tímabundið á meðan unnið er að öðrum brýnum verkefnum. Tillaga 11 – Hætta með Hverfið mitt tímabundið Hætta með Hverfið mitt tímabundið þar til fjárhagsstaða borgarinnar er betri. Tillaga 12 – Vetrargarðurinn settur á ís Setja áform um Vetrargarð í Reykjavík á ís þangað til að búið er að létta á skuldum borgarinnar. Tillaga 13 – Kerfið hugsað til langs tíma (með áherslu á forvarnir) Aukið fjármagn verði sett í fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem forvarnir og lýðheilsu og fyrsta stigs þjónustu til að draga úr þeim kostnaði sem hlýst af því af að grípa ekki fyrr inn í vanda barna og ungmenna. Þetta styður einnig við markmið laga um farsæld barna. Með þessu er hægt að minnka kostnaðinn við þjónustu á öðru og þriðja stigi við börn og félags- og virkniþjónustu við fullorðna til langs tíma. Tillaga 14 – Skorður settar við uppfærslur á húsakynnum Verklag við uppfærslur á vinnurýmum og húsakynnum verði endurskoðað og skorður settar við uppfærslur sem ekki brýn nauðsyn er á. Tillaga 15 – Halda betur utan um eignir borgarinnar Stofna B-hlutafélag sem heldur utan um eignir borgarinnar og viðhald á þeim. Tillaga 16 – Auka eftirlit með viðhaldi borgarinnar Eftirlit með viðhaldi í borginni verði eflt með það að markmiði að halda kostnaði við viðhaldsframkvæmdir í lágmarki og tryggja hraðan framgang verklegra framkvæmda. Tillaga 17 – Óháð greining á rekstri fagsviða og málaflokka Fá óháða greiningaraðila til að fara í greiningu á rekstri einstakra sviða og málaflokka með það að markmiði að kanna hvort tækifæri séu að til þess að hagræða í rekstri t.a.m. með því að hætta ólögbundnum verkefnum, minnka yfirbyggingu og fækka stöðugildum. Tillaga 18 – Innkaupin byrja í geymslunum Ráðast þarf í tiltekt í geymslum borgarinnar með það að markmiði að draga úr kostnaði við innkaup og rekstur geymsluhúsnæðis. Farið verði í að skrásetja það sem til er, nýta það sem hægt er og meta hvað er þarft að eiga. Öðru verði komið strax í hringrásarhagkerfið. Tillaga 19 - Fækka eignum borgarinnar Farið verði í kortlagningu á eignum borgarinnar og þær eignir sem óþarfi er fyrir Reykjavíkurborg að eiga verði seldar. Tillaga 20 – Draga úr kostnaði við smávægilegt viðhald Móta verklag um húsverði eða teymi í skólahverfum borgarinnar sem sér um minniháttar viðhald t.a.m. að hengja upp hillur, skipta um ljósaperur og mála minni fleti. Með því væri hægt að tryggja að hugað sé betur að húsakynnum borgarinnar svo sem skólum. Markmiðið er að draga úr kostnaði við verktakakaup vegna smávægilegra viðhaldsverkefna og tryggja að brugðist sé hratt við minniháttar viðhaldsþörf áður en vandamálið verður umfangsmeira. Hluti 1/3 má lesa hér. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar