Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:00 Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar