Gefur eftir í tollastríði við Kína Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 16:37 Donald trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að lækka verulega tolla sem hann hefur beitt Kína. Í einhverjum tilfellum eiga tollarnir á innflutning frá Kína að lækka um meira en helming en Trump hefur ekki tekið lokaákvörðun. Með þessu vonast Trump-liðar til að draga úr spennunni í samskiptum við Kína, samkvæmt frétt Wall Street Journal, en markaðir hafa tekið vel í ummæli Trumps á þessum nótum síðustu daga og þá yfirlýsingu að hann ætli sér ekki að reyna að reka seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Í gær sagði Trump til að mynda að hann væri tilbúinn til að lækka tollana á Kína, sem í mörgum tilfellum eru 145 prósent, en þeir yrðu ekki felldir alfarið niður. Ráðamenn í Kína sögðust í dag vera tilbúnir til viðræðan við Bandaríkjamenn en ítrekuðu að þeir myndu ekki sitja undir áframhaldandi hótunum frá Hvíta húsinu. Kínverskir heimildarmenn WSJ segja ummæli Trumps í gær hafa verið talin til marks um að hann væri að lúffa. Eins og áður segir hafa markaðir tekið vel í vendingar síðustu daga. Vísitölur hafa hækkað um allan heim, þó þær séu flestar vel undir þeim hápunkti sem þær náðu fyrr á árinu. Óreiða síðustu vikna hefur haft verulega slæm áhrif á virði hlutabréfa um allan heim. CNBC hefur eftir Scott Bessent, fjármálaráðherra Trumps, að Bandaríkin og Kína hafi tækifæri á því að ná góðum samningi. Það muni þó taka tíma. Þegar hann var spurður um frétt WSJ sagðist Bessent ekki vita til þess að umræða sem þessi hefði átt sér stað innan veggja Hvíta hússins. Þá dró hann í efa að það væri rétt. Hann sagðist þó fastlega búast við menn myndu draga í land, þegar kæmi að viðskiptaátökum Bandaríkjanna og Kína. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Kína Tengdar fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. 23. apríl 2025 08:12 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. 22. apríl 2025 15:29 Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. 22. apríl 2025 14:46 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Með þessu vonast Trump-liðar til að draga úr spennunni í samskiptum við Kína, samkvæmt frétt Wall Street Journal, en markaðir hafa tekið vel í ummæli Trumps á þessum nótum síðustu daga og þá yfirlýsingu að hann ætli sér ekki að reyna að reka seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Í gær sagði Trump til að mynda að hann væri tilbúinn til að lækka tollana á Kína, sem í mörgum tilfellum eru 145 prósent, en þeir yrðu ekki felldir alfarið niður. Ráðamenn í Kína sögðust í dag vera tilbúnir til viðræðan við Bandaríkjamenn en ítrekuðu að þeir myndu ekki sitja undir áframhaldandi hótunum frá Hvíta húsinu. Kínverskir heimildarmenn WSJ segja ummæli Trumps í gær hafa verið talin til marks um að hann væri að lúffa. Eins og áður segir hafa markaðir tekið vel í vendingar síðustu daga. Vísitölur hafa hækkað um allan heim, þó þær séu flestar vel undir þeim hápunkti sem þær náðu fyrr á árinu. Óreiða síðustu vikna hefur haft verulega slæm áhrif á virði hlutabréfa um allan heim. CNBC hefur eftir Scott Bessent, fjármálaráðherra Trumps, að Bandaríkin og Kína hafi tækifæri á því að ná góðum samningi. Það muni þó taka tíma. Þegar hann var spurður um frétt WSJ sagðist Bessent ekki vita til þess að umræða sem þessi hefði átt sér stað innan veggja Hvíta hússins. Þá dró hann í efa að það væri rétt. Hann sagðist þó fastlega búast við menn myndu draga í land, þegar kæmi að viðskiptaátökum Bandaríkjanna og Kína.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Kína Tengdar fréttir ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39 Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. 23. apríl 2025 08:12 Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53 Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. 22. apríl 2025 15:29 Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. 22. apríl 2025 14:46 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. 23. apríl 2025 11:39
Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. 23. apríl 2025 08:12
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22. apríl 2025 22:53
Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. 22. apríl 2025 15:29
Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. 22. apríl 2025 14:46